NT - 27.04.1984, Blaðsíða 14

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 14
- Stjúpmóðir Janekomhenni út í líkamsæfingaæðið - Fóstudagur 27. apríl 1984 1 4 ■ í>að var fyrir einskæra til- viljun að Jane Fonda drottning líkamsræktarhreyfingarinnar, fór að stunda æfingar af krafti, - og það sem meira er, það var stjúpmóðir hennar, Shirlee, sem kom henni á bragðið. Jane Fonda varð fyrir slysi þegar hún var við upptöku á kvikmyndinni „The China Syndrome" 1979. Jane meiddi sig á fæti og gat lítið hreyft sig og hélt því kyrru fyrir og varaði sig ekki á því, að af því leiddi að hún bætti á sig nokkr- um kílóum. Nú stóð til að hún færi næst í að leika í mynd, sem átti að gerast í Kaliforníu, og því kaliaði hlutverkið á það, að Jane væri meira og minna fá- klædd í Kaliforníu-sólskininu. Hún átti að klæðast bikini í fyrstu atriðunum, og uppgötv- aði þá, að hún hafði lagt sér til nokkra smábagga hér og þar, t.d. ímitti ogámjöðmum. Eitthvað varð að gerast, - og það fljótt! Shirlee, stjúpmóðir Jane fór með hana í heilsuræktar- og æfingastöð til að hjálpa henni að ná sínu fyrra formi. „Þetta var erfitt til að byrja með“, sagði Jane seinna, „en ólíkt öllu sem ég hafði áður reynt. Það má segja að ég hafi „fengið bakteríuna", því upp frá þessu gat ég ekki hugsað mér annað en að stunda líkamsæfingar.“ Seinna er Jane var við kvik- myndatöku í Utah, þá var þar engin æfingastöð né ballett- skóli, svo hún varð sjálf að búa sér til æfingakerfi og halda dagbók yfir þær æfingar, sem henni líkaði best við og gerðu henni mest gagn. Það varð upphafið að Jane Fonda-kerf- inu og bók hennar um þetta efni. Nýjasta bók Jane „Coming Of Age“ (Að verða fullorðinn) er nýkomin út og þar er gert ráð fyrir æfingum fyrir þá sem komnir eru af léttasta skeiði og eins á hún að geta komið þeim að gagni, sem eru að ná sér eftir einnhvert áfall eða fötlun. Harmleikurinn á bak við myndina ■ Hún Linda Ronstadt er ekki við eina fjölina felld, hvorki í lagavali né mannavali, sagði einn „Hollywood-penninn“ um hina fallegu dökkhærðu söng- konu. Það má segja að hann hafí nokkuð til síns máls um lagaval- ið a.m.k., því að yfirleitt hefur Linda verið þekkt fyrir að flytja ný lög og aðhyllast það nýjasta í rokk-músíkinni, en allt í einu kemur í dagsljósið nýtt plötu- albúm með lögum sem hún syng- ur og nefnist albúmið „What’s ■ Dorothy Stratten 20 ára „Fögur en fávís, en góð stúlka“, sagði einn vinurinn að henni látinni. New“, en þar syngur hún gömul, rómantísk lög, sem voru mest sungin á árunum 1940-1950. Það er mikil sala í þessum plötum hennar, því það er stór hópur, sem hefur gaman af að heyra þessi lög aftur, en það virðist sem svo að plötuframleið- endur gleymi þeim mikla fjölda af miðaldra fólki, sem hefur líka gaman af því að fá músik fyrír sinn smekk. Linda er kunn fyrir að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna í ástamálunum og tala hispurs- laust um þau, bæði við kunn- ingja sína og eins opinberlega. Nú segist hún hafa fallið fyrir George Lucas, sem gerði hinar frægu Stjörnustríðs-myndir (Star Wars). „George er alveg mín týpa“, segir Linda, „Hann er gáfaður, hugmyndaríkur, skemmtilegur og umfram allt - er hann sá besti maður sem ég hef kynnst'*. Þetta er allgóður vitnisburður. Linda Ronstadt er 38 ára og Lucas 39. Þau sjást sjaldan sam- aná skemmtistöðumeða annars staðar, en Linda heimsækir hann til San Anselmo, og eins á búgarð sem hann á. Sömuleiðis kemur hann oft til hennar á heimili hennar í Malibu. Linda- Ronstadt átti lengi 9 80 vingott við Jerry Brown, ríkis- stjóra í Kaliforníu, og héldu flestir að þau ætluðu að ganga í hjónaband, en svo varð ekki og samband þeirra rann út í sandinn. Nú síðast átti Linda 22ja ára vin, grínleikarann Jim Carrey, en hún hætti að vera með honum þegar hún kynntist George Lucas í desember sl. Þá sjaldan hún Linda gefur blaðaviðtöl þá er víst að eitthvað krassandi kemur út úr því. Það er löngum vitnað til ummæla hennar um ástina, sem hún við- hafði 1977 í einu slíku viðtali. Þá sagði hún: „Ég hélt hérna fyrir eina tíð, að ég gæti aðeins sofið hjá karlmanni ef ég elskaði hann, ástin væri eina ástæðan til þess að rjúka í rúmið með honum. Enn þá held ég því fram, að ástin sé besta ástæðan til þess að sofa hjá, - en ég segi ekki lengur að ástin sé eina ástæðan! Þið skiljið, - sko, ég verð nefnilega ekki svo oft ástfangin, en það er ekki svo gott að árin líði ánþess að sofa hjá. Nei, svei mér þá, það verður bara að finna upp fleiri ástæður, svo sem hina mannlega (og kvenlegu auðvitað líka) náttúru, eða hreinlega bara girnd. Þriðja ástæðan hjá mér er forvitni. Ég spekúlera oft í því þegar ég hitti karlmenn, - hvern- ig ætli hann sé í rúminu?“. Umboðsmaður hennar á að hafa sagt nýlega, að hann hafi séð öil merki þess að Linda sé farin að óróast aftur, svo hann segist ekki búast við því að samband hennar við „Stjörnu- stríðs-manninn" verði langvinnt. Nú segist Linda vilja fara til New York og prófa að syngja í óperu. Hún hefurmestan áhuga á að komast í aðalhlutverkið í La Bohéme á næsta hausti, en hún hefur áður sungið á Broad- way í söngleiknum sjóræn- ingjarnir í Penzance eftir Gilbert og Sullivan. Þá gerði hún storm- andi lukku, hvernig sem henni' gengur með Bohéme. vhKwim&r. s III MU 1' mr 1^1 IIL'L'IB 1 Lf 1 1 1 1 af Lindu Rofístadt? ■ „Ég er bara gamaldags stúlka“, sagði Linda Ronstadt og stillti sér upp fyrir ljósmy nd- arana á Grammy-skemmtun í kjól frá 1950, og með hvíta háa hanska.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.