NT - 26.04.1984, Blaðsíða 10

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 10
 1 w Fimmtudagur 26. apríl 1984 10 lil IX/lin Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri Fæddur 26. aprfl 1911 Dáinn 12. aprfl 1984 Ekki var það hversdagslegt á kreppuárunum, að íslenskir sveitapiltar sigldu til að læra við Edinborgarháskóla. Ekkert var hersdagslegt við feril norð- lenska piltsins Halldórs Pálsson- ar frá Guðlaugsstöðum. Hann fór hispurslaust fram úr þeim heimamönnum og öðrum sem hann nam með og linntf ekki fyrr en hann var orðinn doktor við Edinborgarháskóla 1938, en námið þar hóf hann 1933 Rannsóknir hans á beina- byggingu og vöðvagerð sauð- fjársins þóttu allt í senn, frum- legar, eftirtektarverðar og hag- nýtar.Vöktu þær athygli meðal mestu sauðfjárræktarþjóða. Petta vissum við líka, sveita- karlarnir, í það minnsta undan og ofan af um fræði Halldórs og vísindaframa. Hann varð sauðfjárræktar- ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands í þessum svifum, 1937, ferðaðist upp frá því um landið hvert og endilangt oft og mörg- um sinnum. Varla geturtalist úr vegi nú, að leiðarlokum, að geta um atferli Halldórs á sauð- fjársýningum, hrútasýningum. Ævinlega llutti hann merk og fræðandi erindi á hverri sýn- ingu. Hann var strangur í dómum, einarður í skoðunum og oft meinlegur. Allt miðaðist það við að vekja eftirtekt á boðskap hans, svo menn festu sér í minni þá lærdóma sem hann var að koma á framfæri. Ótrauður hófst hann handa við að umskapa sauðfé með úrvali og kynbótum. Ekki svo að skilja að hann væri fyrsti brauðtryðjandinn á því sviði, en niðurstöður hans eigin rann- sókna gáfu máli hans margfalda áherslu. Halldór sóttist cftir lágfættu holdafé, því sem best hæfði óskum hins kröfuharða kjöt- markaðar. Ekki mun hann hafa verið að sama skapi harður í kröfum um ullina, væru hold og beinabygging honum fyllilega að skapi. Halldór boðaði þá stefnu, að fóðra fé til fyllstu afurða. Höfðu kenningar hans í því efni drjúg áhrif. Árið 1963 varð hann búnað- armálastjóri og stóð því í einni fremstu og vandasömustu virð- ingarstöðu íslensks landbúnað- ar og hélst svo til 1980. Undir lok þessa tímabiis reyndi hvað mest á, þegar markaðskreppan varð bændum ókleifur hjalli í óbreytta stefnu. Pá var farið að huga gagngert að nokkrum nýj- um búgreinum og hafist handa um sumar. Aldrei óx Halldór búnaðarmálastjóri eins í mínurn augum eins og þegar hann lýsti yfir að skógrækt væri framtíðar atvinnugrein fyrir bændur á íslandi. Pað er ekki heiglum hent að snúa svo einarðlega frá villu síns vegar, eins og hann gerði þá. Frá þeirri stundu hvarf sú vantrú og mótstaða sem skóg- rækt sætti. Annarrar yfirlýsingar hans vil ég líka geta. Hún vottar hve hann var rökvís og næmur þegar bændur áttu í hlut. Hann taldi afurðir Þörungavinnslunnar við Breiðafjörð til framleiðslu land- búnaðarins. Höfðu þær þó verið taldar iðnaðinum eingöngu. En þangið og þarinn eru lifandi plöntur sem vaxa fastar á bú- jörðum bænda, tilheyra jörðun- um eins og grös vallarins þó sjór leiki um þang á skerjum og þara í straumum. Þarna stóð Halldór á verði fyrir bændastéttina og heiður sé honum fyrir það. Er nú skarð fyrir skildi hjá bændum, einmitt nú þegar harð- ast er sótt á með að eyðileggja fyrir þeim ágætan svo gott