NT - 26.04.1984, Blaðsíða 13

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. apríl 1984 1 3 fréttin fari í vinnslu af fleiri en honum. Lesendabréf streyma inn Annað, sem hefur komið okkur á óvart, eru öll aðsendu: lesendabréfin. Þau fyrstu verða birt í blaðinu í dag, en fleiri verða að bíða vegna rúm- leysis. Þrátt fyrir, að okkur þyki vænt um þessi jákvæðu viðbrögð og lofsyrði lesenda, sjáurn við okkur ekki fært um að birta sumt hólið í heild sinni. Sum bréfin verðum við því rniður að stytta örlítið og biðjumst við velvirðingar á því. Kjarninn í bréfum ykkar er hins vegar alltaf birtur óskertur. Álagá útlitsteiknurunum Þegar fréttir hafa fengið fulla vinnslu á „deskinum“, sem er mikilvægasta nýjung í íslenskum blaðaheimi til þessa og tekin fyrst upp á ritstjórn NT, fara útlitsteiknarar blaðs- ins endanlega yfir sköpunar- verk sitt. Þeir athuga heildar- svip síðunnar og hvort hún sé í samræmi við bæði heildar- stefnu NT í útlitsmálum og eins upphaflegu hugmyndina að síðunni. Þrátt fyrir, að fjölgað hafi verið um útlitsteiknara er álag- ið á deildinni gífurlegt. Ástæð- an er ekki aðeins sú að NT gefur nú út mun fleiri síður en áður heldur einnig að útlitslega er blaðið mun flóknara en áður eins og lesendur geta reyndar best séð sjálfir. Þetta útlit er hannað affjölmörgum, . en það var þó Gunnar Trausti Guðbjörnsson, tæknistjóri og leiðtogi þeirra útlitsteiknara, sem leiddi þetta verk. Með honum í útlitsdeildinni voru og eru þeir Hermóður Sigurðs- son og Sveinbjörn Stefánsson. ...og ekki minna á tæknideildinni Eftir að síðurnar hafa verið fullskipulagðar, fer efnið í setningu, og leiðréttingu og síð- an eru þær „brotnar um“, eins og það er nefnt. Þessi starfsemi fer fram í tæknideildinni og hefur hún mátt þola ýmislegt að undanförnu. Kemur hér helst til, að jafnhliða því, sem þessar umfangsmiklu breyting- ar hafa átt sér stað á blaðinu, hefur verið unnið að jafn veigamiklum breytingum á Setjaraliðið á fullu í gærkvöldi. húsnæði blaðsins. Þannig hafa iðnaðarmenn af öllum hugsan- legum gerðum unnið milli blaðamanna, ljósmyndara, út- litsteiknara, setjara, prófarka- lesara og umbrotsmanna jafnhliða því, sem unnið hefur verið að því að hanna NT og koma því út. Þetta hefur auð- vitað verið ótrúlegt álag á alla og því með ólíkindum hvað starfsfólk blaðsins hefur tekið þessu öllu vel. Hinn drífandi þáttur í málinu hefur áreiðan- lega verið, sá, að við höfum öll gert okkur grein fyrir, að við vorum að taka þátt í byltingu frekar en breytingu. Og allir hafa því tekið á sínu besta. Mestu erfiðleikarnir eru að baki ■ Með þessu þriðja blaði NT, ættu mestu erfiðleikarnir að vera að baki, þótt framtíð- arskipulagið komist ekki endanlega í gang fyrr en eftir næstu helgi. í gær seinkaði blaðinu víða út á landi og er lítið við því að gera nú nema þá helst að biðja kaupendur um að sýna okkur skilning - eins og þeir hafa reyndar gert. Upp úr þessu fer okkur að vinnast verkið hraðar, því með hverjum deginum sem líður lærist okkur eitthvað, sem leið- ir til meiri hagkvæmni á hinum langa ferli útgáfu dagblaðs. . Dreifingin þéttist Á undanförnum tveimur dögum hefur ótrúlegur fjöldi nýrra kaupenda bæst í hóp NT-myndir: Róbert þeirra, sem fyrir voru. Á þétt- býlisstöðum þýðir þetta, að dreifingakerfið verður strax fullkomnara. Þegar styttra er milli húsa kaupenda, er hægt að minnka hverfi blaðburðar- fólksins, þannig að þetta starfs- fólk blaðsins mun eiga auð- veldar með að dreifa