NT - 26.04.1984, Blaðsíða 7

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 7
Nefnd skipuð um f ramleiðslustefnu í landinu Fækkar bændum enn í landinu ■ „Það er alveg augljóst að til þess að halda þeirri tölu bænda sem nú er í landinu þá þarf fjölbreytt- ari framleiðslu en er fyrir hendi,“ sagði Ingi Tryggva- son, formaður Stétta- samb. bænda og einn nefiid- armanna í nýskipaðri nefnd landbúnaðarráðu- neytis sem ætlað er að meta þörf fyrir landbúnað- arafurðir. í erindisbréfi nefndarinnar segir meðal annars að hlutverk hennar sé að meta hvert sé æski- legt magn afurða á mark- aðinum og stuðla að því að aukið jafnvægi náist á mörkuðum með fram- leiðslustjórnun sem hæfi innlendri markaðsþörf. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að til þess að tryggja verð fyrir þá fram- leiðslu sem framleidd er þá geti þurft að draga enn úr kindakjötsframleiðslu og koma í veg fyrir að mjólkurframleiðsla auk- ist. Svipuðum tökum verð- ur að taka aðrar búgreinar eins og tilefni gefst og nauðsyn krefur,“ sagði Ingi Tryggvason aðspurð- ur um þann-vanda sem nefndin mun glíma við. Bændum í landinu mun þá enn fækka? „Það fer náttúrlega eftir því hvort það tekst að finna ný atvinnutækifæri fyrir bændur. Til dæmis gefa loðdýrarækt og fiski- rækt áreiðanlega mikla möguleika og margt fleira mætti telja sem getur gert fólki kleift að halda áfram við búskap.“ - Má búast við að sauð- fé fækki þá enn og tak- markanir verði settar á aðra kjötframleiðslu? „Já, ég geri fastlega ráð fyrir að það þurfi enn að fækka sauðfé eitthvað og það má alveg búast við því að einhverjar skorður verði settar við annarri kjötframleiðslu. Það er náttúrlega eðlilegt að ef það er verið að stjórna framleiðslu á kjöti, þá sé það ekki bara á einstökum kjötafurðum. Markmiðið hlýtur að vera að aðlaga framleiðsluna í heild að þeim markaði sem fyrir hendi er.” - Nefndarskipan sem þessi, þjónar hún hags- munum bænda? „Já, það skiptir bændur náttúrlega miklu máli að þeir búi við sæmilegt ör- yggi um markað fyrir sína framleiðslu og það er alls ekki hægt að segja að þeir geri það í dag. Það eru horfur á að á þessu ári þurfi að skerða verð á mjólk vegna mikillar framleiðslu og það sama getur orðið um dilkakjöt- ið. Óvissa ríkir um inn- lenda markaðinn og er- lendu markaðirnir hafa verið mjög erfiðir að undanförnu þannig að eins og er búa bændur ekki við það öryggi um verð sem þeir þurfa til þess að þeim megi vel farnast." í umræddri nefnd sitja sjö menn og er Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytis- stjóri formaður. Þrír nefndarmanna eru til- nefndir af Búnaðarfélagi íslands, allt bændur og þrír af Stéttasambandi bænda, tveir bændur og Ingi Tryggvason formaður sambandsins. ■ Skipverjinn af skuttogaranum Framnesi fluttur á Borgarspítalann. NT-mynd Sverrir. Varnarliðið: Þrjú þyrluútköll ■ Þyrla frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli lenti við Borgarspítalann kl. Ríkisspítalarnir semjaviðBæjarleiðir: Spara 1.5 miiljónir kr. árlega ■ Ríkisspítalarnir og leigubílastöðin Bæjarleið- ir hafa undirritað samning um leigubílaakstur til eins árs. Samningurinn kveður á um að Ríkisspítalar skipta nú