NT - 29.04.1984, Blaðsíða 13

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 13
4 I .>} %»»**• rV-*1 r*■ y * lil Að bregða hvorki við sár né bana ■ Ekki alls fyrir löngu var ég stödd í húsi, þar sem umræðan snerist framan af um einstakling, sem hafði farið í meðferð vegna áfengissýki. Þegar það umræðu efni var fullþæft að mati viðstaddra gat ég ekki stillt mig um að minnast á að til eru fleiri meðferðarferli en það, sem tengist áfengi. En svo virðist nú samt, sem setning „hann er í meðferð“ þýði í hugum fólks að um meðferð vegna áfengissýki hljóti að vera að ræða. Sennilega má segja með nokkrum sanni, að við íslendingar séum ekki svo ýkja sjóuð, hvað viðvíkur því að leita á, það sem okkur finnst vera náðir annarra, til að fá hjálp, leiðsögn eða einfaldlega umfjöllun um mál- efni, sem eru mjög persónuleg og þar af leiðandi viðkvæm. Á þessu sviði hefur ekki náð að skapast nein hefð og það hefur komið illa við margan manninn að þurfa á slíku að halda. Ýmsum finnst jafnvel þeir setja niður við það að hafa í raun og veru þörf fyrir slíkt og þá er oft freistandi að grípa til afneitunar. Hvað á ég við með afneitun? Jú það er sáraeinfalt. Hér kemur eitt dæmi til skýringar. Setjum svo að ég hafi á einhvern hátt orðið þess áskynja að hegðun barna minna sé talsvert ábóta- vant, jafnvel verið við mig rætt vegna þess. Ég hlusta á það, sem sagt er, en þar eð þetta kemur óumdeilanlega illa við mig, fer ég út aftur, að mér finnst, sannfærð um að þetta sé nú alls ekki svona og bý mér jafnvel til einhverja skýringu á því hvers vegna reynt sé að telja mér trú um þetta. Síðan held ég áfram að lifa lífinu og loka augunum í hvert sinn, sem staðfesting á fyrrnefndri hegðun skýtur upp kollinum. „Þetta er óþægi- legt, sárt, ég vil þetta ekki“ - og gríp til þessara varnarhátta, að stórum hluta ómeðvitað. - En þetta var um afneitun og mætti vissulega skrifa langt mál um þá ýmsu vamarhætti, sem við mannverurnar grípum til þegar að okkur er þrengt. En við ætluðum að hugsa svolítið um meðferð. Sú tegund meðferðar, sem flestum stendur hvað mestur stuggur af, er sennilega meðferð gegn geðrænum tmflunum. En hvað er það, sem gerist þegar við leitum til dæmis til geðlæknis eða sálfræðings? Hvað er svona uggvekjandi? Jú, við þurfum ekki bara að lýsa þeim ein- kennum, sem við höfum orðið vör við, heldur „eigum við líka á hættu“ að þurfa síðan að tala um þau og kafa dýpra til að finna orsakir þeirra. Það er nefnilega ekki einungis einkenni truflana, sem er æskilegt að fjarlægja heldur verður að ráðast að rótum ástandsins og komast fyrir orsökina, ef vel á að vera. Tökum dæmi: Hugsum okkur að einhver þjáist stöðugt af skjálfta og stami, við ákeðnar aðstæður. Það kann vel að vera, að hægt sé að fjarlægja þau ytri einkenni, en eftir stendur spurningin: Hvað er þarna á ferðinni, sem veldur? - Og það næsta gæti þar af leiðandi orðið, að viðkomandi fengi einhver önnur einkenni við sömu aðstæður. Magaverk og svitaköst, til dæmis. - En hver er nú afstaða okkar til að ræða um líðan okkar og tilfinningar? Svo virðist vera í fljótu bragði, sem okkur sé býsna mörgum kappsmál, að virðast ráða fyllilega við allar þær aðstæður, sem við lendum í á lífsleið- inni. Eða svo leitað sé „örlítið“ aftur í tímann, þá langar okkur mörg að vera sú manngerð, sem „bregður hvorki við sár né bana“. Og teljum okkur það til gildis. Hvers vegna? í hverju er kosturinn fólginn? Og hvað erum við í raun og sannleik, að gera okkur sjálfum og umhverfi okkar (því fólki, sem við erum samvistum við) með því að senda þessi skilaboð um að við séum járnkarlar og -kerling- ar? Gagnvart okkur sjálfum, hygg ég, að við sköpum okkur óþaflega erfitt líf, sem einkennist af að halda dauða- haldi í einhverja forhlið, sem enginn má sjá á bak við. Hvað er svona gott við það? Gagnvart umhverfi okkar virkum við sem ókleifur múr. Ein- hver, sem ógerningur er að nálgast. Eða hafið þið hugleitt hvernig það er að leita til einhvers, sem stöðugt gefur með framkomu sinni í skyn að hann þurfi lítið á öðrum að halda og ekkert komi sér nokkurn tíma úr jafnvægi? Ég skal segja ykkur nokkuð: ef það