Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 11
Hún komst heim til sin en augun voru full af tárum og henni gekk illa að koma lyklinum i skrána. Þegar inn var komið fór hún úr bún- ingnum, fór i sturtu og klæddi sig svo i sinn fin- asta kjól. Hún leit mjög vel út, þegar hún var fullklædd. Svo fór hún út á tröppurnar og beið þar eftir bilnum, sem átti að sækja hana. Aður en langt leið renndi stór svartur bill upp að gangstétt- inni og miðaldra bilstjóri kom út og opnaði fyrir hana. Þegar hún var komin inn i bilinn og leit til baka sá hún Steve Jordan koma að hús- inu. Hann horfði undrandi á bilinn um leið og hann ók á brott frá húsinu. Hún hafði ekki tima til þess að hugsa um Jordan lækni, né velta þvi fyrir sér, hvað hann héldi þegar hann sá hana sitja i bil frú Judson. Hún var með allan hug- ann við konuna sem hún var að fara til. Henni leið illa vegna þess, að hún vissi ekki, hvort hún gæti nokkuð gert fyrir hana, þegar þær hittust. Billinn ók um þvera borgina og að heimili frúarinnar. Það var umkringt lágum stein- vegg. Þegar : Andrea kom að dyrunum opnaði þjónn sem vel hefði getað verið tviburabróðir bilstjórans. Hann hneigði sig virðulega og sagði: — Frúin biður eftir yður, ungfrú. Komið þessa leið. Hann gekk á undan henni upp fallegan hring- stiga og nam svo staðar fyrir framan dyr og barði. Það var opnað, og fyrir innan birtist eldri kona, greinilega þjónustustúlka i hreinum og stifpressuðum einkennisbúningi, með organdisvuntu. — Unga stúlkan er komin, Lissa, sagði þjón- inn og hneigði sig fyrir Andreu og gekk svo aftur niður stigann. Þjónustustúlkan opnaði upp á gátt, brosti kurteislega til Andreu og færði sig til hliðar, þegar frú Judson ávarpaði hana úr sófanum, sem hún sat i við opinn gluggann. — Komdu inn fyrir elsku Andrea, sagði hún hlýlega. — Þakka þér fyrir að koma. — Þú ættir að vita, hvers mikil ánægja það er mér, að geta gert eitthvað, sem þú biður mig um frú Judson, svaraði Andrea og tók i hönd frú Judson, sem dró hana niður i stól við hliðina á sófanum, sem hún sjálf hafði setið i. —-Færðu okkur svolitinn tesopa, Lissa, sagði frú Judson, við þjónustustúlkuna, sem játaði þvi, fór út, og lokaði dyrunum varlega á eftir sér. Andrea horfði skelfingu lostin á frú Jodson og á breytinguna, sem orðið hafði á henni. Hún leit illa út, húðin var næstum gegnsæ og augun voru þunglyndislegri heldur en nokkru sinni fyrr. — Aumingja Andrea, bregður þér við að sjá mig? spurði frú Judson vingjarnlega. — Þú veizt þá, hvað er að. — Ég veit, einungis, að þú ert veik. — Og á fyrir höndum uppskurð, sem vel gæti orðið sá siðasti. Frú Judson veifaði hendinni, þegar Andrea ætlaði að reyna að mótmæla orðum hennar. — Nei, nei, Andrea, leyfðu mér að ljúka mér af. Það skiptir reyndar ekki máli hvort þessu er að ljúka eða ekki. Trúðu mér. Ég er búin að sætta mig fullkomlega við það, sem koma skal. — Segðu þetta ekki, frú Jdson. Konan tók fastar um hönd Andreu og horfði á hana bænaraugum. — Gætir þú ekki reynt að kalla mig Eliza- beth? spurði hún. Tár komu i augu Andreu, og titringur fór um varir hennar, þegar hún reyndi að brosa. — Ég gæti það svo sannarlega. Það er eitt af uppáhaldsnöfnum minum. Ég óskaði þess stundum, að systurnar á munaðarleysingja- hælinu hefði skirt mig Elizabeth i staðinn fyrir að skira mig Andreu, viðurkenndi hún. — Þú ert dásamleg stúlka, Andrea, og mér hefur þótt vænna og vænna um þig eftir þvi sem ég hef kynnzt þér betur, sagði frú Judson. — Ég hef oft hugsað sem svo, að hefði ég verið svo lánsöm að eignast dóttur auk litla drengs- ins mins, þá hefði ég helzt viljað, að hún hefði verið eins og þú. Andrea greip andann á lofti. — Mikið er fallegt af þér að segja þetta, svaraði hún. — Þess vegna vil ég, Andrea, að þú verðir einkahjúkrunarkonan min, á meðan ég er á sjúkrahúsinu. Frú Judson sagði þetta um leið og þjónustustúlkan kom inn með teið. — Hún kom þvi fyrir á borðinu, og Andrea gat ekki annað en setið orðlaus og undrandi yfir þvi, sem sagt hafði verið við hana. Þegar þjónustustúlkan var farin, og á meðan frú Judson hellti i bollana stamaði Andrea, — en verður þú ekki hjá dr. McCullers og á sjúkrahúsinu hjá honum. A hann ekki að skera þig upp.? — Jú, auðvitað, sagði frú Judson, og brosti um leið og hún rétti Andreu tebollann. — En frú Judson — ég á við Elizabeth.þú n 4 i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.