NT - 27.04.1984, Blaðsíða 4

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 4
Fóstudagur 27. apríl 1984' 4 Mangó-tangó: Kristján tíundi og Harry Belafonte á Alþingi í gær ■ Enn magnast deilan um Kókómjólkina og Mangósop- ann og hafa ekki ómerkari menn en Danakóngur, Kristj- án heitinn tíundi og Harry Belafonte blandast inn í mál ið. Það gerðist er um það var fjallað utan dagskrár á Alþingi í gær. Hvar annars staðar. Lög Kristjáns X frá 1936 Vér Christían hinn tíundi, af guðs náð konungur Islands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi af Slésvík, Holtsetalandi Stórmæri, Þétt- Búið að eyði* leggja kókó- mjólkurmarkaðinn? ■ „Víst er þetta athug- unarefni, en spurningin er bara sú hvort ekki er búið að eyðileggja kókó- mjólkurmarkaðinn svo til frambúðar að það taki því ekki að fara út í framleiðslu á kókó- mjólk,“ sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, hjá Sól h.f. spurður hvort hann hafi hugleitt slíka fram- leiðslu úr þvj' nú er búið að úrskurða* samkvæmt tollskrá, að kókómjólkin er ekki mjólkurvara held- ur telst í flokk gosdrykkja og annarra blandaðra drykkjarvara, og Mjólk- ursamsalan hefur nú hætt dreifingu hennar. Að öðru leyti kvað Davíð ekkert því til fyrir- stöðu að hann gæti farið að framleiða kókómjólk. Ekki efaðist hann heldur um að hann gæti framleitt hana miklu ódýrari en Mjólkursamsalan og jafnframt betri. Frestast greiðslur -vegna hamlaá gjaldeyrisviðskiptum í Nígeríu? ■ „Eg gct ckki ítnyndað mér að þessar aögerðir þeirra Nígeríumanna hafi nokkur áhrif á greiöslur hingað til lands. Aö vísu má búast við því að næstu daga verðí gífur- legar annir i bönkunum hjá þeint og greiðslur til okkar tefjist eitthvað þess vegna. Annað verður það varla," sagöi Jakob Ármannsson hjá Utvegsbanka íslands þcgar hann var spuröui hvort inn- köllun gjaldmiðilsins í Níger- íu og stöðvun gjaldeyris- viðskipta í landinu. sem NT greindi frá í gær. Hann sagði að menn væru svo sem vanir því að greiðslur frá Nígeríu tefðust þannig að þarna væri ekkert nýtt á ferðinni" hvað okkur snerti. merski, Láenborg og Aldin- borg, gjörum kunnugt: Al- þingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með sam- þykki voru. Þannig hóf Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra mál sitt er hann upplýsti á Alþingi í gær að fyrir ríkis- stjórninni lægi enn óafgreidd tillaga hans um að fella lög Kristjáns tíunda um undanþágu Mjólkursamsölunnar í Reykja- vík á öllum tekju og eignaskatti og aukaútsvarsgreiðslum úr gildi. Albert las upp þessa laga- grein sem er frá árinu 1936, en hún tekur einnig til Sölusam- bands íslenskra fiskframleið- enda. Upplýst var í umræðunni að SÍF hefði ekki nýtt sér þessa heimild um nokkurra ára skeið. Það var Jón Baldvin Hanni- balsson sem hóf utandagskrár- umræðuna um Kókómjólkur- deiluna í Sameinuðu þingi. Umræðan var fjörug og farið vítt um völl og vitnað til margra merkismanna máli ræðumanna til stuðnings. Þeirra á meðal Harry Bela- fonte. Guðmundur Einarsson klykkti í sinni ræðu út með því að vitna til þessa ljóðs sem Belafonte kyrjaði forðum um Mangósopann, enda snýst deilan ekki síður um hann eins og öll þjóðin veit nú orðið. Buy my Mango Listen, my woman is calling to me. She is awaiting me with anxiety Soon she will be here if I dont appear. So buy your Mango from me. Mango,buy my Mango I came to the market before the night I have got to sell my Mango before the night, So, buy my Mango, Mango, Mango. Landbúnaðarráðherra gerir úttekt Greinilegt var á stjórnar- sinnum að þeir voru reiðir forseta Sameinaðs þings fyrir að leyfa utandagskrárumræðu um málið og töldu það óþarfa vegna þess að eðlilegra væri að ræða það þegar þau tvö frum- vörp sem það snertu verða tekin til umræðu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson svaraði aðfinnslu Páls Péturssonar þar að lútandi á þann veg að þótt svo að umrædd frumvörp lægju fyrir þinginu þá væri engan veginn hægt að banna þingmönnum að spyrjast fyrir um ráðherranefndina sem nú hefur verið