NT - 29.04.1984, Blaðsíða 8

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 8
Sunnudagur 29. aprfl 1984 8 Páll Eiríksson geðlæknir svarar spurningum lesenda ■ Ég er 46 ára gömul og þetta sem sumir kalla bara húsmóðir. Ég tók eftir auglýsingu frá ykkur þar sem segir að fólk geti leitað til blaðsins með vandamál sín og fengið einhverjar leiðbein.ingar. Það versta við þetta allt saman er að ég veit eiginlega ekki hvað gengur að mér, stundum finnst mér allt vera í lagi og jafnvel er ég ánægð með minn hlut en stundum, og það er oftast þannig, líður mér illa þó að ég viti eigin- lega ekki út af hverju það er. Ég reyni að hugsa með mér að það sé allt í lagi og það sé ekkert að óttast einhvern veginn dugar það ekki. Ég á tvö börn sem eru 19 og 22 og þau eru bæði flutt að heiman og farin að búa og einhvern veginn finnst mér að þau vilji sem minnst hafa með okkur að gera, alla vegana koma þau helst ekki hingað nema þau þurfi að fá lánaða peninga eða eitthvað ann- að og á stórhátíðum. Maðurinn minn segir að svona eigi þetta að vera og að einstaklingurinn eigi að vera sjálfstæður og mér finnst það kannski rétt en svona var þetta nú ekki heima hjá mér því að við systkinin vorum svo mikið heima og hjálpuðum mömmu og pabba og þau voru alltaf boðin og búin að létta undir með hjá okkur. Maðurinn minn er mikið að heiman, vegna vinnu sinnar, og stundum hef ég það á tilfinn- ingunni að hann vilji helst ekkert koma heim og það sé bara skyldan og kannski einhver hugulsemi við mig að hann kemur. Þetta var þó einu sinni ekki svona og ég man eftir því að kunningjakonur okkar voru alltaf að segja það við mig hvað hann væri myndarlegur og skemmtilegur maður. Þetta var líka allt í lagi fyrstu árin og á meðan krakkarnir voru litlir átt- um við saman margar góðar stundir en eftir því sem árin hafa liðið hefur þetta allt saman breyst og ég get ekki sagt að það sé nein ást lengur í okkarsambúð. Eflaust er þetta mér sjálfri að kenna, ég hef enga menntun og krakkarnir og maðurinn minn hafa öll sína menntun og ég á erfitt með að BARNA LEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESSONAR Suðurlandsbraut 12. Sími 35810 Þakio sem ponr noiðlœgt veðurfar Snöggar hitabreytingar, snjór og ís í dag, regn og þíöa á morgun eöa sterkt sólskin. „PLAGAN POPULÁR1' er framleitt til aö standast erfiöustu veðurskilyrði. „PLAGAN POPULÁR" er meöfærilegt og traust þak- og veggklæöningaefni úr galvaniser- uöu stáli meö veðrunarþolinni GAULE ACRYL húö. O >J BYGGINGAVÖRUVERSUJN BYKO KÓPAVOGS HMBURSALAIM SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000 halda uppi samræðum sem þeim finnast skemmtilegar. Oft finnst mér að þetta væri allt í lagi ef ég væri bara ekki til og ég verð að viðúrkenna það að stundum sækja að mér vondar hugsanir og ég fer að gráta af minnsta tilefni. Þegar mér hefur liðið sem verst hefur maðurinn minn sagt mér að leita læknis og passa mig á því að láta ekki krakkana verða vara við neitt og ég er honum sammála að auðvitað á maður ekki að vera að íþyngja öðrum með eigin aumingjaskap. Svona er þetta nú og mér finnst gott að vera búin að pára þetta niður, ég held ég hafi aldrei almennilega hugsað um þetta svona á skipulegan hátt. Hvað á ég að gera eða er þetta bara út af þeim aldri sem ég er á? Kæra frú, þakka bréfíð. Bréf þitt minnti mig á fyrstu hjónin, sem ég tók hjónaviðtöl við í Danmörku fyrir einum 13 árum. Þau voru bæði rétt undir fimmtugu og stóðu fjárhagslega vel að vígi. Maðurinn var há- menntaður verkfræðingur, vinsæll og vel metinn. Konan var „bara húsmóðir". Þau áttu tvö börn og höfðu einmitt nokkrum mánuðum áður upplifað, að seinna barnið fluttist að heiman og þau voru þá ein í kotinu. Það hafði reyndar ekki komið svo mikið við hann, hann hafði vini og félaga í vinn- unni og í ýmiskonar félögum þar sem hann var virkur meðlimur. Konan hafði aftur á móti helgað sig búi og börnum, hafði lifað fyrir og í gegnum börnin, ef svo mætti segja. Henni fannst hún ekkert hlutverk hafa í lífinu lengur eftir að börnin fluttu burt. Henni fannst hún ekkert kunna og ekkert geta og þegar hún varfærnislega færði þetta í tal við bóndann, fannst henni hann ekk- ert