Heimilistíminn - 26.04.1981, Page 7

Heimilistíminn - 26.04.1981, Page 7
Ku KIux Klan Hópur Ku Klux Klan-félaga lagðist út til æfinga i af- skekktu f jalllendi i norðanverðu Alabama ekki alls fyrir löngu. Mennirnir stefna að þvi að þjálfa sig sem bezt til þess að vera i framtiðinni færir um að verja mót og fundi Klananna, ef þörf krefur. Meginástæðan fyrir æfingunum mun þó vera sú, að mennirnir hyggjast undirbúa dráp á svertingjum í kynþáttastyrjöidinni, sem fyrirliðarnir segja að hefjist áður en langt um liður t þessum hópi manna er einvalalið sem á um leið að vera úrvaliö úr Ku Klux Klan. Roger Handley stórdreki i Alabama lýsti þvi yfir i viðtali nýlega, að mennirnir eigi að vera tilbúnir tií þess að tryggja að borgir eins og Birmingham og Decatur i Alabama „veröi ekki nýtt Miami.” Þessar borgir báðar hafa oft orðið miðpunktur kynþáttaóeirða, og þar er stöðugt verið aö flytja og dæma i alls konar deilumálum hvitra og svartra. Ekki alls fyrir löngu hófust málaferli yfir 50 ára gömlum negra, Curtis Lee Robinson. Hann er ákærður fyrir að hafa skotið David Kelso og þrjá aðra I kynþáttauppþoti i Decatur fyrir tveimur árum. Kelso var háttsettur innan Klan-hreyfingarinnar. Þá hafa staðiö yfir i Birmingham réttarhöld yfir svertingja nokkrum, " sem sakaður er um að hafa nauðgað hvitri konu. Veröi hann fundinn sekur halda Ku Klux Klan þvi fram, að svertingjarnir i Birmingham eigi eftir að gera borgina að vigvelli. — Viö getum ekki látiö viðgangast, að svertingjar drepi hvita menn. Sér- þjálfaöar sveitir Klananna munu hefna þeirra, sem falla, segir Hand- ley, sem er varaforseti heildarsam taka Ku Klux Klan i Bandarikjunum. Úrvalsliö Ku Klux Klan var sett á fótt fyrir um það bil einu ári, eftir aö gerö var tilraun til þess að ráða fyrir- liöa Klananna af dögum. 1 liðinu eru nokkrar deildir, en Handley vill ekki gefa upp hversu fjölmennt liðið er. Handley ræddi við fréttamann um æfingarKlanannaoghafði þá með sér fjögurra ára gamlan son sinn. Hann vildi þó ekki segja, hvar liöiö væri við æfingar, en gat þess, að æfinga- búöirnar væru stöðugt fluttar úr stað i þeim tilgangi, að hvorki her né lög- regla gæti komizt á snoðir um, hvar þær væru, og reyndu að koma i veg fyrir að æfingarnar gætu farið fram. Ku Klux Klan og bandariskir nazistaforingjar hafa tekiö höndum saman i baráttunni gegn svertingjun- um, og vinna markvisst aö þvl að til á- taka og óeirða komi. þfb. Ku Klux Klan fyrir framan brennandi kross 7

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.