NT - 27.04.1984, Blaðsíða 12

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 12
Útvarp kl. 11.15: Síðasta Dægra- dvölin er um fugla- skoðun ■ í morgundagskrá útvarps kl. 11.15 verður síðasti þáttur Dægradvalar, sem Anders Hansen hefur umsjá með. Að þessu sinni verður umræðuefnið fuglaskoðun. Anders sagði okk- ur eiiítið nánar frá þættinum: „Við höfum reynt að hafa í þessum þætti alls kyns frí- stunda- og áhugamál fólks. Að þessu sinni, þar sem er vor í lofti, er ég með fuglaskoðun sem viðfangsefni. Ég ræð við Kjartan G. Magnússon, sem er kunnur fuglaáhugamaður og er í ritnefnd tímarits um fugla, sem hóf göngu sína á síðasta ári, og hann mun leiða okkur í allan sannleika um hvað fugla- skoðun býður upp á fyrir al- menning, hvaða fuglum fólk ætti að svipast um eftir í vor og hvernig fólk getur þekkt fugla o.s.frv. Þetta verður sem sagt með alþýðlegu yfirbragði, ekk- ert hávísindalegt", sagði hann okkur. Þetta leiðir hugann að því, að fyrir allmörgum árum var fastur síðasti liður fyrir hádegisfréttir í útvarpinu kallaður „Fugl dagsins". Þar var hverju sinni útvarpað hljóðum eins fugls og upplýst eftir á hvaða fugl hér hefði verið um að ræða. Nú er langt um liðið og kunátta þeirra, sem þá fylgdust með, farin að fyrnast og margir nýir hafa bæst í hópinn, sem vafalaust hefðu áhuga á að kynna sér hvaða liljóð hvaða fugl á. Mætti ekki endurtaka þessa þætti, nú eða búa til nýja? ■ Fuglaskoðun er skemmti legt frístundagaman. ■ Þessi saga má aldrei endurtaka sig, á það leggur séra Árelíus áherslu í erindi sínu. „ísrael verði aldrei upprætt“ - gáfaðasta þjóðin sem gef ið hef ur besta soninn, segir séra Árelíus Níelsson í erindi sínu ■ Séra Árelíus Níelsson flytur erindi sitt „Svartur skuggi á krossferli kirkjunnar" í útvarpi kl. 21.40 í kvöld. Við báðum hann að gcra aðeins grein fyrir efni erindisins. „Það er viðvíkjandi því, hvernig kirkjan hefur umgengist Gyðinga undanfarnar aldir, um ofsóknir „kristinna þjóða" gagnvart Gyðingaþjóðinni, sem þær hafa haft fyrir syndahafur, þó að það hafi aldrei verið eins hryllilegt og á tímum nazista í Evrópu, þar sem 6 milljónir Gyðinga voru myrtar. Þó hafa Gyðingar aldrei borið sig neitt á móti með vopnum eða neinu þess háttar. Ég er að óska eftir því í erindinu, að það verði ekki, aldrei framar, farið að eins og í viðbjóðslegasta glæp mann- kynsins, þegar lá við að ísrael yrði alveg upprætt, gáfaðasta þjóðin , sem gefið hefur besta soninn," sagði séra Arelíus og þykir greinilega nóg um, hvern- ig málstaður Israelsþjóðarinnar hefur verið fyrir borð borinn í fréttaflutningi af þeirri ógnar- öld, sem stöðugt herjar fyrir botni Miðjarðarhafs. Föstudagsmynd sjónvarps kl. 22.30: Ástin ber sigurorð af dauð- anum í „Griffin og Phoenix" ■ Föstudagsmyndin að þessu sinni er af viðkvæmara taginu að kann að koma tárunum út á þeim, sem ekkert mega aumt sjá. Hún er bandarísk sjón- varpsmynd frá 1976. Þar segir frá Söru Phoenix, sem leikin er af Jill Clayburgh, og Geoffrey Griffin, en hlutverk hans fer Peter Falk með. Fund- um þeirra ber saman á nám- skeiði við Háskóla Kaliforníu, sem fjallar um dauðann og að- draganda hans. Sara hefur fyrir skemmstu flutt til Los Angeles frá New York að nýloknu mis- heppnuðu ástarævintýri og þar fær hún staðfest, að hún þjáist af illkynja sjúkdómi, sem muni leiða hana til bana innan skamms. Geoffrey, ungur mað- ur á framabraut, á einnig skammt eftir ólifað. Þó að þessi veikindi þeirra sé ástæðan til þess að þau sækja námskeiðið, halda þau þeim yandlega leyndu. Bæði komast að þeirri niður- stöðu, að þau ætli að lifa lífinu til fulls, á meðan það endist, og leita hvort til annars eftir í- mynduðum hamingjuheimi. Óhjákvæmilegt er að þau kom- ist að raun um, að þau eru á sama báti innan skamms. Þó að þau setji sér í upphafi að hnýta tilfinningar sínar ekki svo nán- um böndum, að súást kvikni, sem leiðir til sársauka, fer samt svo að þau verða einlæglega og skilyrðislaust ástfangin hvort af öðru. Því fer það svo, að þegar endalokin nálgast hjá Söru og ■ Þau Sara og Geoffrey á- kveða að njóta lífsins til fulls - á meðan það endist. Jill Cla- yburgh og Peter Falk í hlutverk- um sínum. Geoffrey getur ekki að sér gert að fyllast bræði út í örlögin, sem eru þeim svona grimm, rennur fljótlega upp fyrir honum ljós, að það, sem þeim hefur hlotnast, er ómetanlegt og dýrmætt, og fáir verða þeirrar gæfu aðnjótandi á lífsleiðinni, hvcrsu löng sem hún kann að vera. Griffin og Phoenix er sögð falleg, hrífandi saga, þar sem ástin ber jafnvel sigurorð af dauðanum. Myndin er sögð koma áhorfendum til að hlægja, gráta, elska, sýna hrifningu og síðast en ekki síst muni þeir seint gleyma henni. Leikararnir fá sömuleiðis mikið lof fyrir frammistöðu sína. r Þýðandi myndarinnar er Guðrún Jörundsdóttir. Rás2kl. 14. íslendingar skrifa / Pósthólfinu innileg bréf ■ Á Rás 2 er á dagskrá í dag