NT - 28.04.1984, Blaðsíða 28

NT - 28.04.1984, Blaðsíða 28
Náði tindin irniog dó ■ Búlgarskur fjallgöngu- garpur, Prodanov að nafni, setti met er hann gekk einn og án súrefnisbirgða upp á fjallið Everest á 33 dögum. En hann komst ekki niður aftur. Þegar Prodanov hafði náð tindinum, sem er 8848 metra yfir sjávarmáli, náðist tal- stöðvarsamband við hann og kvartaði hann yfir að við erfið- leika væri að stríða. Leit hófst þegar að fjallgöngugarp- inum og hefur hún engan ár- angur borið, og er hann nu talinn af. Dýnur og sængurföt björguöu lífi hans. wntin Frá viðræöum Maos og Nixons 1972. Kissinger er til hægri við Nixon, en Chou En-lai til vinstri við Mao. Túlkurinn er á milli þeirra. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Verður Kínaferðin eins hagstæð Reagan og Nixon? Kínaför Nixons varð sögulegur atburður ■ ÞÆR SPÁR hafa rætzt, að mikil athygli myndi beinast að heimsókn Ronalds Reagan til Kt'na, en hún stenduryfirþessa dagana. Fjölmiðlar hafa ekki minnst beint athygli að því, að Reagan fari hér í slóð Nixons forseta, en hann heimsótti Kína fyrst allra bandarískra forseta fyrir 12 árum eða veturinn 1972. Af mörgum ástæðum steig Nixon hér djarft spor, því að mikil andúð hafði ríkt í Banda- ríkjunum f garð Kína undan- genginn áratug eða síðan kín- verska stjórnin hafði sent fjöl- mcnnan her svokallaðra sjálf- boðaliða til'að stöðva sókn Bandaríkjahers inn í Norður- Kóreu. Gagnsókn kínversku sjálf- boðaliðanna var svo hörð, að Bandaríkjastjórn sá þann kost vænstan að láta undan síga og dró her sinn til baka. Segja má, að þetta hafi verið fyrsti stóri ósigurinn, sem Banda- ríkjaher hefur beðið í styrjöld. Þessi íhlutun Kínverja í Kóreustyrjöldinni vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, sem m.a. birtist í kvikmyndahús- um, þar sem iðulega var baulað ef Kína var nefnt á nafn. Þá beittu Bandaríkin sér gegn því árum saman, að Pek- ingstjórnin fengi sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Út- lagastjórnin á Taiwan fór því með umboð Kína þar, þótt augljóst væri, að hún myndi ekki eiga afturkvæmt. Með heimsókn sinni til Kína hjó Nixon á þennan hnút. Honum var vel tekið í Kína. Heimsókn hans markaði tíma- mót í samskiptum Bandaríkj- anna og Kína. Heimsóknin mæltist miklu betur fyrir í Bezt féll Nixon að ræða-við Chou En-lai. Bandaríkjunum en búizt hafði verið við fyrirfram. ÞAÐ DRÓ ekki neitt úr þessu, þótt mörgum væri ljóst, að heimsókn Nixons til Kína var að nokkru leyti sprottin af persónulegum ástæðum. Forsetakosningar voru framundan í Bandaríkjunum haustið 1972 og var staðan sú í ársbyrjun, að Nixon var engan veginn viss um endurkjör. Hann og ráðunautar hans álitu að heimsókn til Kína gæti bætt pólitíska stöðu hans, eins og líka varð. Fréttaskýrendur benda á, að heimsókn Reagans til Kína sé að verulegu leyti sprottin af svipaðri ástæðu. Ráðunautar hans telji, að hann geti styrkt pólitíska stöðu sína með heim- sókninni. Reagan hefur á sviði al- þjóðamála orðið seinheppnari en flestir forsetar Bandaríkj- anna, a.m.k. til þessa. Nixon gat bent á mikinn árangur á því sviði, eins ogendalok Víet- namstríðsins og bætta sambúð við kommúnistaríkin. Carter gat bent á samninginn um Panamaskurðinn, sem stór- bætti sambúð Bandaríkjanna og rómönsku Ameríku. Hann gat einnig bent á samninga Egypta og ísraelsmanna, sem höfðu náðst fyrir milligöngu hans. Reagan hefur ekki af neinu slíku að státa. Kjarnavopna- kapphlaupið hefur magnazt í stjórnartíð hans. Ástandið í Mið-Ameríku hefur enn snúizt áliti Bandaríkjanna í óhag. Bandarískur her hefur hrakizt frá Líbanon og Sýrlendingar gegna nú því hlutverki í