NT - 27.04.1984, Blaðsíða 23

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 23
Itl' Föstudagur 27. apríl 1984 23 Suður-Afríka: Urðu að ganga 13 hundruð km Skæruliðar UNIT A sleppa 89 útlendingum úr haldi Jóhannesarfoorg-Reuter ■ Uppreisnarmenn, sem berjast gegn stjórnvöldum í Angóla, létu í gær úr haldi 89 fanga frá ýmsum löndum. Uppreisnarmennirnir, sem tilheyra UNITA-hreyfing- unni, tóku flesta fangana í febrúar síðastliðnum. Meðal fanganna voru 19 börn. Flest- ir þeirra voru Portúgalir, sem höfðu verið að vinna í Ang- óla, en í hópnum voru einnig 15 Filipseyingar og trúboðar víðs vegar að. Fangarnir komu í gær til Jóhannesarborgar í Suður- Afríku með flugvél eftir að hafa gengið tæplega þrettán hundruð kílómetra vega- lengd frá búðum skærulið- anna. Peir virtust flestir vera við góða heilsu þrátt fyrir hina löngu göngu en margir þeirra höfðu fengið snert af malaríu og öðrum sjúkdóm- um á leiðinni. í hópnum varm.a. japönsk nunna sem hafði komið til Angóla fyrir tíu árum. Þegar skæruliðarnir handtóku hana í desember á síðasta ári var hún látin ganga 300 km áður en hún komst í farartæki sem flutti hana til búða skæruliða. UNITA-skæruliðar halda ennþá 37 útlendingum í gísl- ingu, þar af 16 Bretum. Pað er ekki vitað hvenær þeir verða látnir lausir. Sprenging kveikti í risaolíuskipi á Persaflóa Baharin-Rcuter ■ 179 þúsund tonna olíu- flutningaskip logaði glatt í fyrrinótt og gær um 70 mQur frá Khargeyju í Persaflóa. Skipið er skráð í Saudi-Ara- bíu en gert út af sænska fyrirtækinu Salenivest. Sprenging varð í skipinu er það var á siglingu á svæði sem írakar hafa lýst sem hættusvæði. Khargeyja er aðalolíuútflutningshöfn ír- ana og var skipið fullfermt hráolíu sem fara átti til Frakklands. Pótt ekki hafi borist ná- kvæmar fréttir af sprenging- unni er talið líklegt að hún hafi verið hernaðaraðgerð af hálfu íraka, en þeir hafa áður ráðist á skip á þessari sigling- arleið. 33 manna áhöfn var á skipinu og var eins þeirra saknað en hinum bjargað. í skipinu voru 300 þúsund tonn af olíu og tíundi hluti farms- ins var kominn í sjóinn í gærkvöldi. Pá stóðu góðar vonir til að takast mætti að ráða niðurlögum eldsins. íranir hafa hótað að loka Hormutssundi ef írakar stöðva útfiutninginn frá Khargeyju. Fyrir mynni Persaflóa eru bandarísk, bresk og frönsk herskip sem eiga að sjá svo um að sundinu verði ekki lokað hvað sem það kostar. Forseti Kína, Li Xiannian, býður Reagan að drekka með sér te eftir komuna til Peking. Símamynd-Polfoto „Upp skal girðingin“ -segja Indverjar Nýja Delí-Reuter ■ Indverjar segjast ætla að halda áfram við smíði girðingar á landamærum Indlands og Bangladesh þrátt fyrir mótmæli stjómvalda í Bangladesh og átök við hermenn frá Bangla- desh sem hafa reynt að hindra griðingarsmíðina. Indversk yfirvöld segja að endanlega eigi girðingin að ná yfir öll landamæri ríkjanna en þau eru samtals um 3200 km löng. Bæði Indverjar og Bangladeshmenn eru sagðir hafa sent liðsauka til landa- mæranna þar sem til átaka kom síðastliðinn þriðjudag. Stjörnvöld í Bangladesh segja að girðingin sé brot á fyrri samningum sínum við Indverja og nú síðast hafa þeir ásakað Indverja fyrir að rjúfa lofthelgi sína. Reagan stoltur af góðum tengslum við Kínverja Peking-Reuter ■ Forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sem kom til Peking í gær sagði í ræðu, sem hann hélt í matarboði sem haldið var honum tU heiðurs, að hann væri stoltur yfir þeim árangri sem náðst hefði í sam- skiptum ríkjanna