sem bústofn, selina, sem þeir hafa varðveitt og nytjað frá alda öðli og eiga lögleg og náttúrleg umr- áð yfir. Selir fæðast nefnilega á landi og alast upp fyrst í stað á landi, - á bújörðum bænda, - þó þeir sæki sér viðurværi af sjávarfangi. Seinast og best kynntist ég Halldóri sem formanni markanefnda 1978 og aftur 1982-1983. Fyrri nefndin var að undirbúa reglugerð sem átti að vinna eftir þegar markaskrár væru gefnar út 1979. Stefndi hún markavörð- um á 4 eða 5 fundi hér og þar um landið sumarið 1978. Mikið var færst í fang, að vinna bug á landlægum sammerkingum, samræma heiti marka og sam- ræma gerð og uppsetningu skránna, sem voru ærið sundur- leitar. Kom í góðar þarfir hversu Halldór gjörþekkti staðhætti, menn og málefni, var langminn- ugur, skýr og öruggur. Svo fór hinsvegar að svigrúm markavarða reyndist of þröngt. Þeir lentu í tímahraki og vald- sviðið reyndist ónóg. Víða hafði því orðið lítið ágengt að losna við hættulega sammerkinga, en hætta af útbreiðslu sauðfjár- sjúkdóma enn víöa fyrir hendi. Þáverandi landbúnaðarráð- herra sá að ekki mátti við svo búið standa og skipaði marka- nefnd á ný 1982. Og enn var Halldór formaður. Nú var hann ekki lengur búnaðarmálastjóri og gat gefið sig óskiptan að verkefninu. Nú var blásið í herlúðra eftir margsháttar samráð og undir- búning, boðað til landsfundar markavarða í Reykjavík 2. og 3. febrúar 1983. Enn naut Halldór yfirburða sinna. Hann var áberandi slyngur verkstjóri og honum var sýnt um að ná miklum afköstum á ótrúlega stuttum tíma. Þetta kom enn gleggra fram af þeirri ástæðu að hann varð að hlífa sér vegna heilsubilunar, varð að fá næði til að hvíla sig 2-3 tíma og blunda eftir hádegið daglega. Árangurinn varð í stuttu máli sá, að markanefndin, undir for- ystu Halldórs, skilaði fullmót- uðum og fáguðum tilögum, frumvörpum að lögum og að reglugerð, tilbúnum til at'- greiðslu. Þau störf sem hér hefur verið drepið lauslega á, munu hafa verið á meðal seinustu viðfangs- efna Halldórs í opinbera þágu. Þykist ég þess fullviss að aðrir markaverðir séu mér samdóma, að minningu hans væri sýnd verðskulduð virðing með því að hrinda í framkvæmd áformum hans og tillögum um verksvið og vinnubrögð markavarða. En þeir sem enn eru í blóma lífsins og sama er að segja um unga fókið sem nú er að vaxa upp í landinu, varðveittu best minningu hins djarfhuga sveita- pilts úr Norðurlandi með því að setja sér hátt takmark til að keppa að f þágu íslensks sveita- lífs og landbúnaðar. Játvarður Jökull Júlíusson Nú hvílir hann á æsku- stöðvum og ættarsetri, Guð- laugsstöðum í Húnavatnssýslu, eftir nær 73 ára hraðferð gegn- um lífið. Það gustaði af honum, þegar við gerðumst bekkjarnautar í Menntaskólanum á Akureyri, og það gustaði af honum alla ævi. Sterk rödd og hraðmælska, hreyfingar, sem vitnuðu um ólg- andi orku, stálharka við sjálfan sig, dugnaður, kapp, ákefð, áhugi, allt þetta voru fylgjur hans til hinzta dægurs, líka eftir Dr. Einar Ólafur Sveinsson Fæddur 12. desember 1899 Dáinn 18. apríl 1984 að válegur sendiboði knúði hurðir hans fyrir nokkrum árum. Halldór Pálsson var af bænd- um kominn og bóndi og sveit- amaður var hann í hug og hjarta, þótt hann haslaði sér víðari völl en sveitina sína. Miklir hæfileikar ruddu honum beina braut og greiða. Hann