NT - 28.04.1984, Blaðsíða 19

NT - 28.04.1984, Blaðsíða 19
IUL 1 »“ -4. ■.w.Vi'.Wi ■ Laugardagur 28. apríl 19B4 ‘ 1Í liL Ðílamarl kaður I hnotskurn: Saga Porsche á íslandi ■ Fyrsti Porsche-bíllinn á íslandi var af gerðinni 356, fyrsta gerðin sem smíðuð var. Brösuglega gekk að halda þessum gamla bíl við, og var hann að lokum seldur til Noregs fyrir um það bil 2 árum, íslenskum bílaáhuga- mönnum til ævarandi hrell- ingar. Þessi fyrsti bíll til að bera nafn Porsche var mikið byggður á Volkswagen, sem Dr Ferdinand Porsche hannaði líka, en kraftmeiri, vandaðri og byggður sem 2ja sæta sportbíll með húsi (coupé) eða blæju (spyder). Verðmæti þessara bíla hef- ur rokið upp undanfarin ár, og getur umræddur Norð- maður nú aldeilis hrósað happi. Porschar í eigu Amerí- kana hafa alltaf verið við og við á Vellinum en ekki er vitað til að neinn þeirra hafi ílentst hér. Það gerði hinsvegar bíll sem starfsmaður banda- ríska sendiráðsins átti, VW- Porsche 914, svartur að lit. Þessi gerð nýtti ódýrari fjöldaframleidda hluti úr hillum Volkswagenverk- smiðjanna, s.s. 4ra strokka boxervélin sem staðsett er í miðjum bílnum. Telst þetta vera annar Porsche í eigu landsmanna og er hann nú í nær daglegri notkun. í Fyrir 2 árum flutti Jón S. Halldórsson 9 ára gamlan 911 inn frá Svíþjóð, merkti Mótorsport í bak og fyrir og þeysti um götur bæjarins þar til gírkassinn gaf sig. Var hann þá rifinn í spað, gerður upp og birtist aftur nú í vetur, eldrauður fyrra keypti hann svo nýrri 911 í Þýskalandi og flutti inn, en hann er óskráður enn. í fyrra komu líka 1 924 og einn 924 turbo sem hafa verið í daglegri notkun síðan. Þar með er tala Porsche-bíla á íslandi kom- in upp í 5, sem von er ti| að þrefaldist á næstunni. Ekki amalegt það! VOLVO Volvo 244 D árg. 1981 ekinn 97 þús. km. BÍLASALA GARÐARS BORGARTÚN11 SÍMAR: 19615 - 18085 Volvo 244 GL árg. 1978 ekinn 67. þús. km. BÍLASALA GARÐARS BORGARTÚN11 SÍMAR: 19615- 18085 Volvo 245 GL árg. 1980, ekinn 85. þús. km. BÍLASALA GARÐARS BORGARTÚN11 SÍMAR: 19615-18085 Volvo 66 árg. 1976 m/vario- matic fæst á EV kjörum EV SALURINN SIMI: 79944 Volvo 244 GL árg. 1981 BÍLASALA HINRIKS AKRANESI SÍMI: 93-1143 VOLKSWAGEN Volkswagen 1200 árg. 1974 m/nýrri skiptivél. Fæst á EV kjörum. EV SALURINN SÍMI 79944 WILLYS Willys CJ 7 með V-6 vél ekinn 70. þús. km. BÍLASALA GARÐARS BORGARTÚN11 SÍMAR: 19615- 18085 Willys CJ 8 jeep árg. 1982 óekinn. Skipti möguleg EV SALURINN SÍMI: 79944 Willys Golden Eagle árg. 1979 ekinn 30. þús. km. Grænn 8 cyl. verð kr. 530.000. VIÐ HOFUM SELT BILA FRA UPPHAFI!!! A&al ^>íQa£aGaH MIKLATORGI Stutt lýsing á: Porsche 924 ■ Byrjunin á Porsche fjölskyldunni, með 125 DIN ha., 4ra strokka vél. Bíll sem maður fær strax á tiltinnmguna eins og maður hafi ekið honum í mörg ár. Odýrastur en jat'n