kl. 14.00-16.00 þátturinn Póst- hólfið og eru stjórnendur enn sem fyrr Valdís Gunnarsdóttir og Hróbjartur Jónatansson. Pósthólfið hefur verið á dagskrá Rásar 2 allt frá opnun hennar 1. des. sl., en þetta er síðasti þátturinn, að sinni a.m.k., sem þau annast í sam- einingu Valdís og Hróbjartur, þar sem Hróbjartur er að fara í lokapróf í lögfræði. Valdís hyggst hins vegar halda þætt- inum úti á eigin spytur í maí. Við slógum á þráðinn til Valdísar og forvitnuðumst um undirtektir við þáttinn. Hún lýsti fyrst ofurlítið formi þáttar- ins, en í hverjum þætti eru tekin fyrir 5-6 bréf og óskir um lög í samræmi við efni hvers þeirra. Helst er leitað eftir bréfum, sem innihalda einhverja sögu og þá í sambandi við lagið. Alltaf hefur borist meira og» minna af bréfum til þáttarins, en Valdís sagði það ofurlítið misjafnt hversu mikið af bréfun- um hægt væri að nota. Tók hún reyndar svo sterkt til orða, að fólk virtist vera illa skrifandi á íslandi! En það var ekki síður annað, sem vakti undrun Valdísar. Sagðist hún hafa orðið hissa á því, hvað íslendingar eru inni- legir í bréfaskrifum sínum til Pósthólfsins. Það koma heilu ástarsögurnar, sem ýmist hafa farið vel eða illa, og beðið um viðeigandi lög og kveðjur með. Hún sagði mikið um að konur skrifuðu þættinum, þá sér í lagi húsmæður, sem greinilega hlustuðu mikið á Rás 2, og það væri verulega gaman að bréfun- um frá þeim. Útvarp kl. 23.15: Kvöld- gestir Jónasar ■ Kvöldgestir Jónasar í kvöld eru þau Karólína Guðmunds- dóttir, sem var landsþekkt skíðakona og er nú búsett á Akureyri, og Sigurður Hall- marsson, skólastjóri, leikari og listmálari. Föstudagur 27. apríl 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fráttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaöur Karl Sigtryggsson. Kynnir Bima Hrólis- dóttir. 20.55 Skonrokk Umsjónarmaður Edda Andrésdóttir. 21.25 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. 22.30 Griffin og Phoenix Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1976. Leikstjóri Daryl Duke. Aðalhlutverk: Peter Falk og Jill Clayburgh. Myndin er ástar- saga karls og konu sem eru haldin ólæknandi krabbameini. Þrátt fyrir það reyna þau að njóta þess sem llfið hefur að bjóða áður en þaö verður um seinan. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 00.10 Fréttir i dagskrárlok Föstudagur 27. apríl 7.00 Veðuriregnir. Frétt.Bæn. Á virk- um degi. 7.25 Leikfimi. Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar Jóns- sonar frá kvöidinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðuriregnir. Morgunorð - Bjarni Þór Bjarnason talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnífaparadansinn" eftir Jón frá Pálmholti Höfundur les (2) 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Dægradvöl Þáttur um fristundir og tómstundastörf í umsjá Anders Hansen. 11.45Tónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (12) 14.30 Miðdegistónleikar Filharmón- íusveitin I New York leikur Sinfóníu nr. 8 í h-moll, „Ófullgerðu hljómkvið- unni" eftir Franz Schubert; Leonard Bernstein stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiríks- dóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. . 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Hátiðar- hljómsveitin í Bath leikur Concerto grosso I A-dúr op. 6 nr. 11 eftir Georg Friedrich Hándel; Yehudi Menuhin stjr. / Vladimir Askhenazy og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika Píanókonsert í d-moll eftir Johann Sebastian Bach; David Zinman stj. 17.10 Siðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Á Siglufirði Erf- ingur Davíðsson flytur siðari hluta frásagnar sinriar. b. „Gamla höllin“ Sigríður Schiöth les samnefnt kvæði eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi. 21.10 Hljómskálamúsik Kynnir: Guðmundur Gilsson. 21.40 „Svartur skuggl á krossferli kirkjunnar" Séra Árelíus Níelsson- ar flytur erindi. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.40 Djassþáttur Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.20 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónassonar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá RÁS 2 hefst með veður- fregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. Föstudagur 27. apríl 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnend- ur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tóm- asson og Jón Ólafsson 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnendur: Valdís Gunnarsdóttir og Hróbjartur Jónatansson. 16.00-17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linnet 17.00-18.00 I föstudagsskapi Stjórn- andi: Helgi Már Baröason 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjórnandi: Ólafur Þórðarson. Rásir 1 og 2 samtengdar með veður- fregnum kl. 01.00 og heyrist þá I Rás 2 um allt land.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.