Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 15
Lausn á síðustu kross* gátu Hvað er á myndinni? Ef þú dregur linur frá tölunni einn og siöan koll af kolli, þar til þú ert kominn aö 47, þá sérðu, hvaö leynist á þessari mynd. Betty Hutton Framhald af 17. siöu. Enginn veit, hvaö fyrir kann aö koma. Menn veröa aö láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Ég geri allt i þeim tilgangi einum aö sýna guöi lotningu mina, segir Betty sjálf. Betty Hutton var eitt sinn þekkt undir viðurnefnunum „ljóshæröa bomban” eða „ljóshæröa eldingin”. Nú er hún ein þeirra, sem lifaö hafa af erfiðleika lifsins. Hún er bæði heilbrigö og hamingjusöm þessa stundina. Betty er orðin svolitiö kringluleitari en hún var hér áður, og hrukkunum hefur einnig fjölgaö. Augun eru þó enn jafnskær og tindrandi og þau voru I byrjun. Hún gengur um I gallabuxum og peysum, og enn má sjá þá miklu lifsorku og kæti, sem hún var þekktust fyrir fyrrum. Betty Hutton vakti fyrst verulega at- hygli, þegar hún kom fram i söngleiknum The Fleet’s In, en sú mynd var gerö fyrir tæpum 40 árum. Aöur hafði hún sungið m.a. meö Vincent Lopez Band. Hún liföi sannkölluöu stjörnulifi i Holly- wood umvafin auöæfum og frægöarljóma. Slúöurdálkar blaðanna voru alltaf fullir af fréttum af henni. Skuggahliöarnar þessa frægöarferils hafa að geyma fjögur misheppnuö hjóna- bönd, og taugarnar og tilfinningarnar voru „rusli”. í tuttugu ár misnotaði hún i þess orös fyllstu merkingu eiturlyf. Hún segir, aö það hafa verið hægfara sjálfs- moröstilraun. — Ég gleypti allt, sem ég náöi i, segir hún. Þaö skipti ekki máli, hvortum var aö ræða róandi lyf eöa örvandi, segir stjarnan, þegar hún segir okkur frá þvl, hvernig hún byrjaði á lyfjamisnotkuninni. Einu sinni átti hún að koma fram á sýn- ingu I Las Vegas og var svo dæmalaust þreytt og illa upp lögö. Móöir hennar var meö henni og vildi hjálpa henni og gaf henni þess vegna örvandi pillur. Eftir aö hafa tekiö þessar pillur tókst henni aö koma fram á sýningunni og standa sig meö prýöi. Svo fór að hún hélt áfram aö taka pillur fyrir hverja einustu sýningu. Brátt var svo komið, aö hún varö fyrst aö taka eitthvað örvandi og slöan eitthvað til þess að róa taugarnar á eftir. Áriö 1967 fór hjónaband hennar og trommuleikarans Pete Condoli út um þúfur. Eftir það tók að halla undan fæti fyrir henni. Hún reyndi að fremja sjálfs- morö, meö þvi aö gleypa fullt glas af pillum, en henni var bjargað á siðustu stundu. Svona hélt hún áfram fram til árisins 1972, þegar hún var svo illa farin, aö hún gat ekki lengur unnið sin störf. Þá fór hún á afvötnunarstofnun fyrir eiturlyfjasjúkl- inga, og þar hitti hún predikarann Peter Maguier. Hann hjálpaöi henni I nokkurn tima og reyndi aö fá hana til þess aö skipta um skoðun á lifinu og tilverunni og fara að lita hvort tveggja bjartari augum en hún haföi gert siöustu árin. Þegar hér var komið sögu gerðist hún kaþólikki. Staðfestingin á þvi, aö hún heföi snúiö aftur til betri vegar kom um jólaleytiö fyrir ári. Þá náöi hún sambandi viö dætur sinar I Kaliforniu, og nú býr hún hjá einni þeirra. Betty Hutton er mjög ánægö yfir þvl aö hafa fengið hlutverk I Annie, en ætlar aö láta framtiðina skera úr um hvort hún heldur áfram að leika. Henni stendur oröiö á sama um þaö, hvort hún fær hlut- verk eöa ekki. Nú hefur hún fengiö þaö út úr lifinu, sem hún metur mest. Hún fær að vera hjá dætrum sinum og njóta samver- unnar viö barnabörnin. Þfb Eru þær eins? 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.