Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 13
mundi verða. En hvað segið þið annars um þetta mál, börnin góð?” „Mér likar það ágætlega,” sagði Tamar og kinkaðikolli, ,,Þvi að þá verðum við strákarnir tveir og steli urnar tvær og ég þarf ekki alltaf að leika mér við stelpur.” ,,Já, það er alveg ágætt,” sagði Tóta. „Mér lizt prýðilega á hann.” „En hvað segir þú, Tai-Mi?” spurði pabbi. „Langar þig nokkuð til að eignast Tomma fyrir bróður?” „Já, þökk fyrir, pabbi,” sagði Tai-Mi, inni- lega glöð, og brosti til Tomma. Tommi stóð alltaf fast hjá stól pabba og fylgdist ákaft með þvi, sem gerðist. „Nú er allt i lagi, Tommi,” sagði Pabbi, „Þau langar öll til þess, að þú sért hjá okkur, ef þú aðeins vilt það sjálfur.” „Og frúin lika?” spurði Tommi. „Já, alveg örugglega,” svaraði pabbi. „Já, alveg örugglega,” endurtók mamma. Þá hallaði Tommi sér að öxl pabba, hamingjusamur og glaður, og brosti svo að skein i mjallahvitar tennurnar, — að einni undanskilinni. 12. ogsiðasti kafli. FULLT HtJS Trinita var nokkra daga um kyrrt i Afriku. Mamma hafði tima til að kaupa ný föt handa Tomma, þvi að auðvitað var gaman fyrir hann að eignast sin eigin föt. Pabbi sendi skeyti til lögreglunnar i New York, og fékk svar um hæl. Pabbi og mamma fengu ekki fullnaðarsvar við þvi, hvort þau mættu taka drenginn að sér. Það þurfti vist að skiptast á mörgum skeytum og bréfum, áður en þvi máli yrði komið i kring. En lögreglan svaraði, að þeim væri örugglega óhætt að hafa Tomma hjá sér um tima, þvi að i Ameriku væri ekki vitað um neina ættingja, sem gætu tekið hann að sér. Og það kæmi aldrei til mála, að drengurinn færi aftur til Kola-Pésa, þvi að sá maður kynni ekkert með böln að fara. „Ég hefði gaman að vita, hver það yrði sem nú æki kolum fyrir hann”, sagði Tommi. „Hann hlýtur að gera það bara sjálfur,” sagði pabbi. „Já, erði honum að góðu,” sagði Tommi. íioisuiii neiur aidrei þiiií -svo vænt um Kola-Pésa, að það væri honum nokkur raun að. skilja við hann. „En heldurðu þá að lögreglan leyfi mér að verða drengurinn þinn?” spurði hann. „Já, ég vona, að það verði i lagi innan" skamms,” sagði pabbi og kinkaði kolli. „Ég á nokkra góða vini i New York og þeir vita að ég er ekki neinn sjóræningi. Þeir verða okkur áreiðanlega til aðstoðar i þessu máli.” „Sjóræningi!” sagði Tommi hlæjandi og horfði til pabba. Á meðan pabbi var við simann og mamma i verzlunarferð, kvaddi Tamar félaga sina og vini og góða manninn feita og konu hans. Þau komu öll niður að Trinitu, þegar brottför. hennar var ákveðin siðdegis, seinni daginn, sem hún var um kyrrt. I þetta sinn var ekkert erfitt að kveðjast, þvi að Tamar mundi áreiðanlega koma oft með Trinitu svo að þeir vinirnir mundu fljótlega hittast á ný. Og svo lagði þá Trinita af stað, áleiðis til Noregs. Börnin stóðu við borstokkinn og veifuðu á meðan þau sáu Alla og hina drengina. „Hvar er Tommi?” spurði Tóta og horfði i kringum sig. „Hann var hérna hjá okkur fyrir örstuttri stund,” sagði Tamar. „Tommi, hvar ertu?” kallaði hann. „Hvar ertu, Tommi?” kallaði Txi-Mi. „Tommi!” kallaði Tai-Mi. Og nú fóru öll börnin að leita að Tomma. En Tommi var alls ekki týndur. Hann var inni i stóra salnum hjá mömmu og undi sér hið bezta i einum hægindastólnum. Mamma var að sinna ýmsu smávegis og spjallaði samtimis við Tomma. Hún setti til dæmis nýju fötin hans niður i skúffu, i klefa barnanna, og blóm i vasa, sem áttu sina vissu staði á veggjunum. „Blómavasi,” sagði hún á norsku og rétti fram einn vasann. „Blómavasi,” endurtók Tommi. „Blóm,” sagði mamma. „Blóm,” endurtók Tommi. „Góð lykt,” sagði mamma og þefaði að blómunum. „Ó — góð lykt”, sagði Tommi og stakk nebbakrilinu niður i blómvöndinn. Og nú langaði Tomma ekkert til að þeytast um skipið eins og oft fyrr, þvi að það var svo gaman að sitja, hér horfa á frúna og hugsa um það, að nú var hún orðin mamma hans, — og ’ hlusta á rólegu, blæhreinu röddina hennar, þegar hún talaði. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.