NT - 26.04.1984, Blaðsíða 11

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 11
GT hann líka og vann sinn sigur á berklaveiki, sem varö svo mörg- um skaðvæn á þeim tímum. Eg efast ekki um að sú viðureign hafi átt sinn þátt í mótun vilja og viðhorfa í lífi og störfum. Það var komið fram yfir hádegi starfsdags Einars Ólafs, þegar ég varð einn nemenda hans við háskólann. Það var fullorðinn maður sem ég kynntist þar, viðhorfin mótuð og í hollri sam- hverfu, engin brotalöm skynjanleg milli lífsins í starfi og lífsins að öðru leyti, allt samofið víðum skilningi sem raunar var skilningur lista- manns, og ríkum metnaði bæði fyrir eigin hönd og hinna kjörnu fræða í landi hér, í þekkingarleit og þekkingamiðlun, einnig á alþjóðlegum vettvangi þar sem hann tók hlutverk sitt sem full- trúi íslenzkrar menningar mjög alvarlega og sem óhjákvæmi- lega skyldu á tíðum fyrirlestrað- ferðum erlendis. Þessu viðhorfi kynntist ég vel, þegar ég hitti hann erlendis á slíkum ferðum síðla á starfsferli hans. Ég kynntist Einari Ólafi reyndar lítið fyrsta kastið á nemandaferli mínum við há- skólann. Það var hreint ekki auðvelt fyrir þann sem mjög var fáfróður að sækja gull skilnings og þekkingar í fyrirlestra hans fyrst í stað. Til þess þurfti meira en að koma þangað og sitja undir lestrinum. Það voru ekki uppgrip fróð- leiksmola undir skjóttekin próf. Það þurfti að leggja sig fram til þekkingarinnar með skilningi og án þeirrar tilætlunar að sann- indin um efnið lægju nokkru sinni fyrir heil og öll. Það tók tíma að sóknin yrði verulega arðsöm, en hún varð líka æ því gjöfulli sem lengra leið fram. Á þessum árum um 1960 voru hræringar meðal nemenda sem óskuðu hagræðingar námsefnis og kennslu þannig að nemend- um mætti nýtast betur tími til lestrar og annarrar námsvinnu. Ekki voru þetta háværar kröfu- gerðaraddir, en ég man ég kom einu sinni að máli við Einar Ólaf um slíkt. Hann leit fast til mín, en mælti síðan, að hætt væri við að „aminrískar kennsluaðferðir" ættu eftir að ryðja sér til rúms við skólann, en hann vonaði að það yrði ekki fyrr en eftirsinn dag. Stórfelldar breytingar á námstilhögun urðu ekki fyrr en Einar Ólafur var hættur að sinna kennslustörf- um, en beitti sér þess í stað að lausn handritamálsins og að uppbyggingu og starfsmótun Árnastofnunar. Einar Olafur var ákaflega næmur maður og raunar við- kvæmur, gæddur óvenjulega fjölþættu geði og gáfum og ríkri íhygli. Við fáu var honum síður hætt en að falla fyrir „snjöllum" og víðtækum hugmyndum sín- um eða annarra, þjófalyklum, til skýringa á menningarsögu- legum fyrirbærum eða til svara við erfiðum spurningum í fræðunum. Til þess var sýnin of víð og djúp, skynjunin í senn rýnin og skáldleg. Ég hygg að í honum hafi búið fleiri músur en í flestum, og meira vit sem við þær glæddist og honum nýttist afburðavel af, allt í senn til þekkingarsöfnunar og miðlunar með víðsýni og varygð í listum og í fræðum. Hann var því auðugur maður, átti mikið að gefa, og ekki tiltökumál þó að nemandi yrði að kunna að nema nokkuð áður en hann hefði full not af kennslu meistarans. Á þessum auðuga manni voru svo margar hliðar, að kveðjumynd hans í huga mér yrði varla nema fáir drættir þótt margfalt lengra mál yrði til þess notað. Ég er honum þakklátur fyrir kynni jafnt sem kenningu og votta hinum nánustu samúð mína við fráfall hans. Davíð Erlingsson. Fimmtudagur 26. apríl 1984 11 Sigurður Magnússon bóndi, Hjartarstöðum Fæddur 30. september 1908 Dáinn 20. mars 1982 Þann 20. mars s.l. andaðist Sigurður Magnússon bóndi að Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. Sá dagur er í minningu minni blandinn trega og gleði. -Trega yfir missi míns ágæta tengda- föður og velgerðarmanns - gleði yfir að hafa átt því láni að fagna að kynnast þeim trausta, greinda og hlýja manni sem Sigurður tengdapabbi var. Ég kom fyrst í Hjartarstaði í maí 1975 og var ég mikið búin að kvíða þeirri stund er ég hitti foreldra unnusta míns í fyrsta sinn. Er við renndum í hlað