frá árínu 1972 en þá tóku Bandaríkja- menn og Kínverjar upp sam- skipti sín í milli eftir 20 ára ijandskap. Reagan minntist ekkert á stuðning Bandaríkjanna við Taiwan en Kínverjar segja að sá stuðningur sé aðalhindrun þess að samskipti Kína og Bandaríkjanna geti orðið enn nánari. Kínverskir kommún- istar telja að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við þjóðernis- sinna á Taiwan sé ein helsta orsökin fyrir því að stjórnvöld þar neita að ræða við Peking- Iranir erlendis mót- mæla klerkaveldi I íran Reuter ■ íranir efndu í gær til mót- mælaaðgerða í fimm evrópsk- um borgum gegn klerkaveld- inu í íran. Tíu til tuttugu manna hópar íranskra ungmenna réðust inn í sendiráð írana í London, Haag og Frankfurt þar sem þeir slógust við sendiráðs- starfsmenn og máluðu vígorð á veggi. í París og Vínarborg ■ voru einnig haldnar mótmæla •aðgerðir en þær fóru friðs- amlega fram. Iranirnir voru stuðnings- menn Fedayeen-samtakanna en þau voru meðal þeirra sam- taka sem börðust hvað hat- rammast í byltingunni 1979. Fedayeen-samtökin eru vinstri sinnuð og núverandi stjórn- völd í íran hafa bannað þau og handtekið og líflátið ýmsai helstu forystumenn þeirra. Mótmælendurnir dreifðu bréfi þar sem þeir sögðu að af 100.000 pólitískum föngum í íran væru 10.000 félagar eða stuðningsmenn Fedayeen- samtakanna. stjórnina um endursameiningu Kína. Kínverskir fjölmiðlar sýndu óánægju sína vegna stefnu Reagans í málefnum Taiwans með því að birta í gær greinar þar sem vopnasala Bandaríkjanna til kínverskra þjóðernissinna var gagnrýnd. Þrátt fyrir þennan ágreining hefur ferð Reagans þegar skil- að nokkrum árangri. Kínverj- ar undirrituðu þannig í gær samning við Bandaríkjamenn um eftirlit með kjarorkuverum og geislavirkum efnum en Kín- verjar hafa hingað til ekki viljað fallast á erlent eftirlit með notkun sinni á kjarnorku. Bandarísk fyrirtæki geta nú selt Kínverjum kjarnaofna sem notaðir eru við raforku- framleiðslu í kjarnorkuverum. Samningamenn Bandaríkj- anna í þessum viðræðum segja að Kínverjar hyggist reisa kjarnorkuver sem geti fram- leitt 20.000 megawött en það þýðir að þeir verða að koma sér upp tíu til tuttugu stórum kjarnaofnum. Á fundi sínum með kín- verskum ráðamönnum í gær lagði Reagan áherslu á að bætt samskipti Kínverja og Banda- ríkjamanna minnki spennu á Kyrrahafssvæðiu og í Asíu og stuðli að friði. Ríkisstjórn sátta mynduð I Líbanon ■ Gemayel forseti fól í gær Rashid Karami að mynda samsteypustjórn allra helstu stjórnmála- og trúflokka landsins. Karami er múhameðstrúar og hefur verið forsætisráðherra níu sinnum síðan 1955. Sýrlendingar styðja stjórn undir forsæti Karamis og er hugmynd Gemayels sú að samsteypustjórnin geti komið á eðlilegum stjórnar- háttum og bundið enda á níu ára borgarastyrjöld í landinu. Eftir að Karami féllst á að taka að sér stjórnarforystu hvatti hann alla deiluaðila í landinu að leggja niður vopn og vinna saman að því að byggja upp þjóðfélagið og efna- hag landsins. Hann sagði að stefna ríkisstjórn- arinnar yrði að koma ísraelum út úr suðurhluta landsins og koma á pólitískum umbótum og tryggja öryggi allra þegna landsins og koma á réttlæti og jafnrétti. Olympla CPD 3212 Ein af mörgum fró Olympia Áreiðanleg og fjölhœf reiknivél sem eyðir ekki borðplóssi að óþörfu. 4» OI.VMfHA Olympia vél sem reikna má með þótt annað bregðist. Leitið nánari upplýsinga. Kr. 3.700.- stgr. KJARAINI ÁRMÚLI 22 - REYKJAVIK - SlMI 83022

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.