Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 12
BERIT BRENNE TOMMI bróðir Tamars, Tótu og Tœ-Mí 1 Heimilis-Timanum sunnudaginn 29. marz, (12. tbl) uröu smámistök i umbroti sögunnar um Tomma. Sagan þann dag átti i raun að byrja á mestum hluta þess efnis, sem lenti i sið- ari dálkinum á bls 13. Hún átti að byrja þar sem stóö ,,En það furöulegasta ...Þaðan i frá og niður áiðuna á sem sagt að lesa fyrst, og byrja svo á upphafinu á bls. 12. Leiöréttist þetta hérmeð. „Og þú segir, að þessi drengur hafi ekki hlot- ið neitt uppeldi. En hann er eins kurteis og bezt verður á kosið.” „Nei, finnst þér það?”, spurði pabbi og leit út um gluggann. „Já mér.finnst það”, sagði mamma hátt, og það var reiðihreimur i rödd- inni. „Mér finnst Tommi myndarlegur og hátt- vis drengur, og ef hann á að fara aftur til Ame- riku, til þessa Kola-Pésa, þá... þá...” „Já, hvað þá?” spurði pabbi og sneri sér til mömmu. 12 „Já, þá vil ég heldur hafa hann sjálf,” kallaði mamma og fórnaði höndum i hálfgerðri örvæntingu. En nú hló pabbi allt i einu hátt og lengi, og auðvitað urðu þau öll hin mjög undrandi og gláptu á hann eins og naut á nývirki. „Ertu kannski að hlægja að mér?” spurði mamma. Rödd hennar skalf litið eitt. „Já, vissulega,” sagði pabbi og hélt áfram að hlæja. „Nú ertu sannarlega lik sjálfri þér, eins og ég hafði lika alltaf búizt við.” Þvi næst gekk pabbi til Tomma, tók hattinn stóra af höfði hans, strauk um stund hárið hrokkna, en tók hann siðan i faðm sinn. „Setjist nú öll niður,” sagði hann, — „þvi að nú skulum við tala saman um þetta mál.” „Munið þið eftir þvi, þegar við fórum til Afriku fyrir tveimur árum og Tóta fann Tamar á hafnarbakkanum?” spurði pabbi eftir stutta stund. „Já,” svöruðu Tamar og Tóta i kór. Og munið þið—þegar við fórum til „Lands morgunkyrrðarinnar” og mamma fann Tai-Mi i stóra húsinu hvita?” spurði pabbi á ný. „Já, auðvitað munum við það,” sagði mamma og horfði á pabba með eftirvæntingu. „Jæja, og nú fór ég án ykkar til Ameriku, — og þar hitti ég Tomma,” hélt pabbi áfram. „Ó... hafðirðu kynnzt honum eitthvað, áður en hann faldi sig i skipinu?” spurði Tóta. „Já, ég kynntist honum einmitt litið eitt áður,” sagði pabbi og brosti. Þvi næst sagði hann þeim frá öllu, sem gerzt hafði, frá þvi að hann hitti Tomma fyrst á götunni, og drengurinn bauðst til að bera stóra böggulinn hans, — og þangað til hann festi höf- uðið i loftræstingaropinu og pabbi hótaði hon- um þvi, ef þessu héldi áfram, að skilja hann eftir einan á fleka úti á Atlantshafi. „O, svei!” sagði mamma. „Veru alveg róleg, góða min,” sagði pabbi hlæjandi,” — ,,ég setti Tomma aldrei á flek- ann. Hins vegar spurði ég hann að þvi, hvort hann gæti ekki hugsað sér að vera hjá okkur.” Allir voru hljóðir stundarkorn. Þvi næst andvarpaði mamma þunglega og mælti: „Þú ert nú meiri hrekkjalómurinn, — hvers vegna gaztu ekki sagt mér þetta strax?” Pabbi klóraði sér i hnakkanum. „Ég taldi réttast, að þú tækir þina ákvörun sjálf varðandi Tomma,,” sagði hann og brosti. „Raunar vissi ég fyrir fram, hvert svar þitt i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.