stóð Sigurður úti við kankvís á svip og heilsaði mér með þessum orðum „Komdu nú sæl og vertu velkomin ég heiti Siggi“. Þá strax fann ég að kvíði minn fyrir þessu ókunna fólki var óþarfur, þess bar handtakið gleggst merki traust og hlýtt. Ég held líka að hann hafi farið nærri um hvað mér leið, stelpugopa norð- an úr landi sem fannst hún hafa misst rótfestu, bláókunnug á framandi slóðum. Síðan höfum við átt margar ógleymanlegar stundir saman bæði við samræður og ekki síður við hin ýmsu bústörf. Og að sama skapi óx virðing mín fyrir þessum heiðursmanni. Hann var í senn fyrirmynd okkar og stóð við búskapinn, allt fram á hinstu stund. Hann var náttúr- unnar barn - unni fegurð lands síns. í búskapnum var hann ætíð af lífi og sál og fylgdist með öllu er hann snerti og gripahirð- ingu stundaði hann fram á síðasta dag. Fáa menn hef ég vitað annast bústofn sinn af þvílíkri nærgætni og umhyggju og víst er að hver skepna er hann annaðist þekkti hver var á ferð þegar Siggi gekk um og gegndu köllum hans. Eg minnist þess er við rákum fé í fyrsta sinn í Loðmundar- fjörð vorið 1976 en haustið áður keyptum við ær neðan af Reyð- arfirði og ráðlagði Siggi okkur að fá upprekstrarleyfi í Loð- mundarfjörð til að geta rekið þessar aðkomuær þangað því þær kæmu til með að una illa í efra til að byrja með, það mál var auðsótt og var afráðið að fara af stað með reksturinn upp úr nónbili þann 9. júní til að vera á ferð í næturkulinu yfir fjallið svo léttara væri að reka féð í snjónum. Við fengum yndislegt veður allan tímann, en alls tók ferðin tæpan sólar- hring. Við vorum fimm sem gengum alla leið en ekkert okk- ar held ég að hafi notið þessarar ferðar eins og Siggi, enda þekkti hann þarna öll kennileiti og var óþreytandi að benda okkur á þau og kunni frá mörgum sögu- legum atvikum að segja sem við höfðum ómælda ánægju af að heyra enda var hann gæddur mikilli frásagnargáfu. Honum tókst jafnan að gera frásagnir svo líflegar að þeir sem á hlýddu höfðu mikið gaman af. Þegar þessi ferð var farin var hann á 68. aldursári en við hin rúmlega búin að slíta barnsskónum, en lítið voru það nú fjörmeiri fætur á okkur yngri kynslóðinni sem lötruðu heimleiðis upp úr há- degi þann 10. júni og var ekki laust við að maður hálf skamm- aðist sín við hlið hans og fyndi til vanmáttar síns. Kallið kom er hann var að vitja um hættur fyrir fé og trúi ég að þar hafi hann fengið eina ósk sína uppfyllta, því frá Hjartar- stöðum vildi hann ekki þurfa að fara. En nú þegar hann er frá okkur horfinn skulum við hafa Fimmtudaginn 12. apríl s.l. var Þóra Borg leikkona jarð- sungin frá Dómkirkjunni. Þóra átti heimili í Reykjavík alla sína ævi og þar vann hún sitt ævi- starf. - Fædd var hún í Breið- fjörðshúsi við Aðalstræti þann 6. júlí árið 1907, en fluttist á Laufásveg 5 árið 1913 aðeins 6 ára að aldri og þar átti hún heimili að mestu óslitið til hinstu stundar. Þar ólst Þóra upp í glöðum og fjölmennum syst- kinahópi á merku leikhús og myndar-heimili. Móðir hennar, frú, Stefanía Guðmundsdóttir, er jafnan talin ein af mikilhæf- ustu og glæsilegustu leikkonum þessa lands og faðir hennar, Borgþór Jósepsson bæjargjald- keri, var mjög virkur þátttak- andi í allri starfsemi Leikfélags Reykjavíkur um ára bil. Um fátt mun hafa verið meira rætt á heimili þeirra Borgþórs hjóna, en leikhús og leikbókmenntir. Það var því engin tilviljun að þrjár af dætrum þeirra hjóna gerðust leikkonur, því mælt er að sjaldan falli eplið fjarri eik- inni. Frumraun sína á leiksviðinu þreytti Þóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1927 og lék hún þá hlutverk Wöndu í Gleið- gosanum eftir Curt Kraatz og A. Hoffmann. Tekið skal fram að Þóra hafði þá leikið nokkur lítil barnahlutverk, en þetta mun hún hafa talið sitt fyrsta alvarlega hlutverk, ef svo má komast að orði. Það er því liðin hálf öld og sjö árum betur frá því Þóra steig sín fyrstu spor á fjölunum í Gömlu Iðnó. það í huga að þó sorgin sé mikil og skarðið stórt að þá hafa orðið fagnaðarfundir