Heimilistíminn - 26.04.1981, Page 12

Heimilistíminn - 26.04.1981, Page 12
Hann hafði nú þekkt hana i tvo daga og kall- aði hana ýmist mömmu eða frú. Hún hafði aldrei ávitað hann, og hún var allt- af góð og nærgætin við hann, eins og hin börnin. Og þegar hann var háttaður i gærkveldi, hafði hún strokið bliðlega um kinn hans. „Komdu hingað til min, Tommi, og hjálpaðu mér ofurlitið”, sagði hún. Tommi leit spyrjandi til hennar, þvi að nú talaði mamma norsku. ,,Já, komdu hingað”, sagði mamma brosandi og bjástraði við að stækka borðplötúna. ,,Ó, — frúin þurfti á hjálp að halda.“Tommi þaut á fætur og hljóp til hennar. ,,Já, frú, —-ég er hér”. ,,Þú átt að segja mamma”. „Mamma”, sagði Tommi brosandi og hélt undir borðplötuna, meðan mamma dró okana út. En rétt i þessu heyrðu þau, að Tamar og Tóta og Tai-Mi kölluðu á hann fyrir utan. „Börnin eru að kalla á þig. Farðu út i sól- skinið Tommi og leiktu þér við þau”, sagði mamma. 12 Tommi skildi ekki til fulls, það sem mamma sagði. „Leika sér úti með Tamari, Tótu og Tai-Mi”, sagði mamma Já, nú skildi Tommi, hvað hún átti við og gekk fram að dyrunum. „Góða nóttj mamma”. sagði hann. Hann var enn ekki viss um, hvaða kveðju átti að nota. „Sæll á meðan, Tommi;’, sagði mamma og hló. „Já, sæl á meðan”, sagði Tommi brosandi og þaut út. Það hvessti töluvert þegar á daginn leið, svo að öldugangur varð allmikill. Mamma gaf þvi öllum börnunum sjóveikistöflu, bvo að þau yrðu ekki lasin. H Sem betur fór urðu þau heldur ekkert veik. En eins og nærri má geta, var Tommi ekki enn þá eins vanur lifinu á sjónum og þau hin. Og þess vegna kom það stundum fyrir, að hann fékk vonda byltu eða datt á höfuðið um ein- hvern hinna háu þröskulda, og var þvi enn um sinn með nokkra bláa bletti og plástra. Engu að siður var mjög mikill munur á framkomu Tomma fyrr og nú. Á þessum tveimur dögum hafði hann veitt morgu athygli og lært fjarska margt, einkum af Tamari og þá ekki sist að ganga um með gætni og haga sér vel i borðsalnum. Nú greip hann ekki lengur kartöflurnar með fingrunum, né þurrkaði hendurnar á skyrtunni. Nú notaði hann hnif gaffal og skeið, eins og sá sem aldrei hafði öðru vanist. Og handþurrkuna festi hann i hálsmálið svo að ekkert sullaðist út á nýju fötin. Já, og hvað likamsþvottinn snerti, — þvi að ekkert þótti honum verra en að þvo sér, — þá hafði þeim Tamari og mömmu tekist að fá hann til þess lika. Nú fór hann i steypubað með Tomma á hverjum morgni, þó að honum fynd- ist enn i hvert sinn, að hann mundi drukkna. Og dagarnir liðu, hver að öðrum og börnin léku sér á þilfarinu i logni og stormi i sól og regni og voru öll fjarska hamingjusöm. Þegar logn var og sólskin fengu þau að busla i baðkerinu stóra sem pabbi hafði keypt, þegar hann hitti Tomma i fyrsta sinn i Ameriku. Kerið var úr sterku gúmmi, og Kalli spilari- Halli og Billi höfðu komið þvi vel fyrir á fremra þilfarinu og fylltu það með ferskum sjó á hverjum degi. Sjórinn var bæði saltur og kaldur, og börnin böðuðu sig oftast hvert með sinum hætti.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.