NT - 27.04.1984, Blaðsíða 24

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 24
 Föstudagur 27. apríl 1984 24 Utlönd Dauðadómar í Gambíu ■ 24 menn voru dæmdir til dauða í höfuðborg Gambíu sl. þríðjudag. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í uppreisn gegn stjórn- inni árið 1981. Helmingur hinna dauðadæmdu voru í hernum þegar hin misheppn- aða stjórnarbylting var gerð, hinir gegndu borgaralegum störfum. Um 800 manns létu lífið í hinni misheppnuðu stjórnar- byltingu en hún var kæfð með aðstoð hersveita frá Sene- gal. Fjáröflun með mannránum á miklu gengi að fagna Tryggingafélög fús að taka áhættuna ■ Vátryggingar hafa dregist saman í veröldinni síðustu árin, en þó er ein tegund trygginga sem færist mjög í aukana og eru engar horfur á að þar verði neitt lát á, að áliti sérfræðinga. Það eru tryggingar gegn mannránum og útláti lausnarfjár. Á síð- ustu 10 árum hafa greiðslur tryggingafélaga vegna lausnarfjár aukist úr 250 þús. dollurum í 60 millj. dollara á ári. Hryðjuverkamenn, „frelsishreyfingar" og hrein- ræktaðir glæpamenn fremja nú um 300 mannrán á ári. Þeir sem fyrir þessum ófögnuði verða eru einkum stjómmálamenn ogauðmenn eða einhverjir úr fjölskyldum þeirra og er lausnarfjár kraf- ist ef skila á þeim sem rænt er heilum á húfi. Um það bil 90% þess lausnarfjár sem tryggingafé- lög taka að sér að greiða, gegn ríflegri þóknun náttúr- lega, eru keypt af stórfyrir- tækjum vegna forstjóra þeirra og annarra fyrirmanna. Al- geng tryggingafjárhæð í slík- ■ ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti síðastliðið haust tvær tillögur, sem fólu í sér hvatn- ingu um takmörkun vígbúnað- ar í og á hafinu. í tilefni af þessum ályktunum allsherjar- þingsins hefur Javier Perez De Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skrifað þátttökuríkjunum bréf, sem þegar hefur verið svarað af sumum þeirra m.a. Sovétríkj- unum. Svarbréf Sovétríkjanna, sem er undirritað af Gromyko utanríkisráðherra, hefur verið birt opinberlega og vakið nokkra athygli, því að þar er rætt um þær hugmyndir að Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Rússnesk herskip á æfingum á hafsvæðum milli Noregs og íslands. Verður samið um samdrátt I vígbúnaðar á höfunum? Athyglisvert bréf f rá Gromyko til Sameinuðu þjóðanna gerður verði sérstakur sáttmáli um samdrátt vígbúnaðar í og á höfunum. Þar sem hér er vikið að hugmynd, sem íslendingar hljóta að láta sig varða, þykir rétt að skýra nokkuð frá um- ræddu svarbréfi Gromykos, og verður stuðzt við þýðingu APN á því. í UPPHAFI bréfsins er vak- in athygli á því, að Sovétríkin leggi mesta áherzlu á tak- mörkun kjarnavopna, því að af þeim stafi mest hætta. Síðan segir: „Það væri mikilsvert framlag til að koma í veg fyrir styrjöld að draga úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu á úthöfum og höfum. Áframhaldandi uppbygging flota og auknar aðgerðir þeirra hafa í för uneð sér hættu á röskun stöðugleika um heim allan og innan einstakra svæða og leiða til þess að fjármagn verður tekið út uppbyggingu. Þessi stefna hefur öfug áhrif á öryggi friðsamlegra siglinga og rannsóknir og athuganir á auðæfum hafsins, en þær verða æ mikilvægari fyrir mannkyn- ið. Það verður æ tíðara að sum veldi noti flotamátt sinn beint til að þrýsta á fullvalda ríki, einkum þróunarríkin, hafa af- skipti af málefnum þeirra, setja á svið vopnaðar árásir og