Heimilistíminn - 26.04.1981, Page 10

Heimilistíminn - 26.04.1981, Page 10
— Ég ætla að reyna að gera það sem ég get fyrir hana, sagði Andrea. Hann var hugsi um stund, og Andrea snéri sér við til þess að fara. — Námskeið i sjálfsfegrun og góðum siðum i Sjúkraskýlinu, sagði hann upphátt og var enn að velta þessu fyrir sér. Hún snéri sér að hon- um vegna þess sem hann sagði. — Það er ágæt- is hugmynd, Andrea, en hefur þú ekki nóg að gera, þótt þú bætir þessu ekki á þig lika? —Ó, égætlaðinú ekki að reyna að gera þetta allt sjálf, né heldur taka að mér heilan bekk, mótmælti Andrea. — Ég ætla bara að byrja með Francine. Ég get haft hana hjá mér i einn og hálfan tima i mesta lagi, svo annað slagið.. — Og svo vilja vinkonur hennar slást i hóp- inn, og fá leiðbeiningar lika. Og áður en þú veist af, verðurðu komin með heilan hóp af unglingum sem allir þrá að verða fallegir, sagði hann alvarlegur. — Ef svo fer, þá er ég viss um, að frú Judson eða frú Wesley geta fundið einhvern meðal vina sinna, sem vill koma og sinna þessu. Auð- vitað yrði þetta að vera sjálfboðaliði, sem ynni án þess að fá kaup. Geturðu imyndað þér svip- inn á framkvæmdastjórninni, ef farið væri fram á, að hún legði peninga i eitthvað þessu likt, kennara fyrir tiskuskóla. — Ég er hræddur um, að ég gæti ekki imynd- að mér stjórnina sinna þessu. Annars er þetta starf, sem ég held að Merry ætti að geta sinnt sómasamlega. Andrea staði á hann furðu lostin. —- Ungfrú McCullers? endurtók hún, eins og hún væri ekki viss um, að hún hefði tekið rétt eftir. — Hvers vegna ekki? Hún er yndisleg, tofr- andi stúlka, vel uppalin, og veit nákvæmlega hvernig á að klæða sig, mótmælti hann, og var greinilega ekki ánægður yfir þvi, hve undrandi hún hafði verið. — Ég er ekkert að mótmæla þvi, að hún sé fær um að sinna þessu, heldur aðeins að hún sé fús til þess, svaraði Andrea hreinskilnislega. — Þú veist rétt eins vel og ég, læknir.að hún yrði miður sin og liklega æfareið, ef einhver svo mikið sem nefndi þetta við hana. Nú var eins og ánægjan og þægilegheitin væri horfin úr fari hans. — Ég er hræddur um, að þú þekkir Merry ekki mjög vel, svaraði hann stuttur i spuna. —Auðvitað geri ég það ekki, en ég sá hvernig henni varð við, þegar hún kom hérna um dag- inn... —En hún fengi aðeins á tilfinninguna, að hún væri að hjálpa þessum stúlkum, já, vegna þess að Merry er bæði góð og hjartahlý stúll^a, reyndi Steve að segja af sannfæringarknýfti. Innst inni var hún viss um, að Steve vissj/éins vel og hún sjálf, að hann var ekki að fará rpeð rétt mál. Merry var alls ekki eins ojg hann lýáti henni. Eða var hann kannski svo blindaðuf- af ást sinni til stúlkunnar, að hann gæti ekki feða vildi ekki sjá sannleikann? —Ég skal ræða þetta við hana, sagði Steve, og horfðist af einurð i augu við Andreu um leið og hann sagði þetta. — Ég skal láta þig vita, hvernig fer. Á meðan er rétt að þú sendir stúlk- una til min, og við getum hafist handa um að hjálpa henni. — Já, þakka þér kærlega fyrir, sagði Andrea. Hún reyndi að svara jafnkuldalega og hann hafði gert. — Góða nótt læknir. Hann stóð við skrifborðið, þegar hún gekk út úr stofunni. Tolfti kafli. Francine kom til hennar daginn eftir með skýrsluna frá Jordan lækni. Þar stóð að hún

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.