Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 13
Tai-Mi vildi helst sitja á kassa, sem komið hafði verið fyrir við hliðina á kerinu, og lét það löngum nægja að busla með fótunum i vatninu. Tóta skreið með gætni niður i kerið og skrikti af ánægju, Tommi stökk út i vatnið en þaut strax aftur upp úr kerinu með miklum gusu- gangi og fullyrti, að þetta væri kaldasta vatn sem til væri i heiminum. En Tamar steypti sér á höfuðið og synti stundarkorn i kafi, áður en hann kallaði: ,,Ó, hvað þetta er gaman!”. En þá stökk Tommi út i kerið á ný og stakk höfðinu undir yfirborðið til að sýna þeim hin- um, að hann væri ekki minni fyrir sér en Tamar. Og þegar þannig var komið, var oft erfitt að fá drengina upp úr, og varð þá pabbi stundum að taka tappan úr og láta vatnið renna úr kerinu. ,,Og við, sem vorum rétt að byrja”, sagði Tóta ákveðin. „Þið hafið nú þegar buslað hér i tvo klukku- tima”, sagði pabbi. „Og nú eigið þið strax að koma að borða”. En þegar pabbi nefndi mat, varð öllum börn- unum ljóst, að þau voru hræðilega svöng og gáfu sér tæpast tima til að klæða sig. Og Óli matsveinnhéltþvi hiklaust fram, að siðan bað- kerið var sett upp, hefði hann orðið að mat- reiða helmingi meira en fyrr i allar máltiðir. En þar sem börnin voru svona dugleg að leika sér á daginn, sváfu þau lika mjög vel á næturnar, já, alveg eins og steinar. Viðgerðarmaðurinn, aðalsmiður skipsins, hafði smiðað eina koju i viðbót i klefanum þeirra. Öðrum megin voru þeir Tamar og Tommi, en telpurnar hinum megin Tamar og Tóta sváfu i efri kojunum, en Tommi og Tai-Mi i þeim neðri. „Fullt hús”, sagði pabbi. Hann var að mála nöfn barnanna á kojurnar, en Tóta hafði beðið hann um það. „Já, nú höfum við ekki pláss fyrir fleiri”, sagði mamma. „Nú megum við ekki mæta fleiri börnum, sem við verðum hrifin af”. „Það kynni nú að fara svo, að okkur reyndist það erfitt”, sagði pabbi og klóraði sér i hnakk- anum. „Furðulegt með slik börn, hvað þau geta haft mikil áhrif á mann einkum þó, ef þau eru foreldralaus, vesalingarnir litlu”. ,,Og enn eru þúsundir slikra barna, sem eng- inn annast, um allan heim”, sagði mamma og andvarpaði- „Það er ömurleg tilhugsun”. ,,Já, vissulega”, sagði pabbi leit til barn- anna sem sváfu vært i kojum sinum og fékk sér meiri málningu i burstann. „En við skulum vona góða min, að sem allra flestir h^fi aðstöðu til að taka þau að sér”, bætti hann við, og setti strik undir nafn Tomma. Góðir lesendur, yngri og eldri! Þannig lýkur þá sögunni um hin ágætu norsku hjón, skipstjórann á Trinitu og konu hans, og hamingjusömu börnin þeirra fjögur, norsku telpuna, hana Tótu, arabiska drenginn, hann Tamar, kóreisku telpuna, hana Tæ-Mi, og blökkudrenginn, hann Tomma.... Við getum vist öll verið örugg um að fram undan eru mörg, hamingjusöm og viðburðarik ár, hjá þessari ágætu fjölskyldu. Eins og ég tel vist, að þið hafið flest eða öll gert ykkur grein fyrir, er grunntónn þessarar sögu, eins og hinna beggja, hjálpsemi, við aðra, kærleikur til náungans,... en er það ekki einmitt dyggð, sem við, mennirnir þyrftum kannski að ástunda öllum öðrum dyggðum fremur. Við skulum öll hugsa vel um það... En samtimis minnir sagan okkur áþreifanlega á þá staðreynd, sem mörgum virðist enn svo furðu fjarlæg, að allir menn eru bræður og systur, og að framkoma okkar öll þarf að mót- ast af þvi hugarfari. Þessi hugljúfa frásögn hefur þvi mikilvægan boðskapað flytja,..boð skap, sem öllum, eldri sem yngri, er hollt að minnast, og skylt að temja sér i kristnu þjóðfélagi. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.