Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 11
væri fullkomlega heilbrigð og gæti farið i matarkúr, sem hann hafi samið handa henni. Andrea átti auk þess að ráðleggja henni allt annað, sem hún teldi rétt. — Þetta verður engan veginn auðvelt Francine, sagði Andrea. — Þú hefur borðað allt of mikið, og snarvitlausan mat, og nú verður þú að fara að borða réttan mat, og meira að segja sumt, sem þér likar alls ekki. Auk þess átt þú áreiðanlega eftir að finna til svengdar langtimum saman. —Ef ég losna við þessa fitu, þá skal ég svelta mig eins og ég get, svaraði Francine. — Það tekst, og það sem meira er, húðin verður fallegri og augun mun bjartari, og lifs- löngunin vex, sagði Andrea. — Sérðu ekki sjálfa þig i anda, þegar þú verður komin i rétta þyngd. Mikið verðurðu þá falleg, og vinsæl lika. — Dásamlegt, andvarpaði Francine. — Mundu bara eftir einu, Francine, sagði Andra alvarleg i bragði. — Þú verður að standa á eigin fótum. Ég hef ekki tima til þess að gæta þin og passa að þú farir eftir matseðl- inum, né heldur að þú æfir þig eins og fyrir er mælt. Það hefur tekið þig mörg ár að hlaða á þig þessari offitu, svo það á eftir að taka lang- an tima að losna við hana aftur. Þú þarft bæði á kjark og ákveðni að halda til þess að það takist. — Kannski ég verði orðin skárri i septem- ber? sagði Francine. — Heldurðu að fólk sjái ekki mun á mér þá? — Það er undir sjálfri þér komið, sagði Andrea ákveðin. — Mundu bara, að ef þú hættir i kúrnum, eða sleppir úr æfingunum, þá ertu að svindla á sjálfri þér, og það verður til þess að draga úr árangrinum. —Ég geri það alls ekki, ungfrú Andy. Ég lofa þvi, sagði Francine einarðlega. Svo fór hún út með matarlistann i höndunum. Andrea horfði á eftir henni. Þegar hún var farin út kom Marta inn til hennar. — Vorum við einhvern tima svona ungar Andrea? spurði Marta, og benti á eftir Francine. — Ég efast stórlega um það, Martie. Mér finnst ég meira að segja hafi verið eldri en þetta, þegar ég fæddist. Marta kveikti sér i sigarettu og settist á borðshornið hjá Andreu, sem var að ganga frá sjúklingakortunum eftir viðtalstimann. —-Ég var að fá slæmar fréttir, sagði Marta lágt. Andrea hætti um stund að vinna, og leit á Mörtu, sem var óvenjulega alvarleg i röddinni. —Þetta eru auðvitað bara sögusagnir, en þvi miður er ég hrædd um, að eitthvað sé til i þeim, bætti Marta við. Sagt e,r, að frú Judson sé alvarlega veik. Ó, nei: Marta. Hvernig getur staðið á þvi. Ég sá hana fyrir fáeinum dögum. — Það gerði ég lika, svaraði Marta. — Mér fannst hún lita óvenju illa út. Hún var svo þreytuleg. Samt hélt ég ekki að það væri af öðru en þvi, að hún hefði unnið meira en vant er. Sagt er, að hún þurfi að gangast undir ann- an uppskurð. Hún er vist með æxli, sem getur verið bæði ill- eða góðkynja. Andrea var föl i framan, og stóreygð. —Marta þú og dr. McCullers fullvissaði hana um það fyrir ári, að uppskurðurinn hefði heppnast fullkomlega. Marta kinkaði kolli. — Það bendir allt til þess, að stórmennið hafi haft á röngu að standa, sagði hún bitur i bragði. — Þú ættir sist af öllu að undrast það. Þú þekkir hann að minnsta kosti. Andrea sat grafkyrr og leið greinilega illa. Allir i Sjúkraskýlinu dáðust að frú Judson. Hún hafði stofnað það og var svo hlý og góð, gjaf- mild og mikil ágætis manneskja. Það var eng- an yfirdrepsskap að finna hjá henni. _ Krabbamein, hvislaði Andrea. — Rétt er það, svaraði Marta. — Okkar mikli virti læknir tók ekki nógu mikið, að þvi er virðist og nú hefur krabbinn blossað upp á nýjan leik. Krabbamein, mikið hötum við öll þetta orð. — Það gerum við svo sannarlega, andvarp- aði Andrea. Það komu tár i augu hennar. — Þetta er svo óréttlátt, sagði Marta og það mátti heyra á röddinni, að hún var reið. — Hún sem hefur átt svo erfitt um dagana. Ég er viss um, að hún hefur aldrei litið glaðan dag frá þvi sonur hennar og eiginmaður fórust i flugslys- inu, þegar þeir voru á leið i veiðitúrinn. Það er óréttlátt að hún skuli nú þurfa að lenda i þessu. Hvers vegna þarf sumt fólk, sem er bæði gott, hjartahlýtt og vinsamlegt við alla, að lenda i svona miklum vandræðum, þegar hinir, sem eru leiðinlegir, og hálfgerð illmenni, dansa á rósum allt sitt lif. — Það er nokkuð, sem maður er alltaf að velta fyrir sér, og getur aldrei komist að neinni niðurstöðu með. Hvers vegna skyldum við finna rétta svarið, sagði Andrea. Hún náði sér i bréfþurrku og þurrkaði sér um augun. Kannski tekst þetta... 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.