Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 9
ia Thomas er hér á göngu á götunni, þar sem hún aö drepa mann, sem sært hafoi lögreglumanninn, var á vakt meö henni. — Kallaðuiaðstoðarlið.hrópaði Yamin, en áður en Cynthia gat gert það sparkaði James Hampton i magann á henni svo hún þeyttist langt út i garðinn. — Hann ætlar að taka byssuna mina, hrópaði félagi Cynthiu. Cynthia stökk á fætur og barði manninn með vasaljósinu sinu. Skyndilega heyrðist skothvellur, og Yamin æpti af sársauka. Cynthia ætl- aði að gripa til byssunnar, en hún var far- in Ur hylkinu. Annað skot hvað við. Aftur æpti Yamin. Nú sá Cynthia byssuna liggja á grasinu. — Það var eins og hún væri úr glóandi gulli, segir hún nú, þegar hún rifj- ar upp þennan atburð. — Hver minúta var eins og heil eilifð. Ég miðaði á háls mannsins og skaut án þess að hika. Hampton steyptist til jarðar og var dáinn, áður en komið var með hann á sjúkrahús- ið. Tæp tvö ár eru liðin frá þvi þetta gerð- ist. Yaminhefurnáðheilsuá nýjan leik og sárhanseru gróin. Cynthia Thomas hefur hlotið margvislega viðurkenningu fyrir hugrekki sitt. Samt sem áður losnar hún ekki við mynd mannsins, sem hún varð að skjóta, úr huga sér. — Að áliti lögregluyfirvalda gerði ég allt, sem i mlnu valdi stóð, áður en ég neyddisttil þess að skjóta hann, segir lög- reglukonan. — Samt sem áður var þetta maður. Maðurinn átti börn. Ég á börn. Það er ekki hægt að losna við martröðina með þvi einu að lesa lagabókstafinn, eða fletta upp i reglum um skyldur lögreglu- þjóna. Cynthia Thomas er 29 ára gömul. Hún verður enn að ganga reglulega til lögreglusálfræðingsins og leita hjá honum hjálpar vegna sálarástands sins.Hún hef- ur slitið sambúð við manninn, sem hún elskaði. — Hann gat ekki sætt sig við, að ég skyldi hafa drepið mann, segir hún til skýringar. — Sú staðreynd hreinlega feykti honum i burtu frá mér. Já, og meira að segja faðir Cyntiu, sem sjálfur er fyrrum lögreglumaður, virðist eiga erfittmeð að skilja tilfinningar hennar. — Þegar mér var veitt viðurkenningin, kom hann til þess að vera viðstaddur, segir Cynthia. — Þú stóðst þig með prýði, Thomas lögreglumaður, sagði hann við mig. Svo tók hann i höndina á mér. Ég er þó fyrst og fremst dóttir hans, og hvers vegna tók hann ekki utan um mig, heldur en að taka svona formlega i höndina á mér? Cynthia Thomas er gott dæmi um það, sem er að gerast i löggæslumálum i Bandarikjunum. Alls staðar i landinu er veriðað taka konur i lögregluliðið. Hvergi hefur þetta verið meira áberandi en ein- mitt i Detroit. Aður en þar varð að fækka i lögregluliðinu vegna fjárhagsörðugleika, voru konur i liðinu orðnar nær 800 talsins, en lögreglumenn alls voru 5700. 1 New York voru aðeins 500 konur i 24 þúsund manna lögregluliði. Nú þegar konur eru farnar að gegna svona mörgum störfum innan lögreglunnar spyrja kannski ein- hverjir, hvort þær séu ekki éinungis látn- ar sitja inni á skrifstofum við vélritun, eða við simavörslu. Svo er ekki. Þær standa csinar vaktir á götum úti og þar sem hætta er mikil rétt eins og karlmenn- irnir gera. Þessar breytingar hafa mætt töluverðri andstöðu og umtali. Sumar lögreglukonur velta þvi fyrir sér, hvort það samræmist kvenlegu eðli, sem þær vilja viðhalda, að gegna þessum hættulegu og hörðu störf- um. Margir karlmenn i lögreglunni spyrja svo á hinn bóginn, hvort konur geti veitt þeim jafnmikla aðstoð á erfiðum stundum eins og karlménn, t.d. ef til slagsmála og skotbardaga kemur. Framhald á 14. slðu Katherine Perkins er fjögurra barna móöir. ilún er ein þriggja lögreglu- kvenna, sem sakaðar hafa verið um hug- leysiístarfi. Glenda Rudolph er ein þriggja systra, sem allar eru I lögreglunni. Henni var sagt upp, þegar fjárhagur lögreglunnar þrengdist. Cynthia Eggers er hér að störfum. Hún leysti strax I fyrsta verkefni sinu erfiða morðgátu, sem leiddi til þess að upp komst um 12 morð, sem framin höfðu ver- ið vegna eiturlyfja.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.