Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 14
Lögreglukomir Framhald af bls. 9. Einn af rannsóknarlögreglumönnum i morðdeild i Detroit segir, að konur geti án efa verið betri rannsóknarlögreglumenn //le> Þessi ávisun er svo sannarlega ekki fölsuð. Ég fann hana I pen- ingaskáp. Fáðu þér lit óg byrjaöu aö mála alla tölustafina á mynd- inni svarta. Þú átt ekki aö mála bókstafina, heldur láta þá vera hvita áfram. Þegar þú ert bú- inn, þá sérðu aö í myndinni er falin önnur mynd. Af hverju skyldi hún nú vera? en karlar. Þær vita, hvernig á að fara að þvi að fá fólk til þess að leysa frá skjóð- unni og veita upplýsingar. Og svo hafa þærlfkaoftátiðumróandi áhrif á þá,sem i kringum þær eru.Ekki er þó hægt að leysa öll vandamál með þvi einu að tala. Til eru þeir glæpamenn, sem ætla sér alls ekki að lenda i fangelsi. Sumar lögreglukonur i Detroit eru þeirrar skoðunar, að þessar grunsemdir um vanhæfni lögreglukvenna, hafi verið ástæðan fyrir þvi, að Qlenda Rudolph, 27 ára gömul og Katherine Perkins, 35 ára, voru látnar hætta i lögreglunni. Konurnar voru leystar frá störfum vegna hugleysis, sem átti að hafa komið fram i þvi, að þær veittu ekki karlmanni, sem með þeim var á vakt nægilega aðstoð, er hann átti i úti- stöðum við mann nokkurn. Báðar lögreglukonurnar neituðu algjör- lega þessum áburði, og fengu þær vinnu sina aftur. Svo var þeim bara sagt upp fá- einum mánuðum siðar, þegar fækka þurfti i lögregluliðinu vegna fjárhags- vandræða Detroitborgar. Katherine Perkins segir um þetta mál: — Mér kom aldrei til hugar, að ég væri sek um kjarkleysi, og sömuleiðis datt þeim karlmönnunum, aldrei annað i hug, en ég væri sek. Perkins er aðeins 163 cm 1 á hæð og 130 pund og efast alls ekki um hæfileika sina til þess að leysa lög- reglustarfið vel af hendi. — Vel getur ver- ið, að ég geti ekki slegist við 200 punda jöt- unn, segir hún, — en lögreglumenn þurfa að hafa gáfur og skilning til að bera. Ég er atvinnumaður, en ekki einhver' „hálf- vitalögga”. Karlar jafnt sem konur i iögreglunni viðurkenna að Starsky-Hutch-imyndin um lögreglumenn, sem berjast gegn glæpamönnum með hnefunum einum sé hrein fjarstæða. — Mestur hluti starfsins er eiginlega pappirsvinnaeða upplýsinga- miðlun hvers konar og liklega aðeins i 5% tilfellum þarf að beita kröftum við, segir Doreen Mathis 29 ára gömul lög- reglukona, sem er með háskólapróf i félagsráðgjöf. Hún varð fyrst allra lög- reglukvenna i Detroit til þess að drepa mann i skotbardaga árið 1978. Aður en til þessara afdrifariku átaka kom, höfðu margir eldri samstarfsmenn hennar ekki viðurkennt hana sem fullgildan lögreglu- mann. Um þetta segir Doreen Mathis: — Kvöldið,sem skotbardaginn átti sér stað, kom einn þeirra, sem mesta andstöðu hafði sýnt mér, til min og sagði: — vel af sér vikið Mathis lögreglumaður. Áður hafði hann ekki einu sinni viljað leyfa mér að koma við talstöðina. Samt sem áður eru enn til þær konur i lögreglunni, sem eru þeirrar skoðunar, að kynsystur þeirra eigi ekki að gegna varð- stöðu á strætum úti. Cynthia Eggers, fertug lög- reglukona i Detroit, og sú fyrsta þar sem hefur gegnt rannsóknarlögreglumanns- starfi i morðdeildinni, er efins i að hún heföi gengið i lögregluna, ef hún hefði orð- ið að aka um i lögreglubil. Hún er einnig mótfallin þvi, að maður hennar, sem einnig er lögreglumaður, standi vörð með konu sér við hlið. — Henni fellur vel að vinna á götum úti, en ég er viss um, að ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir, myndi hann reyna að verja konu, ef hún væri með honum, en ekki einhver karlmaður- inn, félagi hans, segir eiginkonan. — Svo er ég heldur ekkert viss um, að mér myndi líka að vita af honum akandi um göturnarmeðkvenmanniátta tima á dag. Er einhver ástæða fyrir svona kyn- ferðisgrunsemdum eða ásökunum um að kynlif geti blandast inn i lögreglustarfið? — Helmingur kvennanna I minni deild hefur verið I tygjum við gifta menn i lög- regluliðinu, segir ein af lögreglukonunum i Detroit. — Flestar konurnar hafa lika skilið, eftir að þær gerðust lögreglumenn. James Bannon yfirlögregluþjónn hefur þetta um málið að segja: — Ég yrði ekkert hissa þótt ég kæmist að raun um, að flestar tegreglukonurnar lifðu óvenju fjörugu kynllfi. Hugmyndirnar um lög- reglustarfið hafa oft blandazt hugmynd- um um of mikla drykkju, frjálsar ástir og Iþróttaáhuga, sem gengið hefur út i öfgar. Ef kvenlögregluþjónar telja, að kynlif sé hluti af þvi að gegna starfinu eins og vera ber, þá fylgja þær áreiðanlega þeirri skoðun sinni út i ystu æsar. Það sem verð- ur að gera er að breyta hugmyndum manna um lögregluþjóninn og eðli starfs- ins. Vel getur þurft að gera það, en slikar breytingar eiga sér ekki stað á einni nóttu. — Allar breytingar koma eftir lang- an tima, segir Mary Jarrett, 49 ára gömul kona, sem er yfirmaður tæknideildar lög- reglunnar i Detroit. Hún hefur verið lög- reglukona i 22 ár, og er fyrsta konan sem nær foringjatign. — En konur lita öðrum augum á glæpi heldur en menn. Þegar veriöer að rannsaka glæpamál, svo dæmi sé tekið, þá taka konurnar eftir ýmsu varðandi efni og staðsetningu húsgagna, sem karlmaður myndi ekki sjá. Einnig eru konur næmari fyrir tilfinningum hins grunaða, þegar veriö er að yfirheyra hann. Konur þola alls ekki misbeitingu valds, en menn á hinn bóginn snúa bökum saman til þess að verja félaga sina. Kon- urnar i lögreglunni virðast skilja það bet- ur en karlarnir, að þær eru i þjónustu hins opinbera. Að lokum má svo vitna til orða Williams Hart yfirmanns lögreglunnar I Detroit. Hann segir: — Sumar lögreglukonur eru i meðallagi, sumar eru stórkostlegar, enn eru aðrar, sem standast alls ekki þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra — rétt eins ogerum karlmennina. Við þetta bæt- ir Bannon yfirlögregluþjónn: — Tölfræði- lega er eini verulegi mismunurinn sá, að á ákveðnum tima verður að leyfa 10% kvennanna að sinna léttari störfum en endra. nær. Það er þegar þær eiga von á barni. þfb. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.