NT - 26.04.1984, Blaðsíða 9

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 9
Söluskattur á þjónustu lögmanna, endurskoð- enda og tannlækna ■ Kópavogsbúi skrifar Það voru ánægjuleg tíðindi sem ég las í NT í gær að nú hyggðust stjórnvöld leggja söluskatt á þjónustu lögmanna, endurskoð- enda og tannlækna. Ég er sannfærður um að þarna er komin réttlát leið til að fylla upp í fjárlagagatið hans Alberts - þessar stéttir eiga fjármuni aflögu, að minnsta kosti ef dæma má af eignum þeirra og umsvifum. Ég er þegar farin að hlakka til þess að neita mínum tannlækni þegar hann biður mig um að taka þátt í svindli með sér með því að sleppa við að taka kvittun og fá afslátt í staðinn. Við sem þjónustu þessara manna þiggjum verðum öll sem eitt að standa vörð um að þeir standi í skilum. Ég hef aldrei verið talsmaður algörs jafnréttis í launamálum. En mér finnst taxtar þessara umræddu stétta vera langt umfram það sem getur talist sæmandi. ■ Hafa forsvarsmenn NT gengið sænsku mafíunni á vald? Sænska mafían búin að leggja undir sig NT? ■ Ágæti Nútími. Reglulega þótti mér gaman að fá í hendurnar fyrsta blað Nýja Tímans í gær. Petta er allt annað líf heldur en áður var, komnar erlendar fréttir og fjöldamargar síður af íþróttum. Það veldur þó vissum heilabrotum að haus blaðsins skuli vera hafður í sænsku fánalitunum. Er hér um að ræða almenna aðdáun á norrænni samvinnu (má þá kannski eiga von á dönsku fánalitun- um framan á helgarblaðinu?) eða er ef til vill bara verið að vekja athygli á sænsku tennishetjunum Mats Wilander og Henrik Sundström, sem sagt var frá á baksíðunni. Það getur þó aldrei verið að sænska mafían sé búin að leggja undir sig blaðið og það sé orðið málgagn sócíaldemókratismans. Eitt er það þó sem mér finnst sárlega vanta til að NT geti virkilega kallast blað með blöðum, - og það er lesendadálkur, þar sem almenningur úti í bæ getur viðrað skoðanir sínar á mönnum og málefnum og síðast en ekki síst NT sjálfum. Auðvitað þyrfti að fá einhvern góðan og vanan mann til að sjá um slíkan dálk. En fyrst NT gat náð til sín Gunnari Kvaran frá útvarpinu og Helga Ólafssyni frá Þjóðviljanum þá ætti honum ekki að verða skotaskuld úr því að tæla Velvakanda frá Morgunblaðinu. Kær kveðja. Nútíma lesandi. Fimmtudagur 26. apríl 1984 9 LöflÆpf kynnt á 21 stað HŒEK dagana 27. - 30. apríl Suður- og Austurland föstudagur 27. apríl v/ Söluskálann Vík kl. 12 - 14 Iaugardagur28. apríl v/ Hótelið á Höfn Hornafirði kl. 10 ■ 12 Djúpivogur síðdegis Breiðdalsvík síðdegis Stöðvarfjörður síðdegis Fáskrúðsfjörður síðdegis sunnudagur 29. apríl Norðfjörður 10-12 Eskifjörður 14-15 Reyðarfjörður 16-18 mánudagur 30. apríl Seyðisfjörður 10-12 Egilsstaðir 16-20 Norðurland föstudagur 27. apríl Blönduós kl. 16 - 20 laugardagur 28. apríl Sauðárkrókur kl. 14 - 16 sunnudagur 29. apríl Akureyri kl. 10 - 16 mánudagur 30. apríl Húsavík kl. 16 - 20 Vesturland laugardagur 28.apríl Borgarnes kl. 13 - 15 sunnudagur 29. apríl Búðardalur kl. 10 - 12 Stykkishólmur kl. 15 - 17 mánudagur 30. apríl Grundarfjörður Ólafsvík Hellissandur Komið, skoðið og reynsluakið hinum frábæra Lada LUX sem þegar nýtur mikilla vinsælda á íslandi. ★ Munið að varahlutaþjónustan okkar er í sérflokki. Ath. LADA var mest seldi bíllinn á fyrsta ársfjórðungi 1984. Verö viö birtingu auglýsingar 213.000,- Lán 6 mán 107.000,- Þér greiöið 106.600,- Verðlisti yfir Lada-bifreiöar fyrir handhafa örorkuleyfa: Lada 1200 Kr. 106.600 Lada 1200 station kr. 113.600 Lada 1500 station kr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canada kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600 Sífelld þjónusta Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeiid sími 31236

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.