settist á erlenda skólabekki og nam búvísindi, unz hann hafði náð hæsta lærdómsstigi, sem skóli fær veitt: doktorsprófi. Og síðan settist þetta náttúrubarn og náttúruunnandi á embætti- sbekki og átti þar sæti um ára- tugi. En honum veittist sú líkn og lán að starfið krafðist ferða hans um landið þvert og endi- langt, sveit úr sveit, jafnvel bæ frá bæ, og ilmur af grasi og sauðkind fylgdi honum, þegar hann settist aftur í skrifstofu- og forstjprastólinn. frá Hvalskeri Fædd 18. október 1922 Dáin 16. aprfl 1984 Hinn 16. apríl s.l. Iést í Landspítalanum elskuleg systir mín Guðbjörg (Stella) Stefáns- dóttir eftir langt og erfitt sjúk- dómsstríð. Hún var fædd 18. október 1922 að Hvalskeri í Rauða- sandshreppi, næst elst fimm barna hjónanna Valborgar Pét- ursdóttur og Stefáns Ólafssonar er þar bjuggu og gerðu garðinn frægán fyrir hjálpsemi og gest- risni. Segja mátti að heimilið stæði um þjóðbraut þvera. Þar var látinn í té matur og drykkur við gesti og gangandi af litlum efnum cn mikilli rausn. Stella, eins og hún var kölluð, tók snemma þátt í störfum heimilis- ins, við algeng sveitastörf. Faðir okkar dó 1942 en móðir okkar hélt áfram búskap og fjölskyld- an stóð saman. Um langskóla- göngu var ekki að ræða sakir fjárskorts, því þjóðin hafði þá ekki rétt úr kútnum eftir kreppuárin. Stellastundaði nám einn vetur við Kvennaskólann í Reykjavík, því næst fór hún í eldri deild Héraðsskólans á Laugarvatni og lauk þaðan prófi með góðum árangri. Að því loknu vann hún ýmis störf bæði heima og heiman. Á miðju ári 1957 tók hún við starfi matráðs- konu Sjúkrahússins á Patreks- firði, sem varð hennar aðalstarf- svettvangur upp frá því á meðan heilsa entist. Hún stundaði starf sitt af mikilli samviskusemi og vildi hag stofnunarinnar sem allra mestan og hirti þá lítt um að reikna nákvæmlega vinnu- tíma sinn. Hún var félagslynd og umgengnisgóð við samstarfs-’ fólk sitt, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Fjölskyldu sinni var hún góður vinur, alltaf boð- in og búin að rétta hjálparhönd. Þegar heilsu móður okkar fór að hraka annaðist hún um hana eins og hún gat og það ber að þakka. Stella giftist ekki og átti ekki börn, en systkinabörnum sínum var hún góð og elskuleg Halldór var hálærður í náttú- rufræðum sínum og þekktur með erlendum þjóðum. Hann var sóttur til ráðgjafar hjá and- fætlingum og til að stjórna rann- sóknum og skrifa um vísindi sín í þykkar textabækur hjá hinum vandfýsnu nágrönnum okkar', Bretum. Aðalviðfangsefni hans og eftirlæti var sauðkindin, þessi fallega, hnarreista fjalladrottn- ing, sem misvitrir menn leggja nú í einelti. Halldór varð hinn mikli fjárhirðir og fjárræktar- maður þjóðarinnar. Hann elsk- aði þessa skepnu og tók málstað hennar af þeirri heitu snerpu, sem honum var eiginleg. Hann rannsakaði hana í krók og kring, gerð hennar og eigin- leika, og þreyttist ekki á að horfa á hana, handleika hana og dást að henni. Og nú er þessi góði hirðir horfinn og kemur aldrei framar í fjárhús eða fjárrétt. Og þó, hver veit? Halldór Pálsson var dreng- lyndur gæðamaður og mikill gæfumaður. Hann nam fræði nátengd sveit og iðandi, gróandi lífi hennar, og hann gegndi óskastörfum alla starfsævi sína. Hann eignaðist starfsbræður og vini um víða veröld, og hann ferðaðist mikið og sá margt. En þó er mesta gæfa hans enn ónefnd. Flann eignaðist Sigríði Klemenzdóttur að lífsförunaut. Við hjónin þökkum Halldóri Pálssyni áratuga órofa vináttu. Sigríði, vini okkar, vottum við einlæga samúð. 