er nokkuð sem virkar í hæsta máta „smækkandi“ á mig, er það það, að sitja andspænis einhverjum, segja frá einhverju sem á mig hefur fengið, eða þá einhverju sem er ekki í lagi hjá mér (af því ég er ekki fullkomin) og fá svör eins og: „ég er nú ekkert að láta svona lagað trufla mig“; eða „það er nú langt síðan ég komst yfir það að hugsa svona“ eða þá í versta faili: „hvaða þvæla er þetta? Ég skil nú ekkert í þér að láta svona manneskja". - Já, það var þá stuðningur og uppörvun. - Það má segja að ég hafi ákaflega einfalda skoðun á framanskráðu efni: Ég held við stækkum í hvertsinn, sem einhver sýnir okkur það traust að leita til okkar vegna erfiðleika eða annars. Á þann hátt víkkar sjóndeildarhringur okkar sjálfra og við fáum enn nýtt sjónarhorn til að skoða hið marg- breytilega mannlíf, frá. -Nú, þeireru líka ýmsir, sem fella allt tal um líðan og tilfinningar undir væmni eða það að velta sér upp úr hlutunum og nefna þetta með fyrirlitningu. Hvað er svona fyrirlitlegt við að kannast við sjálfan sig sem tilfinningaveru; veru með langanir og þarfir, jafnvel þarfir sem ekki ná að uppfyllast? Eða er kannski eitthvað lítið greindarlegt við það? Er það kannski það, sem á spýtunni hangir? Ég yrði ekki hissa. Nú hugsa margir með sér, „já, maður á ekkert að vera að tala um sjálfan sig og sínar persónulegu til- finningar við aðra“. Ékki það? Hver segir? Hvenær voru þau lög sett? Nei trúið mér í þessu tilliti. Ef við komum fram af einlægni, og veitum hvert öðru hlutdeild í lífi okkar, gleði og sorgum, þá stöndum við öll ríkari eftir. Hugsið ykkur bara þann stór- kostlega létti, sem það er, að geta talað við einhvern í trúnaði, án þeirrar grímu, sem við bregðum á okkur yfirleitt; verið einfaldlega við sjálf. Það er eins og fargi sé lyft af herðum hvers einstaklings, sem tekur sig sam- an og ræðir um hlutina, í stað þess að „bregða hvorki við sár né bana.“ Það, sem ég er að reyna að sega, er bara þetta. Við ættum í Jengstu lög að reyna að forðast, að svipta okkur sjálf réttinum til að lifa, finna til, vera mannleg. - Nema innilokun, vina- skortur og tengslaleysi sé það, sem við sækjumst eftir. Var ég ekki annars að tala um meðferð? Það skyldi þó aldrei vera að með ræktun heilla og hlýrra samskipta og trúnaðartengsla, yrði mörg með- ferðin óþörf? Ekki yrði ég hissa og sennilega ekki meðferðaraðilar heldur. Og nú ætla ég að hætta þessum pistlaskrifum að sinni, en skjótast til vinkonu minnar og segja henni frá svolitlu, sem ég lenti í í morgun og olli mér sársauka, sem mig langar til að tala um og skoða betur. Sunnudagur 29. april 1984 1 3 ALTO FÆR í ALLT Nú eru allir Suzuki bílar með 6 ára ryðvarnarábyrgð Allir vita að demantar og kol eru úr sama efninu. Munurinn er sá hvernig öreindum efnisins er raðað upp. Það er líka galdurinn við SUZUKIALTO, hvérnig hlutir bílsins eru byggðir upp. - Það gerir muninn. Árgerð 1984 - Verð f rá 219.000 kr. Til handhafa öryrkjaleyfa 138.000 kr. Suzkuki Alto er einnig til sjálfskiptur - Verð frá 239.00 kr. Til handhafa öryrkjaieyfa - Verð frá 158.000 kr. Margfaldur íslandsmeistari í sparakstri Sveinn Egilsson hf. SUZUKI Skeifan 17-Sími: 85100 (HRINGBRAUT 120: Simar: Timburdeild...............28-604 Byggingavörur...... 28-600 Málningarvörur og verkfæri.28-605 Gólfleppadeild.......28-603 Flisar og hreinlætistæki.28-430 HRINGBRAUT 120 (Áðkeyrsla frá Sólvallagötu). MÁLNINGAR tílboð NÚ geta allir farið að mála Hér kemur tilboð sem erfitt er að hafna 7Ef þú kaupir mátningu fyrir 1.500 kr. eða meir færðu 5% afslátt. Efþú kaupir málningu fyrir 2.200 kr. £ eða meir færðu 10% afslátt. O Ef þú kaupir málningu fyrir 3.600 kr. eða meir færðu 15% afslátt. yf Efþú kaupir málningu i heilum tunnum, * þ.e. lOOIitra, færðu 20% afslátt og i kaupbæti frian heimakstur hvar sem er á Stór-Reykjavikursvæðinu. Auk þess ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. BYGG1NGAV0RUR HVER BÝÐUR BETUR? Ath.: Sama verð er i versluninni og málningarverksmiðjum. OPIÐ: mánud. — fimmtud. kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Laugard kl. 9 — 12

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.