afskipti og viðhalda leifum ný- lendukerfisins. Eins og vitað er hafa Sovét- ríkin annað hvort upp á sitt eindæmi eða í samvinnu við hin sósíalísku lönd, lagt til að gerður verði samningur um röð ráðstafana er varða gagn- kvæma takmörkun aðgerða flota og takmarkanir og niður- skurð vígbúnaðar flota, svo og ráðstafnair til að byggja upp traust almennt, bæði í ein- stökum heimshlutum, eins og Indlandshafi, á Atlantshafi og Kyrrahafi, Miðjarðarhafi og við Persaflóa. Þessar tillögur eru enn í gildi. Sovétríkin hafa rekið á eftir því að gerðar verði ráðstafanir til að halda vígbúnaðarkapp- hlaupi flotans á tvíhliða grund- velli, einkum innan ranima sovésk-bandarísku viðræðn- anna um takmörkun og síðan niðurskurð hernaðaraðgerða á Indlandshafi og hvað varðar takmörkun og niðurskurð stra- tegískra vopna. Sovétríkin hafa móttekið með ánægju hvatningu 38. Allsherjarþings SÞ um að hefja viðræður um takmörkun hern- aðaraðgerða flota, takmörkun og niðurskurð vígbúnaðarflota og útbreiðslu ráðstafana til að byggja upp traust á hafsvæðum og höfum, einkum á þeim svæðum, þar sem helztu sigl- ingal'eiðir liggja eða hætta er á að deilur komi upp. Fyrir sitt leyti eru þau reiðubúin til að taka þátt í slíkum viðræðum. Það mætti ræða um það sem brýna ráðstöfun að komast að skilmálum um t.d. að auka ekki aðgerðir flota á þeim svæðum sem deilur eða spenna ríkir. Það er nauðsynlegt að leita lausna, sem gætu komið á- standinu í lag, þar sem flotar stórveldanna eru oft lengi fjarri frá ströndum þeirra. Slíkar ráðstafanir væru að kalla heim skip, sem bera kjarnorkuvopn frá vissum haf- svæðum og höfum og tak- marka slík vopn um borð í hinum ýmsu skipum. Sovétríkin gætu einnig geng- ið lengra í átt til áhrifaríkrar Andrei A. Gromyko að flytja r*ðu á Stokkhólmsráðstefn- unm takmörkunar flotavígbúnaðar. Ráðstafanir á þessu sviði gætu t.d. falið í sér takmörkun á fjölda skipa af helstu gerðum. Jafnframt ætti að ræða það að koma á takmörkunum á gagn- kafbátakerfi og ráðstafanir með tilliti til flotastöðva á erlendu landsvæði. I framtíðinni ætti einnig að skoða niðurskurð skipafjölda á jafnvægisgrundvelli, sem eru í flota stórveldanna. Sérstaka áherslu ber að leggja á slík herskip sem flugvélamóður- skip, sem hafá afar., mikla röskun í för með sér og eru notuð til að sýna mátt og beita sjálfstæð ríki þrýstingi. Samræmdar ráðstafanir, sem miða að því að byggja upp traust gætu orðið til að koma í veg fyrir deilur og tryggt öryggi samgangna á sjó og haft mjög mikla þýðingu frá pólitísku sjónarmiði. Auðvitað verður að gera allar ráðstafanir í samræmi við regluna um að einskis öryggi skaðist, með tilliti til allra þátta, sem ákvarða valdahlut- fallið á höfum og öðrum svið- um vígbúnaðartakmörkunar, sem hafa áhrif á flotaöflin á einn eða annan hátt. Það verður að nýta að fullu möguleika á svæðisbundinni lausn til takmörkunar aðgerða flota og vígbúnaðar hans. Meðan á viðræðunum stend- ur eru Sovétríkin reiðubúin til að kanna allar viðeigandi ráð- stafanir til að tryggja gagn- kvæmt traust ríkja þess efnis, að þær skuldbindingar, sem teknar hafi verið, verði haldnar. Að mati Sovétríkjanna ættu viðræður um takmörkun að- gerða flota og flotavígbúnaðar að ná til allra stórra flotavelda og annarra ríkja, sem áhuga hefðu þar á. Frá þessu sjónar- miði væri hægt að skoða þann möguleika að halda þær innan ramma afvopnunarráðstefn- unnar