NT - 26.04.1984, Blaðsíða 16

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 16
f ■c Allarvildumeyj- arnar eiga hann ■ Þessa dagana kemst enginn banda- rískur sjónvarpsleik- ari af karlkyninu með tærnar þar sem Tom Selleck hefur hælana. Það segja a.m.k. bandarískar konur. Hann er í þeirra aug- um gangandi ímynd hinnar fullkomnu karlmennsku. fÆS- Ekki þarf annað en spjald með « tii að þ*r Prátt fyrir þessa fádæma kvenhylli, hefur Tom ekki gengið sem best á hjóna- bandsmarkaði. Áður en frægðin fór að sækja hann heim, bjó hann í hamingju- sömu hjónabandi, sem snar- lega fór út um þúfur, þegar sól hans fór að hækka á lofti á sjónvarpshimninum. Síðan hefur hann oftar en ekki átt fótum fjör að launa, þegar konur hafa átt í hlut, enda maðurinn sagður hlédrægur og óframfærinn, þrátt fyrir allan glæsibraginn. Aldrei fór það þó svo, að engin kona fangaði hug hans alvarlega. Valið féll á unga enska dansmey, Jillie Mack, sem fer með hlutverk í hinum vinsæla dans- og söngvaleik Cats í London. Tom varð reyndar svo hugfanginn, að hann bað Jillie án mikilla umsvifa. En, þá brá svo undarlega við, að Jillic reynd- ist ekki tilkippileg og hrygg- braut Tom! Á.m.k. stendur- sú ráðstöfun til bráðabirgða, þar sem hún segir sér hrjósa hugur við að setjast að á Hawaii, þar sem Tom Selleck er búsettur. Og einmitt á Hawaii fer fram upptaka sjónvarpsþáttanna, sem hafa gert hann svo vinsælan, P.I. Magnum, svo að Tom á ekki hægt um vik að fara að óskum Jillie og setjast að í Bretlandi. I Tom Selleck þykir hin fullkomna karlmennska holdi klædd. ■ Piparsveinninn eftirsótti, Tom Selleck, herti upp hugann og bað sinnar heittelskuðu, ensku dansmeyjarinnar Jillie Mack, en þá brá svo við að hún hryggbraut hann! Húnvekur Breta með blíðu og hressilegri framkomu ■ Kannski okkur gengi betur að opna augun á morgnana og nudda úr þeim stírurn- ar, ef við byggjum við sömu hlunnindi og Bretar að geta kveikt á sjónvarpinu og komist í félagsskap hinnar morg- unhressu og íðilfögru Anne Diamond. Nú er liðið tæpt ár síðan morgunþætti þessum var hleypt af stokkunum og oft hefur munað mjóu, að hann yrði að leggja upp laup- ana sökum ijárhags- vandræða, en hingað til hefur verið komist hjá algjörri uppgjöf og Anne er svo vongóð um að þátturinn eigi íanghTi fyrir höndum, að hún hefur ekkert leitt hug- ann að því hvað hún eigi að taka sér fyrir hendur, þegar að því kemur að hún verður ekki lengur fastur gest- ur við morgunverðar- borð syfjaðra landa sinna. Víst er þaö að vel- gengni Anne hefur ver- iö mikii á þessu tæpa ári. Hún, sem áður var óþekkt, er nú eftirsóttur gestur í sjónvarpsþátt- um, þar sem frægt fölk er tekið tali, allir vilja vera í félagsskap hennar og hún er búin að kaupa sér sína eigin íbúð á dýrasta stað í London. Allt þetta þykir vel af sér vikið af konu, sem ekki er nema 29 ára gömul. En hún hefur ekki fengið þetta allt rétt upp í hendurnar fyrirhafnarlaust. Vinnudagur hennar er bæði strangur. langur og Anne þarf að vera mætt til vinnu kl. 3.15, hress og vel tilhöfð. Þá þarf hún að lesa blöðin, svo að hún viti hvað er um að vera, hún þarf að kynna sér vel handritið, sem fyrir liggur að þættinum, og leggja niður fyrir sér viðtöl, sem hún ætlar að eiga. Að þessum undirbún- ingi loknum tekur við stíf sjónvarpssending, sem stendur í 3 tíma . samfleytt. Pað liggur í augum uppi, að manneskja með þennan fótaferðar- tíma má ekki vera að slugsa á kvöldin. Ekki seinna en hálf-níu verð- ur hún að koma sér í ró. Þessi niðurröðun á sói- arhringnum er nokkuð önnur en flest fólk hefur tamið sér. Pess vegna er það ein fórnin, sem. Anne hefur fært fyrir ' frægðina, að