skilja hvað hún var að fara. Henni fannst hún þá engan hafa að tala við og varð æ örvæntingar- fyllri. Endaði það með því, að hún reyndi að fyrirfara sér. Síðar hefi ég oftsinnis talað við konur á þessum aldri, sem finnst þær ekk- ert hafa að lifa fyrir. Þær finna fyrir aldrinum, verða fyrr þreytt- ar. Sumar hafa mikil óþægindi af breytingaskeiðinu og oft hafa hjónin vaxið hvort frá öðru án þess að taka eftir því. Hjónin, sem ég minntist á í Danmörku höfðu fjarlægst hvort annað. Hann talaði við hana eins og tölvurnar sínar, og hún þorði ekki að trufla hann „með smámunum, hann hafði jú nóg á sinni könnu“. Hún hélt að honum væri sama um sig og hann hélt að henni liði vel í fína einbýlishúsinu þeirra. Þegar að var gáð, þótti þeim báðum vænt um hvort annað og hann hætti að tala við hana eins og tölvu (að mestu) og hún þorði oftar að tjá sig um sínar tilfinning- ar. Hún fór að líta í kring um sig eftir öðrum möguleikum til þess að nýta kraftana á en heimilinu og varð æ virkari í félagsmálum hverfisins, sem þau bjuggu í. Hún varð brátt mjög virk í æskulýðs- málum hverfisins, enda hafði hún gengið í gegnum margt með börn- unum sínum þótt ekki hefði hún langa háskólamenntun. Fann hún þarna nýtt hlutverk, grundvallað á góðri reynslu í barnauppeldi. Háskólamenntun er ekki allt og gildi lífsreynslu hins daglega amsturs má ekki vanmeta. Spurn- ingin er frekar hvernig við nýtum hana. Mér heyrist þú vera óánægð með þitt líf í dag og flest virðist snúast um þitt hjónaband og þína ófullnægju þar. f fljótu bragði sýnist mér þú eiga fjögurra kosta völ. í fyrsta lagi geturðu haldið áfram í hjónabandinu eins og það er, þ.e. látið þetta fljóta og vonast til þess að einhvern veginn muni úr rætast einhvern tímann. í öðru lagi geturðu skilið við manninn fengið þér vinnu og staðið á eigin fótum. í þriðja lagi gætirðu reynt að sætta þig við hjónabandið eins og það er og taka „örlögum" þínum. í fjórða lagi gætirðu ákveðið að reyna að breyta hjóna- Alvara lífsins Áætlunarflug til GRÆNLANDS Reykjavík - Kulusuk - Reykjavík Til 15. júní á þriðjudögum Frá 16. júní til 31. ágúst á þriðjudögum og föstudögum. LEIGUFLUG AIR TAXI — HELGI JÓNSSON Reykjavíkurflugvelli S10880 Telex3015 «7 bandinu og laga að breyttum að- stæðum ykkar hjóna. Alls ekki er útilokað, að eiginmaður þinn hafi á sinn hátt reynt að ná sambandi við þig til breytinga, en ekki tekist þar sem þið töluðuð kannski ekki á sömu bylgjulengd. Myndi ég leggja til, að þið hjónin settust saman tvö ein og reynduð að leggja niður fyrir ykkur stöðuna í ykkar hjónabandi nú. Þið gætuð rætt um kosti og galla þess og reynt að sjá hvað þið hvort fyrir sig og sameiginlega eruð ánægð með í hjónabandinu og hverju þið vilduð breyta. Ýmsu má auðveld- lega kippa i lag ef um er rætt þar sem oft hafa hjón misskilið hvort annað vegna tjáskiptaleysis. Öðru verður varla hnikrað og þá verða menn að gera upp við sig hvort þeir geti sætt sig við það eður ei. Umræður af þessu tagi eru alltaf erfiðar og oft sárar og verða báðir aðilar að taka á honum stóra sínum til þess að vel fari. Oft er heppilegt, að umræður sem þessar fari fram utan veggja heimilisins, þar sem allt er í föstum skorðum. Ýmsir hafa t.d. skroppið út fyrir borgina á hótel yfir helgi og blandað saman „huggulegheit- um“ og hjónabandsátökum með góðum árangri. Stundum takast ekki samningar eins og stjórn- málamennirnir segja og þarf þá „sáttasemjara“ í málið. Því miður hefur fólk hingað til verið alltof hrætt við að leita til geðlækna, sálfræðinga eða félagsráðgjafa, sem margir hverjir hafa mikla reynslu í að hjálpa fólki við að takast á við eigin vandamál. Ef ykkur hjónunum tekst ekki sameiginlega að ná saman tilfinn- ingalega í fyrstu umferð myndi ég því ráðleggja ykkur að leita að- stoðar hjá aðilum, sem vinna við þessi vandamál til þess að reyna að finna lausn á þessu vandamáli, sem þið hjónin bæði getið sætt ykkur við. Með bestu kveðjum og gangi ykkur báðum vel þinn Páll Eiríksson LEIGUFLUG Milli landa og innanlands. Sjúkraflug - varahlutaflug. Leitið tilboða í næstu ferð S 10880 Einnig er flugkennsla í fullum gangi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.