NT - 26.04.1984, Blaðsíða 4

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 4
Myndavél sem s Landhelgisgæslunni kynnt nýtt leitar- og björgunarkerfi ■ „Við erum mjög hrífnir af þessu tæki og teljum, að það geti hjálpað mikið við leit, hvort sem það er að fólki eða öðru, við mismunandi aðstæður.“ Petta sagði Gunnar Berg- steinsson forstjóri Landhelgis- gæslunnar um leitar- og björg- unarkerfi frá fyrirtækinu Bris- tow Helicopters í Bretlandi, sem kynnt var fyrir Landhelgis- gæslunni og fleiri aðilum í gær. Kerfi þetta byggir m.a. á infrarauðri myndavél, sem gerir kleift að stunda björgunarstörf með þyrlum jafnt á nóttu sem degi, hvort sem er yfir sjó eða landi. Auk þess hentar kerfi þetta til margs konar eftirlits- starfa, t.d. má finna með því bilun í raflínum og sprungur í vatnsæðum undir yfirborði, jarðar. Auk þess er hugsanlegt að það megi nota til að leita að fólki í snjóflóðum. Gunnar Bergsteinsson sagði, að það væri mjög æskilegt að Landhelgisgæslan eignaðist leit- arkerfi sem þetta. „Við erum með myrkur í langan tíma allan veturinn, sem gerir það að verkum að oft þarf að bíða morguns, eða birtu, þegar leita þarf að fólki. Ég held, að það liggi Ijóst fyrir, að það geti sparað mannslíf, eða orðið til þess, að við getum orðið að liði fyrr en ella,“ sagði Gunnar Bergsteinsson. ■ L.G. Smith þyrluflugmaður hjá Bristow Helicopters segir frá kostum leitar- og björgunar- kerfisins, sem fyrirtækið hefur hannað. NT-mynd Árni Sæberg Albert og Perón ■ Albert Guðmundsson á ekki sjö dagana sæla í ráð- herrastöðu sinni lengur. í raun og veru á hann mjög erfitt með að halda áfram að vera fjár- málaráðherra. Helstu máttar- stólpar Sjálfstæðisflokksins, Vinnuveitendasambandið og Morgunblaðið, eru búnir að fá sig fullsadda af honum. Auk þess á hann sjálfur æ erfiðara með að laga sig að þefm vinnu- brögðum sem tíðkast hafa í fjármálaráðuneytinu í gegn um tíðina. Spurningin um það hvað Albert gerir verður sífellt áleitnari. Þraukar hann út kjörtímabilið, bíður hann eftir að forsetaembættið losni, eða stofnar hann flokk Perónista („Bertista") í kringum huldu- herinn sinn? Lítum nánar á stöðuna. Kjarasamningur ASÍ og VSI' , sem fól í séraukin ríkisút- gjöld, var gerður meðan Al- bert dvaldi erlendis. Þegar fjármálaráðherra kom heirn lýsti hann hneykslan sinni á því að ríkissjóður væri látinn taka að sér að borga hluta af kauphækkuninni í gegn um tryggingakerfið. Hann sagði að fyrirtækin gætu vel greitt þess- ar launahækkanir sjálf, eftir allt sem ríkisstjórnin er búin að gera fyrir þau. Við þessa yfirlýsingu fór mögnuð reiði- bylgja út um allt taugakerfi Vinnuveitendasambandsins, þó ekki væri það í fyrsta skiptið sem Albert hefur hleypt raf- straumi á þær taugarnar. Síðan þegar hann gerði „réttlætis- samkomulagið“ fræga við Dagsbrún, sem stefndi öllum kjarasamningum í hættu á við- kvæmu augnabliki, fylltist mælirinn alveg. Morgunblaðið, sem hefur átt æ erfiðara með að leyna óánægju sinni með það að Albert lætur ekki að stjórn, setti hörku í málið. Leiðarar og heilu Reykjavíkurbréfin voru lögð undir í reiðilestur- inn. Nú skyldi óþekktarormur- inn tekinn á beinið. Albert lét sér fátt um finnast og sagði, glottandi, að Mogginn lygi aldrei! Albert hefur ákveðnar hug- myndir um það hvernig á að stjórna. Ekki eru allir á sama máli og þess vegna hefur hann ■lent í fleiri árekstrum en al- gengt er um ráðherra. Með yfirlýsingum sínum í fjölmiðl- um hefur hann oftlega flett samráðherra sína og embættis- menn klæðunum og komið aft- an að þeim. Auk þess hefur hann gert sjálfum sér erfitt með opinberunum um ófrá- víkjanleg prinsíp sín og með hótunum um afsögn. Honum hefur svo í seinni tíð gengið sífellt verr að halda þessi prins- íp sín. Launaramminn frægi sprakk, skattar hafa hækkað og erlendar lántökur aukist. Þegar stóru götin í fjárlög- unum fara ítrekað að rifna upp aftur munu fleiri prinsíp og loforð fjúka með viðeigandi hneisu. Morgunblaðið og VSÍ munu króa hann meira og meira af. Vistin verður því óbærilegri með hverjum degi. Sjálfstæð- isflokkurinn er ekki sá flokkur frjálslyndis, víðra veggja og einstaklingsfrelsis sem Albert, og fleiri, héldu. En hvað gerir Albert þá? Þraukar hann áfram í ráðu- neytinu? Albert er þrautseigur en ólíklegt er