í Genf. Sovétríkin eru reiðubúin til að skoða einnig þann möguleika að halda að- skildar fjölhliða viðræður um þessi málefni. Þau ganga einn- ig út frá þeirri sannfæringu, að fjölhliða viðræður um tak- mörkun aðgerða flota og víg- búnaðar flota eigi ekki að vera hindrun í vegi athugunar þess- ara mála á viðræðum milli kjarnorkuveldanna." EFTIR að SovétríknThata í megindráttum svarað á fram- angreindan hátt, er þess beðið með nokkurri forvitni hvert svar Bandaríkjanna verður. Það væri vissulega mikilvægt skref í friðarátt, ef viðræður gætu hafizt um takmörkun víg- búnaðar á höfunum. Slíka við- leitni þarf ísland að styðja á allan hátt. um tilvikum er 15 til 20 millj. dollara. Líftrygging fyrir fórnarlömb er innifalin. Skilmálar tryggingafélag- anna eru yfirleitt þeir að sé tryggðum einstaklingi rænt verður viðkomandi fyrirtæki eða fjölskylda að reiða fram féð sem krafist er í lausnar- gjald og á síðan kröfu á að tryggingafélagið endurgreiði. Flest tryggingafélög setja tvö skilyrði fyrir tryggingu gegn mannránum. I fyrsta lagi verður fyrirtækið eða fjöl- skyldan, eða hver svo sem það er sem kaupir trygging- .una að halda því stranglega leyndu að viðkomandi sé tryggður fyrir mannráni. í öðru lagi að ef tryggðum einstaklingi er rænt og lausn- argjalds krafist verður að til- kynna lögregluyfirvöldum um það samstundis og leyfa þeim að fylgjast með þróun mála. Ef ekki er staðið við þessi skilyrði er tryggingaféð ekki greitt þar sem talið er að sé ekki staðið við þessa skil- mála verði mannrán mun meira freistandi tekjuöflun- arleið. Iðgjaldagreiðslur til trygg- ingafélaga eru mjög mismun- andi eftir því í hvaða löndum sá tryggði býr. t rómönsku Ameríku eru iðgjöldin hæst, en þar eru mannránin einnig tíðust. á síðasta ári fóru tveir þriðju allra mannrána í heim- inum þar fram. Þar kostar 50 þús. dollara á ári að tryggja fyrir 1 millj. dollara lausnar- fé. Fyrir 10 árum var Argent- ína gósenland mannræn- ingja. Árið 1975 var greitt þar hæsta lausnargjald sem vitað er um í heiminum. Þá var bræðrunum Born rænt og kostaði það 60 millj. dollara að fá þá látna lausa. Fjöl- skylda þeirra á mikið korn- fyrirtæki. Á síðasta ári var aðeins eitt mánnrán framið í Argentínu, enda eru iðgjöld- in þar ekki orðin hærri en í Bandaríkjunum, sem er 10 þúsund dollarar á ári fyrir milljón dollara lausnarfé. Það eru hvergi nærri öll vátryggingafélög sem taka að sér að tryggja gegn mannrán- um og lausnargjaldi. En þau sem selja slíkar tryggingar leggja mikið upp úr að skjól- stæðingum þeirra verði ekki rænt. Þau kenna viðskiptavin- um sínum hvernig þeir eigi að varast að þeim verði rænt og hvernig þeir eigi að bregð- ast við ef svo illa fer. Þegar lausnargjalds er krafist lenda fulltrúar viðkomandi trygg- ingafélags í samningavið- ræðum við mannræningjana og geta jafnvel komist í hann krappan. Þóekki alltafvegna sjálfra mannræningjanna, eins og dæmi sýna. Fyrír nokkrum árúm voru tveir fulltrúar tryggingatélagS seuUír til umbíu til að aðstoða við að ná ríkum Bandaríkjamanni úr höndum mannræningja. Það tókst, en trygginga- mennirnir voru settir í fang- elsi af þarlendri lögreglu og fengu að dúsa þar í tvo mán- uði vegna gruns um að hafa aðstoðað mannræningjana, áður en hægt var að koma pólitíinu í skilning um að þeir væru riðnir við málið á allt annan hátt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.