Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 6
Fólk i verzlunarleiöangri i einni af stór- borgum Sovétrikjanna. í rööinni fyrir ut- an verziunarhúsiö biómgast svarta- inarkaðsbrask. Þar eru menn, sem vilja seija fólkinu allt milli himins og jaröar, á meöan þaöbiöur eftir aökomast inn f búö- ina. Ung stúlka hafði eytt öllum mánaðarlaununum sinum i að kaupa gallabuxur með vel- þekktu bandarisku vöru- merki. Hún efaðist alls ekki um, að hún hefði farið rétt að. Áður en langt leið fór brosið að dofna á vörum hennar. Hún þvoði gallabuxurnar, og þær voru heldur ólikar þvi, sem þær höfðu verið fyrir þvottinn. Allt lag var farið af þeim, og þær voru mislitar og ljótar. Gallabuxnaglæpamennirnir höfðu enn einu sinni verið að verki. Samkvæmt fréttum i Isvestija, mál- Gallabuxnasvindl- arar lifa góðu lífi í Sovétríkjunum gagni kommúnistaflokks Sovétrikjanna, var þetta aðeins aðeins eitt af mörgum fórnarlömbum glæpahrings, sem sérhæft hefur sig á að falsa gallabuxnafram- leiöslu bandarísku stórfyrirtækjanna og selja buxurnar á háu verði. Upp komst um glæpahringinn i Odessa fyrir nokkru, og mál hafa verið höfðuð á hendur þeim, sem að honum stóð. Fatafalsarar hafa lifaö góðu lífi undan- farin ár i Sovétrikjunum, vegna þess að Rússar eru æstir i að kaupa sér alls konar vestrænföt, og þó sér í lagi gallabuxur t.d. frá Levis, Lee og Wrangler. Glæpahring- urinn, sem komst upp um i Odessa, er. einn sá stærsti i Sovétrikjunum til þessa, að þvi er sagði i Isvestija. Uppljóstrunin leiddi til þess, að um 60 manns hafa verið handteknir og dæmdir i eins til sex ára fangelsi. Yfirvöldin hafa tekið i sina vörzlu 250 þúsund rúblur og um 400 manns hafa verið kallaðir til þess aö bera vitni i málaferlunum. Fatasvindliö hefur gengið þannig fyrir sig, að menn hafa keypt venjulegar sovézkar galiabuxur. Þær hafa verið saumaðar smávegis til, hér og þar, og sið- an hafa þær verið litaðar. Að lokum hafa verið saumaðir á buxurnar messing- hnappar og framieiðslumerki, sem hafa verið fölsuð. Eftir þetta hefur ekki verið neinum vandkvæðum bundið að finna kaupendur i mannhafinu á markaðsstöðunum i Moskvu og i öðrum stórborgum i Sovét- rikjunum. öruggustu kaupendurnir eru fólk frá úthverfum og nærliggjandi bæj- um. Þaö sér ekki muninn á þessum föls- uðubuxum ogekta framleiðslu vestrænna gallabuxnafyrirtækja. Svo fremi, að vörumerkið Lee, Levis eða Wrangler virðist vera ekta, greiðir fólkið 100 til 200 rúblur (600 til 1500 nýkrónur) fyrir bux- urnar. Mjög algengt er að fólk sem kemur til stórborgarinnar i einhverjum erinda- gjörðum hafi með sér langan pöntunar- lista frá vinum og kunningjum. Svo upp- götvast ekki fyrr en heim er komið, að svik hafa verið i tafli i fatakaupunum, og venjulega kemur það ekki i ljós fyrr en farið er að þvo fötin. Fatafalsararnir hafa lifað góðu lífi og hagnast vel á svindlinu. Eftir að þeir höfðu náð fótfestu á gallabuxnamarkaðin- um fóru þeir að framleiða sitthvað fleira t.d. skyrtur, sem þeir festu á alls konar merki, eins og væru þær komnar að vestan og einnig tóku þeir að selja rússneska kjóla og skó meö smávegis lagfæringum. Næstum virðist ómögulegt að fullnægja eftirspurninni eftir vestrænum fötum i Sovétrikjunum. Og þrátt fyrir það að þessi hringur i Odessa hafi verið tekinn úr umferð er nóg af öðrum svindlurum að störfum. Sovézk yfirvöld hafa reynt að binda endi á svartamarkaðsbraskið með því að hefja framleiðslu á innlendum gallabux- um, en fólk litur þær fyrirlitningaraugum og vill ekkert nema „ekta” gallabuxur. Lee Levis og Wrangler eru merkin sem draga að sér flesta kaupendur. Það er nokkurs konar stöðutákn að eiga buxur með þessum merkjum. Þfb 6 «

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.