26.4.1984 Benedikt Tómasson frænka, alltaf tilbúin að hjálpa og styðja á allan hátt. Þá má ekki gleyma börnum apótekara- hjónanna á Patreksfirði, Leifi og Önnu, sem hún tók sérstöku ástfóstri við, eins og þau væru hennar eigin barnabörn, hygg ég að það samband hafi gefið lífi hennar mikla fyllingu og gagnkvæmt. Stella hafði þá eig- inleika í ríkum mæli að gleðjast með glöðum og finna til með þeim sem bágt áttu og vilja verða þeim að liði. Stella hafði yndi af músík, átti góð hljóm- flutningstæki og gott plötusafn, hún átti og gott bókasafn og las mikið, hún las blöðin og fylgdist með þjóðmálum og dró ályktan- ir. Ég furðaði mig oft á því hvað hún komst yfir í þeim efnum, með allri sinni vinnu. Árið 1975 kenndi hún fyrst þess sjúkdóms sem nú hefir lagt hana að velli. Hún gekk undir aðgerð sem virtist í fyrstu hafa tekist og gekk hún að sinni vinnu sem áður. Fyrir fjórum árum tók sjúk- dómurinn sig upp aftur og var hún í meðferð og reyndi hún að vinna á milli, en ekkert gat stöðvað framgang hans. Síðast- liðið ár dvaldi hún á heimili mínu, ár sem verður mér ómetanleg gjöf. Hún barðist æðrulaus meðan hægt var, reyndi alltaf að verða mér og fjölskyldu minni að liði, meðan hún gat nokkuð. Eitt sinn sagði hún við mig „Það vildi ég að ég hresstist, svo ég geti hent mér út í lífsbaráttuna á ný.“ Hún hafði svo mikinn áhuga á lífinu. Mennirnir, dýrin og gróðurinn voru vinir hennar og áhugamál. Ég held að hún hafi átt drjúgan þátt í ræktun garðsins við sjúkrahúsið, það var líka skógarreitur í hiíðinni fyrir ofan það sem hún hafði mikinn áhuga fyrir. En allt þetta varð að kveðja, því „þegar kallið kemur, kaupir sér enginn frí“. Þegar hún var komin á sjúkra- Kennari minn Einar Ólafur Sveinsson skildi við nú í dymbil- vikunni, á 84. ári aldurs síns, og verður borinn til moldar í dag. Hann stríddi við vanheilsu nokkur árin síðustu, og það er orðið nokkuð langt síðan við áttum tal saman, því að svo var um sjúkleika hans þegar ég kom að finna hann, að ég var ekki til í þeim veruleika þar sem hann var staddur, og fékk það nokk- uð á okkur báða. Ekki gerir hin svipula tilfinning missisins að manni gengnum að síður vart við sig, þótt andlát hans kæmi ekki óvænt, er þörfin vaknar að kalla hann fram í huga sínum og kveðja hann að sinni. Ég vænti þess að aðrir reki æviferil Einars Ólafs, verk hans og meti gildi þeirra hver eftir sínu áliti og kunnáttu. Að sinni er mér ekki hugað um þetta, heldur um mynd kennaran og meistarans fyrir mig. Það skynjast þó glöggt, að síður flestum gæti hann birzt allur í svipmynd. í honum voru svo margir menn, geðið var svo stórt og fjölþætt. Ungur lagði Einar Ólafur stund á vísindi þjóðlegra fræða húsið og komst ekki fram úr rúminu lengur sagði hún eitt sinn við mig: „Stundum óska ég þess að geta sprottið upp og gengið heim" „en bara stundum", bætti hún svo við að hógværð. Þó óskaði maður að vera sterkur og geta sagt: „Tak sæng þína og gakk." En eigi má sköpum renna. Mér fannst það lengi óbærileg tilhugsun að Stella okkar þyrfti að fara frá okkur, og dauðinn vera óvinur sem biði þarna. En það fór svo að lokum að þegar ég sá hvernig líkaminn varð sífellt veikari þá kom hann eins og vinur, hægt og hljótt og frelsaði sál hennar. Ég vona að hann hafi borið hana til blömanna í birtu og yl. Ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina og biðjum henni allrar blessunar á ókunnum stigum. Á páskadag 1984 Pálína Stefánsdóttir Hún Stella frænka er dáin. Þetta er skrítin tilhugsun, því mér hefur alltaf fundist Stella ódauðleg. Jafnvel þegar hinn ógurlegi sjúkdómur var svo greinilega búinn að taka öll völd í sínar hendur fannst manni hún hljóta að geta sigrast á veikind- unum eins og öllu öðru. Sjálf- sagt hefur hún gert það, bara flutt um leið á annað tilverustig. Þegar náinn ástvinur eða vinur fellur frá rifjast liðnar samveru- stundir upp. Alla mína æfi hafa leiðir okkar Stellu legið saman. Hún sjariiði í 26 ár á Sjúkrahúsi Pátreksfjarðar, ég átti heima þar skammt frá og þar var stutt að fara í heimsókn til hennar enda var það óspart notað. Stella var með afbrigðum gjaf- mild og greiðvikin. Mörgum sinnum forðaði hún mér frá „jólakettinum", saumaði og gaf og bókmennta, og þann akur yrkti hann síðan af frábærri elju og víðskyggni og djúpsýni með- an dagur entist. Ungur stríddi mér jólakjólinn og iðulega barn- aballskjólinn líka. Það yrði of langt mál að fara að rekja allar hennar velgjörðir í annarra garð, það vita líka þeir sem til hennar þekktu að allt hennar líf gekk út á að hjálpa og gleðja, bæði menn og málleysingja. Hún unni öllu sem greri, hvort sem það var rótföst jurt eða gekk laust á jörðinni. Stella var einlægur friðarsinni og fylgdist vel með slíkum málum, ekki bara hér heima, heldur líka út um allan heim. Þeir sem minna máttu sín í Grikklandi, Chile, Argentínu og víðar áttu eldheitan málsvara þar sem hún var. Hún hafði ríka samúð með Pólverjum og öllum sem mannréttindi voru brotin á, enda hafði hún frábæran hæfi- leika til samhygðar hvort heldur var í sorg eða gleði, hvort heldur áttu í hlut ungir eða aldnir. Þótt hún væri 35 árum eldri en ég fann ég aldrei fyrir þeim mun. Ég átti því láni að fagna að fara með henni í hennar einu utanlandsferð sem var ógleymanlegt ferðalag til Grikklands. Sú ferð varð okkur til mikillar ánægju og oft rifjuð- um við upp þær minningar og oft spilaði hún lögin hans The- odorakis sem hún dáði bæði sem mannvin og listamann. Það væri efni í stóra bók að gera lífsmunstri Stellu sæmileg skil svo margar og háleitar voru hugsjónir hennar um betri og fegurri heim og engan liefi ég þekkt sem betur hefur lifað samkvæmt hugsjón sinni. Víða til þess vott ég fann þótt vendist tíðar hinu, að Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Hún Stella var svo sannarlega gimsteinn í mannsorpinu. Svo skær gimsteinn að orð eru í raun og veru allsendis óþörf og van- megnug til að bæta þar um. Stella giftist ekki og eignaðist ekki börn, en henni var einkar lagið að umgangast börn, enda hændust þau að og stórum hópi þeirra var hún sem besta móðir. Okkur systkinabörnum sínum var hún sem önnur móðir og varla gætum við heiðrað minn- ingu hennar með öðru betur en reyna að lifa í anda hennar og breyta eins og hún. Megi minningin um elskaða frænku milda söknuðinn. Sólveig Guðbjörg (Stella) Stefánsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.