Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 3
Tísku- sófar Banda- ríkja- manna Alltaf vcröa einhverjar breytmgar i húsgagnatlskunni, þótt þær séu kannski ekki mjög miklar. t>aö nýjasta nýtt i Bandaríkjunum er sessalong endurborinn. En hvaö er sessalong. Þetta er reyndar franska, og ekki skrifað á þennan hátt á frönsk- unni heidur chaise longue. Þetta er nokkurskonar legubekkur meö upp- hækkun i annan endann og baki. . Húsgangahönnuðir i Bandarikj- unum segja, að fólk dreymi alltaf.um, aö geta látiö fara svo dæmalaust vel um sig i húsgögnum. Helzt vill það geta setiö upp i sófunum eöa stólunum, meðfæturna undir sér i hnipri. Þannig er þægilegt að sitja og lesa eða horfa á sjónvarpiö. Til þess að þaö sé hægt verða húsgögnin að vera þægileg. I dag ætlum við að birta þrjár myndir af nýtizkulegum stólum eða sófum, sessalong-um eins og þeir eru kallaöir þarna fyrir vestan. Sá fyrsti er likastur hægindastól, sem hefur verið framlengdur i divan. Þaö hlýtur aö vera aíveg óskaplega þægilegt aö sitja i þessum stól og láta fara vel um sig, t.d. fyrir framan sjón- varpið. Svo eru það tveir hálfsófar, þar sem armana og bakið vantar á sitt hvorn enda. Þeir eru mjög skemmti- legir svona hver á móti öðrum, eins og þeir eru sýndir hér á myndinni. Loks er þriðji sófinn, þar sem fólk situr hvort á móti öðru, þótt i sófa sé. Gaman veröur að sjá, hvort við lslend- ingar eigum eftir að tileinka okkur þessa nýju tizku i húsgögnum. Sófar hér á landi hafa verið meö nokkuð hefðbundnum hættL svo ekki sé meira sagt, i óralangan tima. Einasta breyt- ingin er, að einhver fann upp tveggja sæta sófa i stað þess að hafa tvo arm- stóla með einum stórum sófa. fb 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.