skipuð til að semja frið„ í þessu deilumáli stjórn- arsinna. Fram kom í umræðunni að Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra hyggst láta gera út- tekt á verðmyndun landbún- aðarvara, því ekki væri til góðs að menn héldu þetta vera leyndarmál. ■ Kristján kóngur og Harry Belafonte, sá fyrmefndi setti iög um skattfrelsi Mjólkur- samsölunnar, en sá síðar- nefndi orti... Buy your Mango from me, sem útleggs Kauptu Mangó af mér. Harry Bela- fonte er neðar á myndinni. Könnun á líklegri framþróun og stöðu íslands næsta aldarf jórðunginn: „Sannfæring okkar að nauðsynlegt sé að við vitum hvert við erum að stefna“ - segir Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra ■ Ríkisstjórnin vill nú fara að reyna að skyggnast inn í framtíðina í stað þess að standa stöðugt í því að „stagla í göt“ líðandi stundar. Steingrímur Hermannsson ásamt aðstoðarmanni sínum Helgu Jónsdóttur og Jóni Sigurðssyni, sem verður formaður framkvæmdanefndar sem ætlar að huga að breytingum og þróun næsta aldarfjórunginn. NT-mynd Róbert ■ Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra kynnti á miðvikudag tillögu sína, sem samþykkt hefur verið af ríkis- stjórninni um að gerð verði könnun á líklegri framþróun og stöðu íslands næsta aldar- fjórðung. „Það er sannfæring okkar að nauðsynlegt sé að vita hvert við stefnum - ekki aðeins að hugsa um markmið líðandi stundar, heldur miklu Iengra“, sagði Steingrímur. Tilganginn með könnun þessari sagði hann að gera stjórnvöldum, atvinnuvegum og einstakl- ingum kleyft að marka stefnu á ýmsum sviðum þjóðmála til lengri tíma. Hann benti á að þrátt fyrir menntunarstig landsmanna og mikla fjárfest- ingu á undanförnum árum hafi ekki tekist að skapa þá festu í efnahagslífinu sem æskilegt sé. Margt bendi til að skamm- tímasjónarmið hafi ráðið um of, en ekki verið hugað nægi- .lega að breytingum til lengri tíma litið. Fram kom að athuganir sem gerðar hafa verið erlendis bendi til þess að heimurinn geti lent í miklum erfiðleikum upp úr aldamótum vegna hraðfara fólksfjölgunar, álags á orkulindir og gróðurlendi og vaxandi umhverfisspjalla í stórum hlutum heimsins. Lík- ur bendi til að í þessu felist einnig hættur fyrir íslendinga, en einnig ýmis, tækifæri til að bæta stöðu okkar. Raunar kvaðst hann telja að við stönd- um að mörgu leyti betur en margar aðrar þjoðir. Þegar hafa 39 karlar og konur verið valin í sérstakan ráðgjafahóp sem ætlað er að leggja drög að því hvernig að könnun þessari skuli staðið og láta í té hugmyndir um líklega framtíðarþróun. Ur þeim hópi hefur verið valin 7 manna framkvæmdanefnd sem á að hafa frumkvæði að verkinu. Formaður hennar er Jón Sig- urðsson, forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar. Leitast var við að velja í ráðgjafahópinn full- trúa ýmissa mismunandi sjón- armiða fremur en fulltrúa ým- issa stofnana eða samtaka. Meðal þess sem lögð verður áhersla á að hópurinn vinni að er að greina líklega þróun næsta aldarfjórðungs á nýtingu auðlinda til lands og sjávar, á mannafla, menntun og þekk- ingu landsmanna, alþjóð- Allgóð rækjuveiði í Kolluál ■ Allgóð rækjuveiði hefur verið síðustu daga í Kolluál 34 mflur út af Öndverðarnesi. NT náði sambandi við skipstjórann á Hólmadrangi og kvað hann nokkra báta hafa verið þarna að veiðum síð- ustu þrjá daga og hafa fengið 10-12 tonn á sól- arhring. Hann áleit þó að þessari hrotu væri nú lokið, en rækjuna kvað hann hafa verið fremur smáa. legum viðskiptum og verka- skiptingu, verðlagningu á helstu aðföngum og afurðum, og á áhrifum á atvinnulíf og afkomu landsmanna og sam- skipta við umheiminn. Jafn- framt að benda á þær breyting- ar sem líklegt er að ofangreind þróun hafi á gildismat og viðhorf þjóðarinnar, svo og að gera tillögur um meginmarkmið á hinum ýmsu þjóðfélagssviðum í ljósi framtíðarspár. Þá er lagt fyrir hópinn að reyna að greina helstu leiðir að settum mark- miðum og draga fram þau atriði sem bæta þarf til að tryggja stöðu þjóðarinnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.