NT - 26.04.1984, Blaðsíða 8

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 8
í\\ Fimmtudagur 26. apríl 1984 8 LlL Lesendur haffa orðið Til . lesenaa 1 r-rSrBS lesendum, sem p hr;nqia mn. sel,d? sk”"e*4„ í þessum lyrsta MegrThl og símhringingar eS"n"dnb;efNT, sem ^- Sn^g-^nNT, pfni eða skrrfa: Kitsij«' Lesendabréf, Sí»»mnla 15, Reykjavík. - •: ' ■ ' ' ' ' ,. ♦ «■' í !'T't*': .*'! Z*> H i ÚSmk L ' - ■ Lesandi NT hringdi og kvartaði undan ósanngjarnri gangrýni blaðsins á páskaleikriti sjónvarpsins, Matreiðslunáinskeiðið, eftir Kjartan Ragnarsson. A þessari mynd sjáum við þá Guðmund Pálsson og Val Gíslason í hlutverkum tveggja nemenda á námskeiði Ekki að spyrja að því með þessa listspekinga ■ Kona hringdi: Ég var að lesa nýja blaðið ykkar og vil bara benda ykkur á að þessi gagnrýni á páskaleikrit sjónvarpsins sem birtist á þriðjudaginn var til háborinnar skammar. Öllum sem ég hef talað við þótti leikritið gott og skemmtilegt en það er ekki að spyrja að því með þessa list- spekinga, hvort sem er á útvarp- inu eða blöðunum, í þeirra augum er allt ómögulegt. Eftir því sem er sagt í þessu blaði ykkar er bókstaflega ekk- ert bitastætt í leikritinu en allir sem ég hef talað við, svona venjulegt fólk eins og ég þótti gaman af því. Ef það hefði verið rússneskt, kínverskt eða jap- anskt þá hefði þótt einhver ógurleg list í því. páskaleikritið var gott á Suðurnesjum Sammála umsögninni Tuttugu ára farbann úr landi fyrir að flytja fíkniefni inn! ■ Helgi Hannesson skrifar: Lengstum þóttu sauðaþjófar vera einhverjir fyrirlitlegustu brotamenn hér á landi. í samræmi við það voru refsing- ar löngum lagðar á þá - Þeir voru hengdir á hreppaþingum eða hýddir og brennimerktir fram á 18. öld. - Síðar þrælkaðir á Brimarhólmi, sumir æfi- langt aðrir mörg ár, langt fram á 19. öld, oft fyrir eina eða fáar kindur, sem menn í hungursneyð stálu sér til bjargar. Nú sést sauðaþjófa sjaldan getið. En í þeirra stað eru komnir aðrir stórum stærri brotamenn. Stundum líður varla vika, svo að eigi berist fréttir um smygl í stærri og minni stíl. Þótt smyglarar séu upp til hópa, verstu skálkar þjóðfélagsins, hefur þeim fæstum lærst að skilja, að þeir séu glæpamenn - og ekki heldur lært, að skammast sín. Og mikill fjöldi fólks sýnist sama sinnis. Það er ömurleg íslensk staðreynd, að almenningur hér á landi hefur lengi litið á smygl, sem lítinn glæp eða engan - og á smyglara ekki eins og ótínda afbrotamenn - Heldur fremur sem dálítið óprúttnar, hugrakkar gróðabrallshetjur. Það er kunnugt að þeir eru margir, sem hafa beðið frændur sína, að smygla inn ýmsu smávegis fyrir sig. En hvað skyldu þeir vera margir sem samviskan hefur angr- að af þeim sökum? Mörgum verður að list það sem þeir leika -. Það þykir víst að sumir sjómenn, þeir sem sigla milli landa, stundi smygl af list og íþrótt - og hafi af því miklar tekjur. Þótt fyrir komi að tollvörðum takist, að handsama talsvert af smyglvarningi, geta slyngir menn verið fljótir að bæta sér það tjón aftur. Þá munu þeir og æði margir ferðamenn og landafjandar, sem koma til landsins fíkniefnum - og tekst það oftar en ekki. Samkvæmt eðli afbrota sinna eru smyglarar vorra daga drjúgum verri •óþokkar en rummungs sauðaþjófar fyrri tíma. Það þarf fyrir alla muni, að taka þá úr umferð hvenær sem til þeirra næst - Ekki með því að loka þá inni við veislukost á Litla-Hrauni - og leyfa þeim svo að hefja að nýju sína fyrri klæki - Sú hofmennska er of kostnaðar- söm fyrir þjóðfélagið. Menn smygla yfirleitt engu til ís- lands án þess að fara utan og sækja það. Það á að refsa smyglurunum, með algjöru farbanni út úr landhelgi í 10 - 20 ár - og æfilangt ef sakir eru stórar - Og kaupmann, sem verður sannur að smýglsök, á skilyrðislaust að svifta rétti sínum til að starfa við verslun! Ég legg til, að 10 - 20 ára farbann úr landi sé lagt á hvern þrjót, sem verður uppvís að smygli! Ef ég mætti benda á eitthvað sem sérstaklega ætti að fjalla um í blaðinu þá er það húsnæðisvand- ræði ungs fólks. Þrátt fyrir að þetta sé flestum kunnugt þá er eins og ekkert sé fjallað um þetta og frjáls- lynt félagshyggjublað eins og NT ætti að taka þetta málefni upp á arma sína og vekja duglega athygli á því. Styður blaðið t.d. Búseta? Það væri gaman að fá svar við því. Að lokum vil ég óska nýja blaðinu alls góðs. ■ Tryggur skrifar: Mikið var ég hjartanlega sammála umsögn ykkar um sjónvarpsleikritið, sem var sýnt á 2. í páskurn. Mér hefur sjaldan leiðst jafn mikið á jafn stuttum tíma og svo er einnig um flesta, sem ég hef talað við. Ég held, að það sé kom- inn tími til að sjónvarpið fái svolitla samkeppni. Stöð, sem þarf að keppa við aðrar, hefði aldrei sýnt svona nokkuð. Ekki nema takmark hennar væri að fæla áhorfendur frá. Að lokum langar mig til að óska ykkur til hamingju með nýja blaðið. Byrjunin lofar góðu. Styður NT Búseta? ■ Ég vil óska aðstandend- um NT til hamingju með nýja blaðið. Það er fallegt og líflegt, og ég vil óska því alls góðs í samkeppninni við risana tvo, DV og Moggann. Það er löngu kominn tími til að veldi þessara íhaldsblaða verði ógnað. Það hefur lengi stefnt í að skoðanamyndun í landinu verði einokuð af forstokkuðu íhaldi, eða þá einstrengingslegum flokks- sjónarmiðum Þjóðviljans. Það er ýmislegt ánægju- legt í ritstjórnarstefnu NT, eins og að það skuli taka upp hanskann fyrir friðar- hreyfinguna. Úttektir eins og sú sem birtist í blaðinu á þriðjudaginn um fermingar- nar eru mjög þarflegar og nýjung í íslenskum dag- blöðum. Ég vona bara að blaðið fari ekki út í að fylla sig af auglýsingum þannig að lesefnið verði nánast aðeins á útsíðum og síðan inn á mílli auglýsinga. Mér fannst brydda á því í fyrsta blaðinu. ■ Helgi vill að fíkniefnni.mflytjendur fái heldur betur að fínna til þess.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.