meðal ástvina og félaga sem voru á braut á undan honum, nú fær sonurinn sem þau hjón misstu barnungna að njóta föðurins, foreldrar, systir og tengdafor- eldrar að vera saman á ný. Siggi minn, mínar beztu þakkir fyrir allt sem þú hefur fyrir mig og mína fjölskyldu Ég ætla ekki í þessari stuttu minningargrein að telja upp nöfn þeirra mörgu hlutverka, sem Þóra túlkaði á löngum leik- ferli og spannar yfir nær sex áratugi eins og fyrr segir. í fjölda ára lék hún veigamikil hlutverk hjá Leikfélagi Reykja- víkur og einnig kom hún fram í nokkrum revíum, sem nutu á þeim tíma mikilla vinsælda. Á þeim árum voru henni einkum falin hlutverk ungra hefðar- meyja því hún var mjög glæsileg kona og bar með sér sviðsreisn og persónutöfra. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950 var hún í hópi þeirra leikara, sem var fastráð- inn við þá stofnun, og þar starfaði hún í all mörg ár. Eftir það fór hún aftur að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hef- ur leikið þar mörg hlutverk hin síðari ár bæði stór og smá. Síðast mun Þóra hafa komið fram á leiksviði hjá Þjóðleikhús- inu fyrir tæpum tveimur árum og lék hún þar hina öldnu móður í Kisuleik eftir Istvan Örkeny á mjög trúverðugan og sannfærandi hátt. Þá hefur hún leikið í útvarpsleikritum, sjón- varpsmyndum og komið fram í kvikmyndum. I því sambandi minnist ég nærfærinnar túlkunar hennar á tveimur öldruðum konum í verkum Halldórs Lax- ness en þau eru Paradísarheimt, sjónvarpskvikmynd gerð fyrir nokkrum árum og nú fyrir skömmu kvikmyndin Atóm- stöðin, þar sem hún lék móður organistans. Að mínu mati hef- ur Þóra alltaf verið að þroskast Þóra Borg leikkona gert. - Eitt er það sem ekki verður frá okkur tekið, minningin um þig og þær rnörgu ánægjustundir sem við áttum með þér og munu ætíð ylja okkur. Sigga mín(guð styrki þig og styðji á ókomnum árum. Pó að leidin virdisl vönd vertu aldrei hryggur. Það er eins og huiin hönd hjálpi er mest á liggur. Hjartarstöðum 12. aprfl 1984 Ágústína Konráðsdóttir Nú hefurðu þreyttu höfði hallað í hinsta sinn að þinni jörð og þú hefur eignast annan himin yrkir nýja jörð. Og veturinn breiddi blœju hvíta á bliknaða foid er líkami þinn var lagður í fósturmold. En frjáls úr viðjum þú vaknar, vonar, bíður og saknar. Sigrún Björgvinsdóttir sem leikkona allt til síðustu stundar. Þóra Borg var alltaf mjög jákvæð í öllu sínu starfi og góður vinnufélagi. Hún kunni ætíð vel að gleðjast með glöðum og tók jafnan þátt í erfiðleikum og vandamálum starfsfélaga sinna af miklum skilningi og samúð og fyrir það erum við gamlir vinir hennar og sam- starfsmenn rnjög þakklátir og kunnum vel að meta. Nú eru liðin rösklega 40 ár frá því að fundum okkar Þóru bar fyrst saman í gömlu Iðnó. Með okkur myndaðist brátt góður kunningsskapur sem hef- ur haldist upp frá því, Ég minn- ist margra ánægjustunda úr okk- ar samstarfi, sem ég er þakk- látur fyrir. Ég og kona mín sendum ætt- ingjum og öllum nánum að- standendum Þóru Borg innileg- ar samúðarkveðjur. Klemenz Jónsson ÚtUiuiðir Fullkomin samsetning Ódýrara, sterkara og mun íallegra Gluggar Péttigrip Gerum verötilboö Fúavariö í gegn Sendum gegn póstkröfu. TRESMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Jan 30/4 Jan 14/5 Jan 28/5 Ja'h 11/6 Rotterdam: Jan 1/5 Jan 15/5 Jan 29/5 Jan 12/6 Antwerpen: Jan 2/5 Jan 16/5 Jan 30/5 Jan 13/6 Hamborg: Jan 4/5 Jan 18/5 Jan 1/6 Jan 14/6 Helsinki/Turku: Mælifell 30/4 Hvassafell 24/5 Larvik: Francop 7/5 Francop 21/5 Francop . 4/6 Gautaborg: Francop 8/5 Francop 22/5 Francop . 5/6 Kaupmannahöfn: Francop 9/5 Francop 23/5 Francop . 6/6 Svendborg: Francop 26/4 Francop 10/5 Francop 24/5 Francop . 7/6 Árhus: Francop 27/4 Francop 11/5 Francop 25/5 Francop . 8/6 Falkenberg: Hvassafell . 4/5 Helgafell 11/5 Gloucester Mass.: Skaftafell 24/5 Halifax, Canada: Skaftafell 25/5 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Simi 28200 Telex 2101 Hver erþín afsökun ||U^FERÐAR

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.