vandaður og hinir dýrari; eins konar arftaki 914. Mest seldi Porscheinn. Vél; 4. strokka í línu, 1984 ccm' 125 hö. (DIN) við 5800 sn/mín. Fjöðrun: Framan: 1 McPherson„fótur“ m/gormi pr. hjól. Aftan: 1 skásett stífa m/gormi pr. hjól. Hröðun 0-100 km/h: 9,6 sek. Hám.hraði 204 km/klst. Verð: 905.000,- Porsche 944 ■ Byggður á 924 en með sérstakri 4ra strokka 2,5 lítra vél og ýmsum öðrum breytingum. Vélin cr eiginlega helmingur af V8 vélinni, enda hallað 45° í bílnum og var sérstaklega hönnuð til að gefa inikið snúningsátak og litla eyðslu. Til þess að jafna út hinn náttúrlega grófleika 4ra strokka véla er hún búin 2 jafnvægisásum og er sögð vera ein þýðgengasta fjögurra strokka línuvél heims. Vél: 4ra strokka í línu, 2479 ccm’, 163 hö. við5800sn/mín. Fjöðrun: Sama og 924. Hröðun 0-100 km/klst.: 8,4 sek. Hám.hraði 220 km/klst. Verð: 1.200.000,- t Porsche 911 ■ 911 Carrera, 911 Carrera Targa, 911 Cabrio. Árið 1963 hófst framleiðsla á arftaka 356, Porsche 911. Flat-sex strokka vélin var 2 lítrar 130 hö. Stækkaði í 2,4; 2, 7; 3, 0 og nú síðast í ’84 árgerðinni 3,2 Itr. sem gefa 231 hestafl. Svo stoltir eru Porsche-menn af þessu þróunarstigi að þeir vöktu up nafnið Carrera á alla 911-línuna. Breytingar á útliti eru sáralitlar á 21 árs ferli, nær eingöngu fólgnar í breiðari dekkjum og sterkari stuðurum. Targa útgáfan hefur lausan topp en fasta afturrúðu, Cabrio hefur tautopp og engan veltiboga. 911 Turbo hefur nú 3,3 lítra útgáfu af loftkældu álsexunni með afgasdrifinni forþjöppu sem blæs í gegn um millikæli. Vélar: Carrera: loftkæld 6 strokka „boxer" (liggjandi, 3 strokkar hvoru megin við sveifarás.) 3164 ccm\ 231 ha, við 5900 sn/mín. Turbo: Sama, nema: 3299 ccm1, 300 hö. við 5500 sn/mín. Fjöðrun: I McPherson„fótur“ m/snúningsfjöður pr. hjól. 1 skásett stífa m/snúningsfjöður pr. hjól. Hröðun 0-100 km/klst.: Carrera, 6.0 sek. Hám.hraði 245 km/klst. Turbo, 5,3 sek. Hám.hraði 260 km/klst. Verð: Carrera, 1.720.000.- Turbo, 2.790.000,- Targa, 1.800.(K)0.- Cabrio, 1.900.000.- Porsche 928S ■ Þessi bíll átti að taka við að gamla úrelta 911, en hafði auðvitað allt annan persónuleika og tók enga sölu frá 911. Kosinn bíll ársins 1978 sem segir nú meira um þá „keppni" en um bílinn sem sigraði: Vélin hefur vaxið síðan þá úr 4,5 Itr. 240 hö í núverandi 4,7 Itr. 310 hö. í 928S-2 og fæst nú líka með 4ra gíra sjálfskiptingu (frá Daimler-Benz). Talinn af mörgum bílaskríbentum erlendis vera besti hraðaksturs- bíll heims. Vél: Vatnskæld 8 strokka í V (90°), 4664 cm3, 310 hö. við 5900 sn/mín. Hröðun 0-100 km/klst.: 6,2 sek. Hám.hraði 255 km/klst. Fjöðrun: Framan: Efri og neðri þríhyrningsstífur, gormur. (pr. hjól) Áftan: Skásett neðri stífa, 1 efri stífa, gormur. Verð: 2.380.000,-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.