eingöngu við Bæjarleiðir um fólksflutn- inga með leigubílum. Hér er aðallega um að ræða samningsbundinn akstur á starfsfólki vegna útkalla og vinnu utan áætlunar- tíma strætisvagna, og einnig flutning á sjúkl- ingum milli stofnana. Ríkisspítalar reikna með að sparnaður af samningnum verði um 1- 1.5 millj. króna á þessu ári. 15.30 á "þriðjudag með sovéska sjómanninn sem fékk heilahimnubólgu, þegar skip hans var statt um 240 sjómílur SV af Reykjanesi. Tilraun til að sækja hann í þyrlu á mánu- dag mistókust vegna þoku á miðunum. Maðurinn var þá fluttur um borð í sovéskan verksmiðjutog,- ara sem sigidi í átt til lands og var togarinn staddur um 60 sjiómflur SV af Reykja- nesi þegar þyrlan gerði aðra tilraun í gær til að sækja sjómanninn. Sú til- raun tókst þrátt fyrir að skyggni við togarann væri slæmt. Þetta var þriðja útkall björgunarsveitar Varnar- liðsins um páskana. Það fýrsta var að kvöldi síðasta vetrardags þegar Slysa- varnarfélágið var beðið að útvega þyrlu til að sækja pilt sem hafði fengið bráða botnlangabólgu nálægt Hveravöllum þar sem hann var í hópi 20 skáta í gönguferð á skíðum suður Kjöl. Þyrla fór í loftið um kvöldið en varð að snúa við vegna hríðar við Hvera- velli. Þá var ákveðið að bíða með aðgerðir en þyrl- an fór aftur í loftið kl. 4.30 um nóttina þrátt fyrir slæmt veðurútlit. Ferðin gekk síðan vel og var drengurinn kominn á Landakotsspítala kl. 7.30 þar sem hann var skorinn upp. Föstudaginn langa var SVFÍ beðið að útvega þyrlu til að sækja mann sem hafði fengið hjartaá- fall um borð í togaranum Framnesi sem var að veið- um um 60-70 mílur vestur af Látrabjargi. Þyrla frá Varnarliðinu fór í loftið kl. 16.00 og gekk vel að ná manninum um borð. Á leiðinni heim kom fram bilun í tækjum þeim sem notuð eru til að taka elds- neyti á flugi þannig að þyrlan sneri við til ísa- fjarðar til að taka elds- neyti þar. áður en þangað kom komust tækin í lag svo þyrlan gat tekið elds- neyti úr eldsneytisvélinni. Þyrlan lenti síðan við Borgarspítalann kl. 20.15. I Kaupmannahof n tengjast Flugleíðir alþjóðlegu flugkerfi SAS lOsinnumiviku! STO OSL GOT Ki|D|/ IMIVIV SVG HEL TYO ccu bey BGW AMM TLV UAK NBO JNB IST MUC 7DU míÍx^TI ■ DUS GVA ABZ AMS ZAC BEG MAD LIS BCN NCE VXO JKC BGO KRS CHI LAX NYC RIO MUD SFJ JED CDA i IvM STR LON GLA DUB MOW PAR ROM MIL Getraun Hér að ofan getur aö llta skammstafanir viökomustaða I alþjóðaflugl SAS. Leystu að minnsta kosti 10 skammstafanir og sendu okkur fyrir 20. apríl nk„ merkt „Getraun FL/SAS, Reykj- avikurflugvelli, 101 Reykjavik. Dregið verður úr réttum lausnum, en sá heppni hlýtur Kaup- mannahafnarferð fyrir tvo að launum! Nýar lelðlr fyrir landkönnuðl nútfmans. SAS flýgur til borga um allan heim frá Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn. Hér að ofan eru alþjóðlegar skammstafanir á nöfnum þessara borga. Nú geta farþegar Flugleiða notfært sér þjónustu SAS, vegna sérstaks samkomulags félaganna. Hvert sem þú ætlar að fara, til Evrópu, Afrlku, Aslu eða Ameríku, skaltu láta SAS og Flugleiöir koma þér á áfangastað. FLUGLEIDIR S Gott fótk hjá traustu félagi M. Airline of the year'

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.