NT - 28.04.1984, Blaðsíða 4

NT - 28.04.1984, Blaðsíða 4
St Ihqs Laugardagur 28. apríl 1984 ■ Trausti að Idippa einn af síðustu viðskiptavinunum. Bankastræti 12 Lokar rakarastof unnieftir 60 ár Rekstrargrundvöllur brostinn vegna hækkunar á húsaleigu ■ Rakarastofan að Banka- stræti 12 er að hætta. Við hringdum í rakarann, Trausta Eyjólfsson, og spurðum um á- stæðuna. Trausti sagði að leigan hefði verið hækkuð svo mikið að hann treysti sér ekki lengur til að reka stofuna, og hann myndi ekki opna nýja stofu í sumar að minnsta kosti. Trausti er búinn að klippa og raka höfuð fólks á þessum stað síðan 1942, en stofan var opnuð 8. nóvember, fyrir 60 árum síðan. 75-80% viðskiptavinanna eru fastir kúnnar, og verða þeir nú að leita annað. Trausti verður þó ekki atvinnulaus, því hann er einnig ökukennari. Hann bað NT að láta vita af því að nú þýddi ekki lengur að hringja á stofuna til að fá tíma, það yrði að hringja heim til hans. Glæfraferð yfirhafið: Lenti á síðasta bensíndropanum ■ Hann gerði ekki minnstu tilraun til að leyna geðshrær- ingu sinni pakistanski ferjuflugmaðurinn sem eftir að hafa verið villtur í háloftunum um tíma lenti flugvél sinni, TF LAK, á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í fyrrakvöld. Maðurinn stökk úr vélinni, lagðist á fjóra fætur niður í flugbrautina og bað ákaft: „Allah, Allah...“. Engan skyndi undra því vart mátti tæpara standa hjá manninum - vélin drap á sér á miðri flugbraut og ekki var deigur dropi af bensíni eftir í eldsneytistönkunum; hún hefði ekki haldist á lofti nema örskamma stund í viðbót. Flugferðin hófst á litlum flug- velli norðarlega á Skotlandi, en þaðan hafði ferjuflugmað- urinn tekið að sér að fljúga vélinni fyrir aðila á Egils- stöðum, sem nýlega festu kaup á henni. Ferðinni var heitið til Rcykjavíkur með viðkomu í Færeyjum. Þar lcnti flugmað- urinn í vandræðum vegna þoku en tókst með aðstoð að lenda til að taka eldsneyti. Að því loknu var lagt í loftið að nýju og mun ferðin hafa geng- ið áfallalaust upp að ströndum íslands en sunnanlands var þokuslæðingur og flugmaður- inn villtist af leið. Um klukkan 18 var vélin miðuð út frá flugturninum á Akureyri og var hún þá rétt norðan við Hofsjökul. Var henni snúið suður áleiðis til Reykjavíkur og jafnframt var flugvél flug- málastjórnar send í loftið til leiðsagnar. Hún flaug fram á TF LAK yfir Pingvallavatni og þar hélt flugmaðurinn að hann væri staddur yfir opnu hafi. Loks elti hann flugmálastjórn- arvélina til Reykjavíkur. Að sögn Hauks Hauksson- ar, varaflugmálastjóra, var tekin skýrsla af flugmanninum og hún send breskum flug- málayfirvöldum, en hann var með breskt flugskírteini, sem væntanlega verður tekið af honum ytra. TF LAK er mjög illa útbúin tækjum. í henni eru aðcins halla- og beygjumælir, hraða- mælir og hæðarmælir. Telja fróðir menn það mestu furðu að hún skyldi ná yfir hafið ekki betur útbúin en raun bar vitni. Vélin er cins hreyfils og ber fimm