NT - 26.04.1984, Blaðsíða 5

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 5
„Nikotínhúðin var Fimmtudagur 26. apríl 1984 ■ Ríkharður er langt kominn með að gera við myndina Hríng- ur Kóngsson sem Jóhann Bríem málaði fyrir hálfri öld, eða 1934 og gaf stúdentum við HÍ. NT-mynd Arni Sæberg. marair mill segir Ríkharður Hördal, sem gerði við mynd- irnar, sem lágu undir skemmd- um í háskólan- henni var dottið upp úr með- fram sprungunum. Svo var mik- ið far eftir blindrammann, sem í sjálfu sér er ekki óeðlilegt miðað við'aldur myndarinnar. En verst af öllu, þótti mér, að einhver hafði krotað nafn sitt með stórum stöfum á myndina og það var sennilega fyrir 40-50 árum því maðurinn er nú kom- inn yfir sjötugt". Ásgrímsmyndin var þó ekki verst farin af þeim sem voru þarna vesturfrá. Sú eftir Guð- mund frá Miðdal var ennþá ver útleikin. í>að var líka sérstak- lega erfitt að gera við hana vegna þess að það var önnur mynd undir þannig að hún var í raun og veru tvöföld. Kjarvals- myndin var mjög skítug og það vantaði mikið á að allt sem á henni er hafi sést, til dæmis voru menn í bakgrunninum sem alls ekki var hægt að greina. Sömu sögu má segja um Síldarstúlk- una eftir Blöndal, það sást ekki nema hluti af henni“, sagði Ríkharður. - Er mikil vinna að gera við svona útleiknar myndir? „Já, það er óhætt að segja það. Ég er til dæmis með eina eftir Jón Stefánsson núna sem þarnast mikillar viðgerðar. Það tekur þrjá daga að hreinsa hana, síðan þarf að límbera hana og þurrka yfir nótt. Þar á eftir fer hún á hitaborð og þarf að vera þar í svona fjóra fimm tíma. Svo þarf ég að strekkja léreftir upp á blindramma, líma á það pappír og loks þarf myndin aftur á hitaborð. Þetta allt tekur svona 10 daga og ég er yfirleitt með fleiri en eina í takinu mynd í einu“. - Er mikið um skítugar og illa farnar myndir hér á landi? „Alveg gríðarlega. Meira að segja í bönkunum og á einstaka listasöfnum eru svo skítugar myndir að það sést ekki nema brot af þeim. Skíturinn safnast á smátt og smátt og fólk gerir sér bara ekki grein fyrir þessu - heldur bara að myndirnar séu svona. Svo eru einstaka safnar- ar, sérstaklega úti á landi sem þyrftu að láta hreinsa myndirnar sínar að ógleymdum kirkjun- um, en í þeim sumurn er hræði- legt að sjá hvað lítið er hirt um málverk. En ég veit ekki um aðrar myndir en þær á Garði sem búið er að hella yfir brenni- víni, krota ofan í rífa og svo framvegis. Að ekki sé talað um nikótínhúðina sem á þeim var, hún var margir millimetrar að þykkt á þeim sumum", sagði Ríkharður. um og eru mill- jóna virði ■ „Vissulega fáum við oft skítugar og illa farnar myndir hingað á verkstæðið, einstaka hafa meira að segja fundist samankuðlaðar í rusíakompum og skúmaskotum. En ég held að það sé alveg einsdæmi að mál- verk af þessu tagi hafi verið skemmd viljandi. Enda var Garður ekki hepilegur geymslu- staður fyrir listaverk - hann var hálfgerð félagsmiðstöð þar sem fram fóru villtir dansleikir sem voru á sínum tíma frægir um allan bæ“, sagði Ríkharður Hördal viðgerðarmaður í Mor- kinskinnu, en hann hefur haft veg og vanda af því að gera við listaverkin fyrir Félagsstofnun stúdenta, í samtali við NT. „Ég get nefnt Þingvallamynd Ásgríms sem dæmi, en hún er sennilega frá árunum á milli 1920 og 1930. Hún var rosalega skítug, á henni voru tvö göt, annað eftir listamanninn sjálfan sem hann hafði ekki séð ástæðu til að gera við, en hitt, sem var stærra, sennilega