hún segist vera búin að glata því sem næst öllum félags- skap. Reyndar sé hún hress og kát í hádeginu og reiðubúin að hitta fólk þá, en ekki standi þannig á hjá öllum öðrum. Pess vegna sé þetta hálf-einmanalegt líf hjá sér. Annað er það, sem f /, v J ctlirlæ'tb“ýj eru adurAnne Ufatn' -en samt... Tvær stórar og fallegar leikkonur og einn lítill og Ijótur leikari! ■ Raymond Burr er maður lífsins lysti- semda. Hann kann vel að meta góðan mat og drykk og lætur sem vind um eyrun þjóta viðvar- anir heilsu- sérfræðinga. „Góður matur og íjúffengt vín með er ómissandi fyrir lífshamingjuna“ Betty Thomas (t.v.) er aðalstjarnan í „Hill Street Blues“ sjónvarpsþáttunum amerísku, sem ku vera væntanlegir til íslenska sjónvarps- ins innan skamms. Hún er um 183 sm á hæð. Susan Anton (t.h.) er álíka stór og Betty Thomas. Hún þykir mjög falleg og hefur leikið í mörgum myndum sem hin dæmigerða kynbomba. Sambýlismaður hennar, Dudley Moore, er miklu lágvaxnari en Susan. Reynd- ar er hann víst ekki mikið hærri í loftinu en Sammy Davis jr. í>au Susan og Dudley hafa samt búið saman í þrjú ár, og nú nýlega fóru _____________ þau saman í frí til Sardiniu til að halda upp á ■ Mynd þessi var tekin í gleðskap sem söngvarinn John Denver hélt nokkrum vinum á þriggja ara sambuðina. Harrah’s Hotel, Lake Tahoe brosi hún fer á mis við vegna frægðarinnar og vel- gengninnar, en það er að eignast mann og börn. Hún segist vera kaþólsk og í aðra rönd- ina dreymi sig urn að eignast heila hjörð af börnum. En í hina röndina langar hana til að halda sjálfstæði sínu og gá livað hún kemst langt áfram á frama- brautinni. Ekki gerir það ákvarðanatöku hennar auðveldari, að hún er nú að nálgast þrítugt oggerirsérgrein fyrir, að hún verður að beygja sig undir nátt- úrulögmál eins og aðrar konur. hað gætu því farið að verða síðustu forvöð fyrir hana að á- kveða hvora brautina hún ætlar sér að velja. ■ Sammy Davis jr. er hálfvesaldar- legur þegar Ijósmyndarinn hefur stillt honum upp á milli þeirra Betty Thom- as og Susan Anton, sem báðar eru þekktar leikkonur, stórar og stæðileg- ar. Davis er orðinn öllu vanur í sambandi við glens og grín vegna smæðar sinnar, og sagðist kunna vel við sig hjá svona stórum konum - en bara fyrir Ijósmyndarann setti hann sig í einhverjar aumingjalegar stellingar svo myndin yrði sniðug. ■ Anne Dia- mond (=dem- antur) hefur gaman af því að punta sig með demöntum. En henni gefast ekki mörg tæki- færi þessa dag- ana tO að skartbúast á kvöldin og tæp- ast er við hæfi að ganga svona um um hábjart- an daginn. - segir Raymond Burr ■ Bandaríski leikarinn Rey- mond Burr, sem kunnur er úr sjónvarpsþáttunum um Irons- ide leynilögregluforingja, sem ieysti hin margvíslegustu vandamál úr hjólastólnum sínum, og öðrum þáttum um Perry Mason, lögfræðinginn, sem ekki var síður snjall að leysa gáturnar, hefur nú heldur betur fært út kvíarnar, eins og myndin ber með sér. Á þeim árum, sem við mun- um Raymond Burr best, var hann þriflegur vel, en samsvar- aði sér engu að síður vel. Nú hefur hann einfaldlega látið undan hinu ljúfa lífi og neitar sér ekki um það, sem gefur honum mesta nautn, stöðugar krásir í mat og drykk. Afleiðing- arnar hafa ekki látið á sér standa og hann hefur þegar náð því virðulega marki að vega u.þ.b. 120 kíló, sem heilsufarssérfræðingar segja allt of mikið, þó aldrei nema hann sé 196 cm hár! Raymond Burr lætur þó öll góð ráð um megrun og mein- læti sem vind um eyrun þjóta. - Mér líður vel, segir hann og bætir við: - Hvers virði væri lífið ef maður gæti ekki látið eitthvað eftir sér?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.