blaðinu til fastra kaupenda og því einnig hraðar. Þannig batnar þjónustan enn. Við á NT þökkum þeim fjöl- mörgu, sem hafa komið nálægt þessari byltingu á síðustu dögum. Hér höfum við alla í huga: Kaupendur, lesendur, áskrifendur, þá sem hafa sent okkur lesendabréf og fréttir, jafnt sem starfsmenn NT. Megi samstarf okkar þessa dagana vera táknrænt fyrir komandi ár. ■ Tekið á móti frétt úr símsvaranum frá einum, sem lúrði á frétt og vildi koma henni á framfæri við NT. rar iV>T Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tœknideild NT. Prentun: Blaöaprent hf. Lífeyrisréttur húsmæðra ■ Hiklaust má telja þingsályktunartillögu Páls Péturs- sonar um lífeyrisréttindi húsmæðra mikilvægast þeirra jafnréttismála, sem Alþingi hefur til umfjöllunar að þessu sinni. Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að skora á ríkisstjórnina að láta semja frumvarp til laga um lífeyris- sjóð fyrir þær húsmæður, sem ekki hafa þegar öðlazt rétt til aðildar að lífeyrissjóðum. Hin ójöfnu lífeyrisréttindi, sem búið er við, eru eitt alvarlegasta misréttið í þjóðfélaginu. Lakast eru settir þeir, sem engra lífeyrisréttinda njóta annarra en ellilaunanna. Stærsti hópurinn, sem þannig er settur, er án efa húsmæðurnar, sem hafa. unnið á heimilum sínum og fjölskyldna sinna án þess að taka formleg laun úr hendi einhvers atvinnurekanda. Störf þessara húsmæðra hafa þó verið og eru sízt minna virði fyrir þjóðfélagið en störf hinna sem launaða vinnu hafa stundað. Pað er því réttlætismál, að þær húsmæður, sem ekki njóta lífeyrisréttinda og eru þegar komnar á ellilaun, fái strax rétt til lífeyrisgreiðslna úr sjóði, sem stofnaður yrði í því skyni. Sennilega verður ekki komizt hjá því, að ríkið leggi fram stofn að sjóðnum. Pað er að vissu leyti eðlilegt þar sem þessar húsfreyjur hafa í mörgum tilfellum sparað ríki og sveitarfélögum mjög verulegar fjárhæðir með því að gæta barna sinna sjálfar. Hins vegar verður að gera ráð fyrir að heimavinnandi húsmæður greiði til sjóðsins framvegis og að þær eldri fái heimild til að kaupa sér aukinn rétt. Pað hefur lengi verið takmark stjórnarvalda að koma á einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Lausn á því máli er þó ekki í sjónmáli enn. Meðan svo er, verður óhjákvæmilegt að rétta hlut heimavinnandi húsmæðra á framangreindan hátt. Pess ber fastlega að vænta, að Alþingi afgreiði þessa tillögu fljótt og tryggingamálaráðherra bregðist síðan vel við. Réttindaleysi heimavinnandi húsmæðra er nógu lengi búið að vera blettur á þingi og stjórn og kvennasamtök- unum. Ekkert skylt við lýðræði Logi Kristjánsson, sem verið hefur bæjarstjóri á Norðfirði, er að láta af störfum. í tilefni af því birtir Pjóðviljinn viðtal við hann 18. þ.m. Hann lætur þar vel af félögum sínum á Norðfirði. Síðan segir hann orðrétt: „Hitt verð ég hins vegar að segja, að mér finnst stundum ráðríki þingflokksins yfirgengilegt innan Alþýðubanda- lagsins og ekki eiga neitt skylt við það sem heitir lýðræði og valddreifing. Mér hefur sannast sagna fundist áhugi og skilningur forystumanna flokksins á sveitarstjórnarmálum mjög takmarkaður og það ástand hefur, því miður, lítið breyst til batnaðar hin síðari ár. Og ég geri ekki ráð fyrir að sósíalistum í landinu vaxi fiskur um hrygg fyrr en þingmenn þeirra komast ofan af þeirri skoðun að sveitar- stjórnum beri að miðstýra úr Alþingishúsinu.“ Við þessa lýsingu þarf engu að bæta.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.