Líban- on, sem Bandaríkin höfðu ætl- að sér. Hussein Jórdaníukon- ungur og Mubarak Egypta- landsforseti virðast hafa misst trú á Bandaríkin í svipinn og snúa sér því í auknum mæli til Rússa. I Vestur-Evrópu er Reagan tortryggður. Þannig mætti halda áfram. Þetta myndi nokkuð breyt- ast, ef Kínaheimsóknin heppn- aðist vel. Þess vegna á Reagan mikið undir því, að hún mis- heppnist ekki. Þess vegna hef- ur hann búið sig undir hana af mikilli kostgæfni. Það er víst, að Reagan mun hafa sitthvað í pokahorninu handa Kínverjum. Hann mun bjóða þeim hagstæð viðskipti og mikilvægar tæknilegar upp- lýsingar, sem yfirleitt liggja ekki á lausu. Þá er talið víst. að hann muni bjóða Kínverj- um aðstoð við að byggja kjarn- orkuver. Þetta mun þó vart nægja. Kínverjar leggja mesta áherzlu á, að Bandaríkin hætti öllum stuðningi við stjórnina á Tai- wan. Fyrir Reagan er ekki auðvelt að fallast á það, þar sem það var eitt helzt loforð hans í kosningabaráttunni 1980 að veita Taiwanstjórninni fyllsta stuðning. EITT ER ósambærilegt varðandi heimsóknir þeirra Reagans og Nixons til Kína. Reagan mun leggja megin- kapp á að vara Kínverja við Sovétríkjunum og að koma á eins konar samstarfi milli Kína og Bandaríkjanna gegn rúss- nesku hættunni. Nixon lét hins vegar í ljós, að hann færi ekki til Kfna til að spilla sambúð Kína og Sovét- ríkjanna. Markmið hans væri að hafa góða sambúð við bæði kommúnistaríkin og gera ekki neitt upp á milli þeirra. Til að árétta þetta fór hann í heim- sókn til Moskvu þremur mán- uðum eftir Kínaförina og gekk þar frá samningi milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun kjarnavopna (Salt I). Vafasamt er, að það verði auðvelt fyrir Reagan að fá Kínverja til samvinnu á móti Rússum. Þeir munu að sjálf- sögðu verða fúsir til að for- dæma frmferði Rússa í Afgan- istan og stuðning þeirra við Víetnama í Kamputseu. Hins vegar er ólíklegt til að þeir vilji dragast í eitthvert bandalag við Bandaríkin eða gera upp á milli risaveldanna, sem bæði eru heimsvaldasinnuð að dómi þeirra. Þá munu þeir ófúsir til að leggja blessun sína yfir stefnu Bandaríkjastjórnar í Mið-Ameríku og Austur- löndum nær. Lifði af 45m. fall ■ Ófeigum verður ekki í hel komið, jafnvel þótt viðkomandi eeri sitt besta til að yfirgefa þetta jarðlíf. Á föstudaginn langa ætlaði 31 árs gamall Dani að stytta sér leið inni í eilífðina og tók sér far með lyftu upp á 14. hæð sjúkrahúss í Alaborg. Hann valdi sér fljótfarnari leið niður aftur því hann stökk út um glugga. Fallið var 45 metrar. En í stað þess að hafna í líkhúsi spítalans var hann fluttur á Slysadeild og búið það um lær- brot sem hann hlaut af fallinu og er sjálfmorðskandidatinn nú á góðum batavegi. Maðurinn stökk ekki um- svifalaust eftir að hann komst upp á 14. hæð Hann settist í gluggasylluna og þar sást til hans. Starfsfólk sjúkrahússins flýtti sér í ofboði upp til manns- ins og reyndi að telja honum hughvarf. Honum var fært kaffi og sígaretta og þáði hann hvorutveggja. En hann fékkst ekki til að koma inn aftur og var staðráðinn í að taka stökkið stóra. Meðan læknar og hjúkrunar- fræðingar töfðu fyrir manninum hugsjúka kom slökkvilið borg- arinnar á vettvang og án þess að sjálfsmorðskandidatinn . veitti því athygli röðuðu slökkiliðs- mennirnir dýnum hverri ofan á aðra á þann stað sem líklegt þótti að maðurinn mundi landa á. Þegar maðurinn hafði hresst sig á kaffi og sígarettu stökk hann. En dýnurnar og sængur- fötin björguðu lífi hans og lær- brot voru einu alvarlegu meiðsl- in sem hann hlaut af 45 metra háu falli. ■ Sjálfsmorðskandidatinn í 45 metra fallinu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.