að hann sjái ástæðu til að streða áfram þegar fleiri og fleiri prinsíp þurfa að fara fyrir lítið. (Yfir- lýsingin fræga, „Hefurðu nokkurn tímann vitað mig ekki standa við orð mín“, lifir áfram). Bíður hann þá eftir að frú Vigdís fari frá Bessastöðum? Meðan óvíst var um framboð hennar fyrir annað kjörtímabil var Albert í biðstöðu og lokaði ekki fyrir möguleikann á for- setaframboði. Nú er útséð með það og hið pólitíska nef Al- berts segir honum að Vigdís forseti verður endurkjörin. Hann reynir því ekki í sumar. Bið í fjögur ár kemur til greina, en hver veit nema Vigdís fari svo fram í þriðja. skiptið. Þá væri illt í efni því átta ár eru of langur tími fyrir foringja að bíða eftir vegsemd sinni - og það í pólitískum ólgusjó. Líkurnar á því að Albert leiki einleik fara því vaxandi - og hann gæti skorað! Menn deila ekki um það að Albert hefur foringjayfirbragð sem sker sig úr. Hér nægir að nefna hreppstjóraístruna, Castró- vindilinn og generálsfestuna. í raun er mjög margt líkt með Albert og Perón þeim argentínska sem safnaði um sig fjöldahreyfingu fyrr á árum. Báðir eru sterkir ein- staklingar sem hafa tekið sér vald. Báðir eru af alþýðufólki komnir. Perón vann sig upp í gegnum hörkuheim hersins en Albert í gegnum frumskóg fót- boltans. Báðir geta höfðað til fjöldans, og ekki hvað síst til verkamanna. Perón hafði hina þýðingarmiklu kjötverkamenn með sér í Argentínu og færði liann þeim ríflegar kauphækk- anir að launum fyrir stuðning- inn í byltingunni 1945, eftir að Perón hafði verið rekinn úr ríkisstjórninni. Albert hefur Dagsbrúnarmenn með sér og á nú inni hjá þeim eftir réttlæt- issamkomulagið á dögunum. Báðir hafa þeir foringjarnir skilið að borga þarf fólkinu fyrir slíkan stuðning. Auk kauphækkana setti Perón á fót fræga félagsmálastofnun undir stjórn konu sinnar, Evitu. Al- bert hefur iengi rekið eigin óformlega félagsmálastofnun. Hann hefur veitt lítilmagnan- um hjálp með fyrirgreiðslu ýmis konar hjá hinu opinbera og í bönkunum. Auk þess hefur hann stutt við bakið á duglegum framtaksmönnum, fellt niður opinber gjöld af tívolísirkus í Reykjavík og inn- fluttum döðlum. Frægt varð þegar liann létti mönnum þunga skammdegisins með því að fella niður vörugjaldið af músikdiskum og dægur- lögum fyrir jólin síðustu. Því miður var orðið heldur grunnt í ríkiskassanum þá, þannig að hann varð að neita bókaútgef- endum um sama greiðann í það skiptið. Albert og Perón, líkingin er sterk. Spurningin er því bara hvenær hulduher Bertista verður að opinberri fjölda- hreyfingu? Skuggi Guðjón Einars- son er sextugur ídag ■ Guðjón Einarsson er 60 ára í dag. Hann er einn af elstu starfsmönnum Tím- ans. Hann var lengst- um yfirmaður ljósmynda- deildar blaðsins en hefur nú tekið við störfum skrif- stofustjóra ritstjórnar NT. Samstarfsmenn Guðjóns fyrir og eftir nafnbreytingu Tímans í NT senda honum hugheilar hamingjuóskir á afmælisdaginn og óska hon- um veifarnaðar á þessum tímamótum. Útgerðarskuldirnar: Skuldbreyting undirbúin í bankakerfinu ■ Fyrr í þessum mánuði skip- aði sjávarútvegsráðherra nefnd sem í eiga sæti fulltrúar stærstu viðskiptabankanna og sjávarút- vegsráðuneytisins. Hún á að hafa með höndum samræmingu á skuldbreytingu útgerðar- skulda í bankakerfinu. Nefndin kom saman til fyrsta fundar í gær, en formaður hennar er Bjarni Bragi Jónsson, Seðla- bankanum. Bjarni sagði að menn væru rétt að byrja að þreifa fyrir sér með einhverjar reglur sem hægt yrði að styðjast við þegar til skuldbreytingarinn- ar í bankakerfinu kæmi. Ætlun- in væri að reyna að lengja lán þeirra sem til þess væru taldir hæfir. Hann sagði ekki hægt að gera sér grein fyrir því, að svo komnu máli, hve stórum hluta útgerðaskulda í bankakerfinu yrði hægt að skuldbreyta. Það skýrðist tæpast fyrr en liði fram á sumar. Hins vegar mætti búast við að reynt yrði að ljúka þessu starfi fyrir ágústlok eða á svip- uðum tíma og stefnt er að því að Ijúka skuldbreytingu stofn- lána hjá fjárfestingalánasjóðun- Lánskjaravísitalan:| Hækkar um 1.6% ■ Lánskjaravísitalan fyrir maímánuð verður 879 stig samkvæmt út- reikningum Seðlabank- ans. Gildandi lánskjara- vísitala aprílmánaðar er 865 stig, svo hækkunin milli mánaða er 1.62% að þessu sinni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.