NT - 27.04.1984, Blaðsíða 28

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 28
Tilkynnt um kirkjubruna ■ Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um það í gærmorgun að kirkjan á Hlíðarenda í Fljótshlíð væri að brenna. Slökkvi- liðið á Hvolsvelli var sam- stundis kvatt út og fór á staðinn. í ljós kom að þarna var um sinubruna í nágrenni kirkjunnar að ræða. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli barst tilkynn- ingin frá bæjum í nágrenni kirkjunnar en reykinn af sinueldinum bar þannig við kirkjuna að frá bæjunum séð virtist hann koma frá kirkjunni. Brennd- ist illa errör sprakk - liggur nú á gjör- gæslu- deild Land* spítalans ■ Bóndi á Ásum í Gnúp- verjahrepp brenndist tals- vert á fótum og síðu á þriðjudagskvöld þegar hann var að vinna heima hjá sér við að logsjóða vatnsrör. Rörið sem hann var að vinna við sprakk og við það skvettist úr því sjóðandi vatn. Maðurinn var fluttur á Landspítaiann og liggur þar á gjörgæsludeild. Honum líður þó vel eftir atvikum og munu sár hans ekki vera mjög alvarlegs eðlis. HRINGDU ÞU A í Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólartiriraginn. Greiddar verða lOOO krónur fyrir hverjja ábendingu sem leiðir til fráttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastseðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett ■ „Við viljum ekki láta eyðileggja húsið okkar,“ segja þau Egill Örn og Hildur Björg. Þeim tókst að bjarga kofanum sínum frá niðurrifi í gærmorgun. NT-mynd Róbert. Með hamarinn inn til borgarstjóra Davíð stöðvar niðurrif í Grjótaþorpi ■ Davíð Oddsson borgarstjóri fékk heldur óvenjulega heimsókn á skrifstofu sína í gærmorgun. „Ritarinn sagði mér, að hér frammi stæðu þrír eða fjórir vígalegir ungir smiðir á aldrinum 6-10 ára og segðust þurfa að hitta mig hvað sem það kostaði. Þess vegna var þeim nú hleypt inn,“ sagði Davíð í samtali við NT. Erindi piltanna varð að biðj- ast vægðar fyrir kofa, sem þeir voru að smíða í Grjótagötunni. Fyrr um morguninn höfðu starfsmenn hreinsunardeildar- innar komið á vettvang og ætlað að fjarlægja smíðina. Húsbyggj- endur voru ekki sáttir við þær aðfarir, en borgarstarfs- mennirnir sögðust aðeins taka við fyrirmælum frá borgar- stjóra. Málaleitan smiðanna ungu var vel tekið og kofinn fær að standa þar sem hann er, þar til hægt verður að koma honum inn í nærliggjandi húsagarð. - Hver var ástæðan fyrir því að þú ákvaðst að þyrma húsinu? „Þegar svona ákafir menn eiga í hlut, er rétt að koma til móts við þá, ef það skaðar ekki aðra,“ sagði Davíð Oddsson. „Það má aldei taka kofann, annars verðum við reið,“ sagði Hildur Björg Eydal, einn hús- byggjendanna, þegar NT kom á vettvang síðdegis í gær. ■ Ólafur Jóhannesson al- þingismaður hefur ákveðið að biðjast undan endurkjöri í framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins og hann situr ekki aðalfund miðstjórnar flokksins, sem hefst á Akureyri í dag. Ólafur sagði ástæðuna fyrir þessari ákvörðun vera þá, að hann hefði setið í fram- kvæmdastjórninni frá því að hún var stofnuð. Þýðir þetta þá, að hann ætli að draga sig í hlé frá stjórnmálum? „Ekki aldeilis, það eru engar áætlanir um slíkt.“ - Ætlarðu kannski að sitja á þingi út kjörtímabilið? „Já, og kannski lengur. Það verður bara að koma í Ijós, en það er of snemmt að fara að gefa yfirlýsingar um slík efni nú,“ sagði Ólafur Jóhannes- son. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst kl. 16.30 í dag á Hótel KEA og honum lýkur á sunnudag kl. 13. Fundinn munu sækja um 100 manns og verða atvinnu- máiin í brennidepli. Á fundin- um verður kosið í æðstu stöður innan flokksins. | f Bubbi snýr heim aftur -til aðupp- fylla samning við Safarí ■ Undanfarið hafa sögu- sagnir gengið um bæinn um það að Bubbi Mort- hens væri að koma heim. NT hríngdi í Bubba til San Fransisco og spurði hann. um sannleiksgildi orð- rómsins. Bubbi sagði að þetta væri satt, hann væri að koma heim til að ganga frá samning sem hann gerði við Safari. Hann myndi fara í 14 daga hljómleikaferð um landið og verða eitthvað lengur heima. Jafnframt sagði hann að þeir Danny Pollock myndu fara í stúdíó og hljóðrita 6 lög á prufuupp- tökur fyrir tvö amerísk fyrirtæki, Arista og MCA. Hvort tveggja eru þessi fyrirtæki mjög þekkt og öflug á bandarískum markaði. Þeim bauðst að fara í stúdíó úti á kostnað fyrirtækjanna, en þeir vilja heídur koma heima og hljóðrita á eigin kostn- að þannig að þeir geti farið með böndin til fleiri fyrirtækja. Þeir Danny hafa komið saman hljóm- sveit þarna úti með banda- rískum tónlistarmönnum og fengið góðar viðtökur, en ekki var víst hvort hljómsveitin yrði skipuð þeim tveimur einum og hinir sem spila með þá bara aðstoðarmenn, eða hvort Bandartkja- mennirnir yrðu einnig aðalmenn. Bubbi sagði fínt veður í San Fransisco, og þar væri mikið að gerast í tónlist- inni. Bubbí er semsagt að koma heim, en fer svo aftur út. ■ Bubbi Morthens

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.