manns. NT spurði Guðmund Matt- híason, forstöðumann flugör- yggiseftirlitsins, hvort yfir höfuð væri heimilt að fljúga eins hreyfils vélum yfir Atl- antshafið. Hann sagði að al- þjóðareglur tækju ekki af skar- ið með það en hins vegar giltu aðrar reglur og skýrari um íslenskar eins hreyfils vélar, sem bönnuðu að þeim væri flogið yfir hafið. Hann sagði að í þessu tilfelli væri það spurning*sem ekki væri búið , að svara hvort vélin teldist innlend eða erlend því að hún væri í fyrsta skipti að koma til landsins í hendur nýrra eig- enda. ■ TF-LAK í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli í gærdag. Hinir austflrsku eigendur geta þakkað sínum sæla fyrir að hafa fengið vélina alla leið yfir haflð. Tækjakosturinn er í algjöru lágmarki enda töldu menn mestu mildi að manninum tækist að fljúga vélinni yflr Atlantshaflð og ná ströndum íslands. NT-mynd Árni Sæberg „Þessi flugmaður ekki á okkar vegum“ - segja flugvélaeigendurnir á Egilsstöðum ■ „Þessi flugmaður var ekkert á okkar vegum - Ég held að það hafi veri milli- göngumaður um kaupin sem útvegaði hann,“ sagði Eyþór Þórarinsson, einn eigenda TF LAK í samtali við NT. Eyþór sagði að einir fimmtán menn á Egils- stöðum hefðu sameinast um að kaupa vélina aðallega í þeim tilgangi að læra flug og kannski fljúga eitthvað um Austurland. Hann sagði að þeim hefði verið vel kunnugt um að vélin væri illa búin tækjum en hins vegar hefðu þeir reiknað með að ferju- flugmenn hefðu aðgang að tækjabúnaði til að hafa með sér í svona ferðir þó að svo virðist ekki hafa verið að þessu sinni. 1984 1985 Nýtt happdrættisár með §ölda stórra vínninga ognágrenni Seltjarnarnea Nýttumboð: SparísjóðurR.víkurog nágrennis, Austurströnd 17, s. 25966 Reykjavik ADALUMBOÐIÐ, Vesturverí, s. 17757-17117-24530 Verzlunin.NESKJÖR, Nesvegí 33, s. 19292 Nýtt umbod: Bókaverzl. ÚLFARSFELL, Hagamel 67, s. 24960 SJÓBÚÐIN, Grandagaröl. s. 16814 PASSAMYNDTR, Hlemmtorgi, s. 11315 Bókabúð SAFAMÝRAR, Háaleitisbraut 58-60, s. 36230 HREYFILL, benzinafgreiðslan, Feilsmúla 24, s. 85521 PAUL HEIDE, úismiður, Glæsíbœ, s. 83665 Vorzlunin RAFVÖRUR. Laugarnesvegi 52, s. 86411 HRAFNISTA, verzlunin, Laugarásí, s. 38440 Verzlunin RÉTTARHOLT, Réttarholtsvegi 1, s. 32818 Bókaverzl. JÓNASAR EGGERTSSONAR, Rofabæ 7. s. 83356 Bókabuð BREIDHOLTS, Arnarbakka 2, s 71360 Verzlunm STRAUMNES, Vesturbergi 76. s. 72800 Kópavogur BLÓMASKÁLINN viö Kársnesbraut, s. 40810 Bóka- og ritfangaverzi. VEDA, Hamraborg 5. s. 40877 og Engihjalla 4, s. 46977 BORGARBÚÐIN, Hófgerðí 30, s. 40180 Garðabær Bókaverzl. GRÍMA, Garðaflöt 16-18, s. 42720 Hafnarfíördur HRAFNISTA, verziumn, s. 53811 KÁRI og SJÚMANNAFELAGIÐ, Strandgötu 11-13. s. 50248 Mosfeilsaveit Bókaverzlunín SNERRA, Pverholti, s. 66620 Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða ogflokksmiða stenduryfir Mánaðarverð miða kr. ÍOO,-, ársmiða kr. 1.200,- t moÍGí Happdrætti B4-B5 1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.