NT - 26.04.1984, Blaðsíða 28

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 28
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? HRINGDU t>A f SlMA 8-65-38 Vid tökum vid ábendingum um fréttir allan sólartiringinn. Greiddar verda 1000 krónur fyrír hverja ábendingu sem leidir til fráttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett m t thi vrtþó Gríndavíkurhöfn: Tveir tóku niðri og einn strandaði ■ Vélskipiö Boði GK 24 strandaði í innsiglingunni að Grindavíkurhöfn um kl. 3.00 aðfaranótt þriðjudags. Til- raunir til að ná bátnum á flot um nóttina báru ekki árang- ur. Áhöfn bátsins dvaldi um borð um nóttina en í gær- morgun kom dráttarbátur- inn Goðinn á vettvang, og dró skipið upp á flóðinu laust eftir hádegið. Boði sigldi síðan til Njarðvík- ur sem er hans heimahöfn. Að sögn Garðars Magnússonar út- gerðarmanns skipsins voru skemmdir óverulegar en þó mun skrúfan eitthað hafa laskast. Að sögn hafnarvarðar í Grindavíkurhöfn er ekki óal- gengt að skip taki niðri í innsigl- ingarrennunni sem er talsvert þröng. Tveir bátar tóku raunar niðri í gærdag á- svipuðum stað og Boði, en mjög erfitt var að athafna sig við höfnina vegna dimmrar þoku. ■ Munu gleraugnahillur Hagkaups tœmast endanlega á næstunni? Gísli Blöndal fulltrúi fram- kvæmdastjóra virðir fyrir sér Iðgin, sem munu banna þessa verslun. Á meðan lögin bíða staðfest- ingar máta viðskiptavinirnir af fullum krafti. NT-myndir Róbert Gleraugnasala Hagkaups varðar nú senn við lög - „Hrapaleg mistök", segja Hagkaupsmenn ■ „Þessi lög eru hrapalleg inistök." Þetta segir Gísli Blöndal fulltrúi framkvæmdastjóra Hagkaups um lög um sjóntækjafræði- nga, sem Alþingi samþykkti nýlega. Lögin banna öðrum en sjóntækjafræðingum, sem starfa samkvæmt leyfi heilbrigðisráð- lierra, alla sölu og vinnslu gleraugna. Lögin hafa enn ekki öðlast gildi vegna þess, að þau bíða birtingar í Stjórnartíðindum. Það mun þó verða gert innan skamms og þá mun Hagkaupi óleyfilegt að selja lestrargler- augu, sem þar eru nú til sölu. A meðan renna gleraugun hins vegar út eins og heitar lummur. Gísli Blöndal sagði í samtali við NT, að þeir hefðu verið að taka upp þriðju send- inguna á rúmri viku og þegar væru um eitt þúsund gleraugu seld. „Viðtökurnar eru engu líkar,“ sagði hann. Gísli sagði, að það kæmi alls ekki til greina af hálfu Hag- kaups að ráða sjóntækjafræðing í gleraugnadeild verslunarinn- ar, slíkt yrði eingöngu til að hækka verðið á gleraugunum. Þau kost a nú 595 kr. stykkið. - Munuð þið halda áfram að selja gleraugun eftir að lögin hafa öðlast gildi? „Að sjálfsögðu ekki. Hag- kaup er ekki þekkt fyrir að brjóta lög. En hitt er annað mál, að við munum fylgja þeirri stefnu Hagkaups frá upphafi að selja góða vöru á góðu verði." - En eru þið tilbúnir með einhvern mótleik? „Ég myndi ekki ljóstra hon- um upp, ef svo væri. En við erum þegar byrjaðir að benda réttum aðilum, þ.e. löggjafan- um í þessu tilviki, á þau mistök, sem við teljum að hafi verið gerð og ég hef fulla trú á, að þetta verði leiðrétt, þegar menn átta sig á þessum hlutum,“ sagði Gísli Blöndal. Hann benti á að samskonar gleraugu væru seld í verslunum bæði í Svíþjóð og Bandaríkjun- um og hefðu verið í mörg ár. Söluskattshugmyndirnar í grýttan jarðveg: Háskólamenntaðir ■ Ekki stóð á viðbrögðum háskólamenntaðra manna við hugmyndum um að inn- heimta söluskatt af þjónustu lögfræðinga, arkitekta, verk- fræðinga og fleiri, Stéttarfé- lög þessara aðila brugðu skjótt við þegar þessi áform spurðust út og þegar þing- flokkar stjórnarflokkanna hugðust taka meðal annars þessar tillögur til loka- afgreiðsiu í gær lágu fyrir bréf frá ráði sjálfstætt starfandi háskólamanna og ályktun stjórnar lögmarinafélagsins þar sem varað er við þessari skattheimtu. Bent er á að það séu ekki viðkomandi stéttir sem greiða muni þennan skatt, heldur þeir aðilar sem unnið er fyrir og þannig muni þetta fara beint út í verðlagið. í bréfi Sjálfstætt starfandi há- skólamanna er meðal annars bent á að þessi skattlagning muni hækka byggingarkostn-. að um allt að 2%. Stjórn lögmannafélagsins bendir hins vegar á að skatturinn myndi í ríkum mæli verða greiddur af fólki em síður hefði bolmagn til að standa undir þungum skatt- greiðslum. Nefna þcir sér- staklega fólk sem ekki hefur getað staðið í skilum með geiðslur fjárkrafna sem á því hvíla, en umtalsverður híuti starfa lögfræðinga fari einmitt í að krefja slikt fólk um greiðslur. Stálu sérstór- lúðuí soðið! - meðan land- aðvar ■ Tveir menn nældu sér í dágóða soðningu niður á bryggju í Reykjavík í gær. Þar var verið að landa úr Ingólfi Arnarsyni þegar mennirnir komu aðvífandi á bíl og hirtu með sér stórlúðu sem iá á bryggj- unni. Lögreglan var kvödd til og ieitaði mannanna. Að sögn varðstjóra um kvöld- matarleytið í gær höfðu mennimir ekki náðst þá en lögreglan taldi sig vita hvað þeirra væri að leita.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.