Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 7
Betty Hutton er aftur farin aö leika, og nú i söngleiknum Annie, sem sýndur er á Broadway. < ............. viö verður komiö, og þess á milli eldar hún mat handa barnabörnunum sinum. Svo gerðist það einn góðan veðurdag, að siminn hringdi, og hún var spurð að þvi, hvort hún vildi leika i Annie. — Það er bezt að ég fari til Massachusetts og ræöi þetta við „yfir- mann minn’ og svo kem ég hingað aftur og fæ ráðleggingar hjá börnunum. Siðan svara ég, sagði Betty Hutton. Hún vissi, þegar hér var komið sögu að Annie er vinsæll söngleikur, sem sýndur er á Broadway. Hún hélt kannski að verið væri að taka til endursýningar Annie Get Your Gun, sem hún lék aðalhlutverkiö i á sjötta áratugnum, og þá við góðar undir- tektir um allan heim. Nú veit Betty Hutton betur, vegna þess að hún er farin aö leika i Annie á Broadway, en Annie er sýnd i The Alvin Theatre i New York. Þetta er i fyrsta skipti, sem Betty Hutton fær tækifæri til þess að koma fram á Broadway frá þvi um 1965. Þá var hún i Fade Out, Fade In, en aðeins sem vara- skeifa fyrir Carol Burnett i eina einustu viku. Menn spyrja, hvort þetta sé upphafið að nýjum frægðarferli Betty Hutton. Hún hóf feril sinn endur fyrir löngu með þvi aö syngja á ölkrá i Battle Creek, þegar hún var enn á táningaaldri. Siðan var hún ekki lengi að komast á toppinn meðal kvik- myndastjarnanna i Hollywood. — Þetta er alls ekki endurkoma min. Framhald af bls. 15 Betty Hutton leikkona minnist þess meö sorgarsvip, þegar hún var i New York fyrir átta árum. Þá átti hún aö leika i Anything Goes á Broadway, en svo fór, aö verkið var aldrei tekiö til sýningar vegna þess að hún var sjálf svo mikiö veik. Hún gekk fyrir lyfjum, alls lags lyfjum. Nú er hún búin að ná sér fullkomlega eftir þetta áfall. Hún býr i Los Angeles hjá dætrum sinum þremur, eins og viö sögðum reyndar frá hér i Heimilis-Tim- anum i haust. Hún fer I kirkju eins oft og Betly Hulton leikur í söngleik á ný Eru þær eins? Finnið fimm atriði, sem ekki eru eins á myndunum Lausn á bls. 15 % 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.