NT - 27.04.1984, Blaðsíða 15

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 15
Fðstudagur 27. apríl 1984 15 Mariel sem Dorothy og Eric berts, sem leikur Paul der, eiginmann og um- Ismann - og að lokum morð- ja hennar. ■ Kanínustúlka á Playboy-skemmtistað. Þannig byrjaði hinn skammi frægðarferill Dorothy Stratten. Mariel þykir mjög lík henni sem „Bunny Girl“ (kanínustúlka) ■ Nú eru þrjú ár síðan leikarar og aðrir íbúar Hollywood urðu vitni að sorglegu morði og sjálfsmorði hjónanna Dorothys Stratten og manns hennar Pauls Snider. Dorothy var aðeins 18 ára þegar hún var Ijósmynduð fyrir tímaritið Playboy, og var hún ágúst-stúlka þess 1979 og næsta ár var hún kosin „Playmate of the Year“. Það var Paul Snider, eiginmaður hennar, sem hafði komið henni á framfæri við yfirmenn Playboys, en síðar varð hann yfirfallinn af afbrýðisemi, fyrst gagnvart Hugh He eiganda Playboys, en þó tók steininn úr, þegar Dorothy byrjaði að leika í myndinni „Þau hlógu öll“ (They Ali Laughed) undir stjórn Peters Bogdanovich sumarið 1980. Þegar myndavclarnar eru í gangi þá er ég ekki lengur Mariel Hemingway heldur fyrir sætan og leik- konan Dorothy, og þvt tek ég ekki nærri mér að leika í nektaratriðum myndarinnar STAR ’80. Það má segja að afbrýðis- semi Pauls hafi ekki verið til- efnislaus gagnvart Bogdan- ovich. Dorothy hafði orðið ástfangin af honum og ást hennar var endurgoldin. Paul Snider, sem þó hafði stöðugt verið að reyna að koma konu sinni á framfæri sem fegurð- ardís og leikkonu, þoldi það ekki þegar hún fór að standa á eigin fótum og vildi jafnvel fá skilnað. Hjónaband þeirra Pauls Snider og Dorothy endaði þó ekki með skilnaði, heldur með morði og sjálfsmorði. Þetta gerðist 14. ágúst 1980 en þá var Dorothy nýlega orðin 21 árs. Þessi atburður varð kveikjan að miklum blaðaskrifum og m.a.s. voru skrifaðar bækur um líf og dauða Dorothys Stratten. Nú hefur kvikmynda- framleiðandinn Bob Fosse gert mynd um þessa atburði og Dorothy sjálf er leikin af Mar- iel Hemingway, sonardóttur rithöfundarins fræga. STAR’80 varð nafnið á mynd- inni, en undirtitill var „Death of a Playmate" (Dauði leikfé- laga). Mariel Hemingway lagði mikla áherslu á að fá aðalhlut- 'verkið í STAR’80 og fékk leikstjórann Bob Fosse til að þrófa sig, og svo fór að hann tók hana til að leika Dorothy. Mariel var spurð að því á blaðamannafundi, hvort henni hefði ekki þótt erfítt að leika nektarsenúrnar, sem komu fyrir í myndinni. Hún svaraði því þannig: „Jú, í fyrstu fannst mér það erfitt, en þetta vandist. Þegar myndatökuvélarnar eru komn- ar í gang finnst mér ég ekki lengur vera ég sjálf - heldur fyrirsætan og leikkonan Dorothy Stratten. Ég treysti leikstjóranum til þess að atrið- in verði ekki ósmekkleg og geri bara eins og hann segir fyrir um.“ Fosse leikstjóri hefur helst verið þekktur fyrir léttar söng- og dansmyndir, svo sem Ca- baret, Sweet Charity o.fl., en hann hefur líka sýnt að honum getur tekist vel í dramatískum myndum, og í STAR’80kemur það vel í Ijós. „Okkur er öllum sköpuð forlög", sagði leik- stjórinn, og „mynd þessi sýnir slíka örlagasögu”.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.