NT - 29.04.1984, Blaðsíða 11

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 11
Á fullt í Höfnina í Cap Dan leggur að vetri til enda þekur lagísinn svæði sem nær allt að 70 kílómetrum út frá ströndinni. ■ Þessi litli strákur hafði brennt sig illa á báðum höndum og þó að sárin væru farin að gróa kiæjaði í þau og það var svolítið sárt. Sunnudagur 29. april 1084 11 Ég skemmti mér alveg konung- lega en það er best að hafa ekki fleiri orð um það“. Ole Mathiessen benti á að sér finndist að þegar hann kæmi til íslands væri að öðru vísi en að koma til annarra landa sem hann hefði heim- sótt. Það væri ekki litið niður á Grænlendinga eins og sums staðar væri gert. Auðvitað væru tungumálin nokkur þröskuldur og vafalaust væri það danskan sem vænlegust væri í samskiptum á meðan að „þið talið ekki grænlensku og við ekki íslensku". í sambandi við hugsanlega komu grænlenskra ungmenna til íslands í framtíðinni benti Anne á að tungumálin gætu orðið nokkur þröskuldur þar sem margir tala litla eða enga dönsku. Einhvers staðar yrði þó að byrja og ef allir eru af vilja gerðir ætti slíkt ekki að koma í veg fyrir að samskipti væru aukin. Þvert á móti ætti það að vera takmarkið að yfir- stíga erfiðleika af því tagi. Talið barst að sarngöngum milli landanna og við spurðum Ole hvort hann teldi að þær væru nægilega góðar. „Sjálfsagt má alltaf gera bet- ur í þeim málum og auðveldari og meiri samgöngur ýta jú undir samskipti. f reglulegu flugi Helga Jónssonar til Kul- usuk er fólgið mikið öryggi fyrir okkur og við erum ánægð með að þau mál séu nú komin á fastan grundvöll. Það ætti líka að gera íslendingum kleift að sækja okkur heim í ríkara mæli en verið hefur og það má fullyrða að vel verður á móti þeim tekið. Við höfum líka í hyggju að reyna að auka ferða- mannastrauminn til Græn- lands og nokkurt átak hefur verið gert að undanförnu í því að fjölga gististöðum og skipu- leggja ferðir sem áhugaverðar eru fyrir þá sem vildu sækja okkur heim. Grænlendingar eru mikið að vakna til meðvit- undar um það að ferðamál geti haft mikla efnahagslega þýð- ingu. Það eru líka spennandi hlutir á seyði á pólitískum vett- vangi og skammt í kosningar þar sem fiskveiðimálin verða vafalaust efst á baugi". ■ „Við felldum tvo birni og náðum einum tólf selum í síðustu veiðiferð en verðið á selskinnum hefur fallið þó svo að ísbjarnarfeldirnir standi alltaf fyrir sínu.“ Auk þess að vera veiðimaður er Simon laghentur bæði á tré og járn. fangi með eina konu Bæjarstjórinn í Angmagssalik og ritari hans í stuttu spjalli ■ í Angmagssalik hittum við að máli bæjarstjórann Ole Mathiessen og ritara hans, Anne Hvitse Andersen en þau komu til íslands í mars sl. til sérstakra viðræðna við for- ráðamenn Kópavogskaupstað- ar sem er vinabær Angmagssa- lik á íslandi. Reyndar hefur Ole oft komið til íslands í ýmsum erindagjörðum en rit- ari hans hafði ekki áður sótt Island heim. Ole er kennari að mennt og var kjörinn bæjar- stjórí árið 1965 og hefur gegnt því embætti síðan. Við spurð- um hann fyrst hverra erinda hann hefði komið til íslands nú í vor. „Það var nú fyrst og fremst til að ræða við þá Kópavogs- menn um ýmis málefni sem tengja þessa tvo staði og ganga frá máíum varðandi samskipti bæjanna í náinni framtíð. Okkur langar til að gefa græn- lenskum knattspyrnumönnum tækifæri á því að spila á íslandi og svo auðvitað fá lið frá ykkur til að spila hér. Slík samvinna er af hinu góða og getur treyst böndin milli þjóðanna. Það gæti líka orðið okkur að miklu liði ef hægt væri að senda grænlensk ungmenni til náms- dvalar á íslandi og slík mál voru líka rædd. Það má e.t.v. segja að þetta sé í fyrsta skiptið sem við komum með beinar uppástungur um samvinnu bæjanna tveggja og ég vænti miicils af samstarfinu í framtíð- inni. Það eiga sér stað miklar breytingar á Grænlandi og við erum ekki eins einangruð og við höfum verið. Við viljum mjög gjarnan auka samvinn- una milli íslands og Grænlands á sem flestum sviðum“. Hér grípur Anne inn í samræðurn- ar. „Ég verð að segja það að ég varð svolítið hissa á því hversu vel okkur var tekið í þessari íslandsheimsókn okkar, ég bjóst eiginlega ekki við svona jákvæðum undirtekt- um. Svo var engu líkara en Ole væri kominn heim til sín því það voru svo margir sem þekktu hann og heilsuðu upp á okkur. Það var reyndar svolítið ■ Hundar og menn að leik og starfi í góðviðrinu. ■ Ole Mathiassen bæjarstjóri í Angmagssalik að koma úr íslandsreisu sinni ásamt rítara bæjarstjómar, Anne Hvidse Andersen. „Það ætti að gera íslendingum kleift að sækja okkur heim í ríkara mæli.“ viljað brenna við í eina tíð”. Hér biður bæjarstjórinn um orðið",- Ég held að við verðum að fara alla leið aftur til kristni- töku Grænlendinga til að finna dæmi um fjölkvæni, svona al- mennt á ég við. Persónulega á ég fullt í fangi með mína einu konu og held að ég mundi ekki treysta mér til að færa út kvíarnar í þeim efnum“. Hér gátum við þó ekki stillt okkur um að spyrja bæjarstjór- ann hvernig honum hefði litist á íslenskt kvenfólk. „Svona okkar á milli þá leist mér alveg stór vel á margar þeirra. Ég vona að þetta leiði ekki til milliríkjadeilna en satt að segja finnst mér þær fallegri en þær dönsku“.Anne hafði aðra sögu að segja. „Þið karlmenn eruð allir eins. Það er sama hvort þið eruð á sjó eða landi eða hverrar þjóðar þið eruð. Annars gerði ég satt að segja smá athugun á því hvernig það er að vera grænlensk kona í Reykjavík því ég brá mér ein í Þórscafe á meðan á íslands- dvölinni stóð. Ég var ekki búin að vera nema í nokkrar mínút- ur þarna inni þegar menn komu að máli við mig og þeir voru kurteisir og elskulegir og þegar í Ijós kom að ég var grænlensk, vissu þeir furðu mikið um land mitt og þjóð. skemmtilegur misskilningur sem kom upp nokkrum sinnum í ferðinni en hann var sá að fólk hélt að við værum hjón. Við erum bæði harðgift og það er gamall misskilningur ,að Grænlendingar eigi margar konur þó svo að það hafi e.t.v.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.