NT - 26.04.1984, Blaðsíða 12

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 12
1 Fimmtudagur 26. apríl 1984 1 2 L LL ■ Til bráðabirgða höfum við búið okkur til nokkurs konar ritstjórnarmiðstöð eða „desk“ úr gamla fundarborðinu og nokkrum aukaborðum. Róbert yfirljósmyndarí tók þessa mynd í fyrrakvöld, þegar allt var á fullu við að skipuleggja aðalfréttasíður NT. Sitjandi eru þeir útlitsteiknarar Sveinbjörn, Hermóður og Gunnar Trausti. Standandi eru þeir Kristinn Hallgrímsson, fréttastjórí, Gunnar E. Kvaran, deskstjóri, Magnús Olafsson, rítstjóri og Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri. NT: Höfum nú komist yf ir mestu erfiðleikana ■ Nú í dag, þegar þriðja NT blaðið er komið á götuna, er jafnframt farin að koma einhver reynsla á hið nýja starfsskipulag, sem er verið að innleiða þessa dagana á ritstjórnarskrifstofum NT. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu, er hér um að ræða skipulag, sem á sér enga hliðstæðu á íslandi, þrátt fyrir að slík nútímavinnubrögð hafi um árabil verið notuð í erlendum blaðaheimum. Það mun auðvitað taka sinn tíma að þróa þetta kerfi og sníða vankanta af því, en óhætt er að fullyrða, að inn- leiðing nýja skipulagsins hafi farið fram úr því sem jafnvel bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Árangurinn er líka augljós: Betri, efnis- meiri og skipulagðari frétta- síður en hingað til hefur verið hægt að bjóða upp á. Hringtí „kontaktmenn“ Fréttirnar á NT verða til með margvíslegum hætti. Unnið er skípulega að því að finna nýja fleti og framhöld af þeim málum, sem hafa verið í sviðsljósinu og ætla má, að almenningur hafi enn áhuga á. Önnur leið er fólgin í því, að menn á vegum NT eru á „fartinum“ í leit að skemmti- legum atburðum og myndefn- um. Þá hafafréttaritararokkar stöðugt samband við ritstjórn- ina, þrátt fyrir að fréttaritara- - „Lúrir þú á frétt?“ slær í gegn - Askrifendum fjölgar stöðugt ■ Það hefur veríð allt á fullu hjá umbrotsmönnunum að undanförnu. Á myndinni sést hvernig rafvirkjar og smiðir vinna innan um umbrotsmennina í gærkvöldi kerfið sé ekki enn fullmótað. Mikilvægasta leiðin er þó fólgin í sjálfstæðu framtaki blaðamannanna sjálfra, sem eru í stöðugu sambandi við „kontaktmenn“ sína í hinum ýmsu störfum og stigum þjóð- félagsins. Þannig hafa margar helstu fréttir blaðsins komið inn á ritstjórn, enda er ritstjórn blaðsins að mestu skipuð pott- þéttum, reyndum blaða- mönnum, sem hafa árum sam- an ræktað þessi sambönd. „Já, ég lúri áfrétt" Það, sem hefur þó komið okkur á NT mest á óvart, eru viðbrögð hins almenna borg- ara hvað varðar hjálp hans við að útvega okkur bitastæðar fréttir. Stöðugar hringingar í símanúmerið 86538 hafa leitt til ótrúlega margra frétta og hugmynda að fréttum, sem hafa þegar eða munu á næst- unni birtast í blaðinu. Það er eins og fjölmargir hafi beðið eftir nýja blaðinu til að láta vita um þessar fréttir í stað þess að láta þær fréttast eitt- hvað annað. Önnur skýring er varla til á öllum þessum látum í landsmönnum. Varla þarf að ítreka, að við á NT förum með öll nöfn sem fyllsta trúnaðarmál. Aðeins einn blaðamaður hefur aðgang að símsvaranum, þannig að nöfn heimildarmanna fara ekki lengra en til hans, þrátt fyrir að

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.