NT - 26.04.1984, Blaðsíða 1

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 1
Geisla- virk efni á Islandi Liverpool í úrslit ■ Liverpool fagnar sigri gegn Dýnamó Búkarest í Rúmeníu í gærkvöld. Það eru markvörðurinn Bruce Grobbelaar, Craig Johnston og markaskorar- inn mikli, Ian Rush sem sjást hér yfirgefa leikvöllinn í hátíðaskapi. Ian Rush skoraði bæði mörk Liver- pooi í 2-1 sigri, og Liverpool leikur til úrslita gegn AS Roma í Róm í vor í Evrópukeppni bikarhafa. Sjá EM í knattspyrnu á íþróttasíðum, bls. 26-27. Símamynd Polfoto. „Kreditkorta- skatturinn“ nemur 65 ■ ■■■ r New York Helgi vann - æsispenn- andi biðskák hjá Jóhanni ■ Helgi Ólafsson vann Bandaríkjamanninn Edward Rumkin í 23 leikjum í annari umferð skákmótsins í New York í gær. Jóhann Hjartarson tefldi æsispennandi skák við Walter Browne og fór skákin í bið í tvísýnni stöðu þar sem Browne hefur peð yfir. I samtali við NT í gær- kvöldi sagði Helgi Ólafs- son að skák hans hefði verið mjög auðveld enda er Rumkin ekki hár á stigum. Skák Jóhanns hefði hinsvegar verið æsi- spennandi: Browne lenti snemma í vandræðum og síðan í miklu tímahraki, í lokin, sem þó virtist frekar hjálpa honum þar sem Jóhann tefldi þá nokkuð ónákvæmt. Biðstaðan er eins og áður sagði tvísýn en Helgi taldi Brown þó hafa eitthvað meiri mögu- leika. Staðan á mótinu er óljós vegna biðskáka en Lev Alburt er þó með 2 vinn- inga eftir tvær skákir. Með 1 V5 vinning eru síðan þeir Portisch, Adorjan, Lomb- ardy, Bekon ogHelgi. Perlum íslenskrar myndlistar: Bjargað frá eyðileggingu - hafa verið í vanhirðu í húsakynnum háskólans í áratugi. ■ Að minnsta kosti átta mynd- ir eftir marga af fremstu málur- um þjóðarinnar hafa í vetur verið í viðgerð hjá Morkin- skinnu, listaverkaviðgerðar- verkstæði við Hverfisgötu, eftir að þær höfðu verið á flakki um húsakynni háskólans um ára- raðir sumar frá því um 1920, í algjörri vanhirðu. Myndirnar eru nú eign Félagsstofnunar stúdenta, en voru flestar gjafir frá listamönnum sjálfum til stú- denta á sínum tíma. Myndirnar eru eftir Kiarval, Blöndal, Scheving, Asgrím Jónsson, Jóhann Briem, Guð- mund frá Miðdal, og Norðmann að nafni Alfred Harold Urness. Að sögn Ríkharðs Hördal, við- gerðarmanns í Morkinskinnu, voru sumar myndirnar mjög illa farnar. Til dæmis hafði verið skvett yfir þær brennivíni, þær rifnar og yfir eina Þingvallamynd eftir Asgrím Jónsson, hafði ein- hver, sennilega gestur á Garðs- balli, málað nafnið sitt með stórum stöfum í annað hornið að ofan. Talið er að það hafi gerst fyrir að minnsta kosti 40 árum. Talið er að stúdentar hafi fengið í áranna rás mikinn fjölda listaverka að gjöf og að stór hluti þeirra sé horfinn. Til dæmis mun Jóhann Briem hafa verið kostgangari í Matsölu stúdenta um tíma og þá hafa gefið stúdentum einar 20 litlar vatnslitamyndir, sem nú eru all- ar horfnar. Sjá nánar bls. 5. David Kennedy finnst ■ David Kennedy, sonur Ro- berts heitins Kennedy, fannst í gær látinn í hótelherbergi sínu þar sem hann dvaldist á Palm Beach. David hafði lengi átt við mikil vandamál að stríða vegna eiturlyfjaneyslu. Frændi Davids, bandarríski öldungar- deildarþingmaðurinn Edward Kennedy sagði í yfirlýsingu sem hann gaf út í Washington og þetta væru erfiðir tímar fyrir fjölskylduna. Sjá nánar bls. 25. látinn Helga Melsteð sigraði ■ Úrslit í keppninni „The Face Of The 80’s á íslandi voru tilkynnt í ölstofunni á Hótel Sögu í gærkvöldi. Það var Helga Melsteð sem sigraði í þetta sldpt- ið. Lacey Ford, dóttir Ford-hjón- anna sem eiga og reka Ford- fyrirsætufyrirtækið kom hingað til lands til að velja úr 200 þátttakendum í keppninni, og hún tilkynnti úrslitin. Skömmu eftir að úrslitin voru tilkynnt náði NT tali af sigurveg- aranum. Hún verður 17 ára í ágúst og vinnur í versluninni Quadro. Hún var eins og gefur að skilja í sjöunda himni og örlítið utan við sig. - Hvernig líður þér. „Alveg stórvel“. - Bjóstu við þessum úrslitum? „Aldrei“. - Var þetta erfitt? „Ég titraði öll núna. Þetta var mjög stressandi". - Af hverju fóstu úr í þetta? „Allar vinkonur mínar voru að reyna að troða mér í þetta í fyrra. Svo fór ég í þetta núna með þeirra hjálp“. - Býstu við að vinna aðal- keppnina? „Maður gerir sitt besta“. ■ Hér sjást þau Helga Melsteð og Páll Þorsteinsson á því augnabliki þegar sá síðarnefndi tilkynnti að Helga hefði sigrað í Ford-keppninni. NT-mynd Árni Sæberg. Úrslitakeppnin fer fram í Bandaríkjunum í nóvember og er mikill viðburður sem sjón- varpað er um öll Bandaríkin. Reiknað er með að um 50 milljónir manna horfi á keppn- ina í ár, eins og í fyrra. NT óskar Helgu til hamingju með sigurinn og óskar þessari glæsi- legu stúlku velgengni í keppn- inni í októbcr. hærrienleigafyrir verslunarhús- næði - sjá bls. 3

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.