eftir góðglað- an gest á Garðsballi. Málningin 'var víða sprungin og mikið af ■ Myndin sem þeir Ríkharður og Hilmar Einarsson, samstarfsmaður hans i Morkinskinnu, hafa á milli sín er eftir Gunnlaug Scheving. Hún var gefinn Garði árið 1938 af 25 ára stúdentum. Morkinskinna tryggði hana fyrir 300 þúsund krónur. NT-mynd Árni Sæberg. „Það er búið að bjóða morðfjár í þessar myndir“ ■ „Þetta eru óskaplega fallegar myndir og það er búið að bjóða í þær morðfjár, til dæmis bauð einn 450 þúsund krónur fyrir Kjarvals- myndina," sagði Stefanía Harðar- dóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, þegar NT forvitnaðist um nokkur fágæt lista- verk eftir ekki ómerkari málara en Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunn- laug Blöndal, Jóhann Briem Gunn- laug Scheving og fleirí sem hangið hafa á veggjum Gamla- og Nýja Garðs um áraraðir án þess að nokur hafl hirt um þær. „Þessar myndir eru yfirleitt gjafir listamannanna sjálfra til stúdenta og þær hafa hangið á veggjunum í gegnum árin án þess að fólki hafi í rauninni gert sér grein fyrir hverjar perlur þær eru þó að það hafi kannski vitað að einhverjar þeirra að minnsta kosti hafi verið eftir þessa gömlu meistara. Það var svo fyrir nokkrum árum að farið var að gera við húsakynnin hérna á Görð- unum og þá sáum við að einstaka myndir voru komnar undir steypu ryk og ýmislegt drasl í kringum viðgerðirnar. Við tókum okkur til og söfnuðum þeim saman og kom- um fyrir á öruggum stað. Svo var það fyrst nú í vetur að við tókum þær fram og létum gera við þær. Þá fyrst gerðum við okkur fyllilega grein fyrir hvað mikil verðmæti voru á ferðinni", sagði Stefanía. Hún sagðist ennfremur hafa heyrt að fyrir nokkurum árum hefðu myndirnar verið mun fleiri. Einhver hefði talað um. að Jóhann Briem, sem í heilt ár var kostgangari í matsölu stúdenta, hefði gefið stúd- entum 20 myndir, en nú væri aðeins ein þeirra eftir. Hinar vissu enginn um. Hún sagði að þegar Bretarnir hefðu verið með bækistöðvar sínar í Gamla - Garði á stríðsárunum hefði myndunum, sem þar voru verið komið fyrir úti í bæ, og sennilega hefði eitthvað af þeim horfið þá. - Hverjum ber að halda utan um þessi verðmæti? „Við sem rekum þetta núna hygg- jumst gera það betur en gert hefur verið hingað til að minnsta kosti. Við höfum hengt þær upp inni á skrifstofunum hjá okkur þannig að þær ættu ekki að hverfa úr greipum okkar“, sagði Stefanía. Þegar NT spurðist fyrir um þetta mál hjá háskólarektor, Guðmundi Magnússyni, sagðist aðeins hafa heyrt á það minnst. Hann sagði að talið væri að þessar myndir væru eign stúdenta og þess vegna tíeyrðu þær ekki til Listaverkasafni Háskól- ans, heldur Félagsstofnun stúdenta, sem væri sjálfseignarstofnun. Björn Th. Björnsson, listfræð- ingur, sagðist í samtali við blaðið lítillega hafa kynnt sér þessar mynd- ir og að vissulega væru sumar þeirra mjög góðar. Hann sagði að nú væru nemendur hans í háskólanum að gera skrá yfir þær og kanna með hverjum hætti þær hefðu borist skólanum en það gengi því miður ekki alltof vel í öllum tilfellum að fá upplýsingar um það. Ljósritunarvélin sem beðið hefur verið eftir Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndvals og eitt framköllunarefni - duft. Verð innifelur myndvals fyrir tugþúsundir eintaka. ÍBÉjl P AÐEINS EITT | FRAMKÖLLUNAR- EFNI Kr. 66.600.- KJARAIXI ARMULI 22 - RHYKJAVÍK - SlMI 83022

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.