NT - 29.04.1984, Blaðsíða 15

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 15
Sunmidagur 29. apríl 1984 15 li'í ■£ V íií-Íi-fc'L W'fc.-t.'X1? GOODYEAR GERIR KRAFTAVERK Til átaka sem þessa þarí gott jarösamband. Þaö nœst meö GOODYEAR hjólböröum. Gott samband jarövegs og hjólbaröa auöveldar alla jarövinnu. ■ Nei, nei þessi mynd var ekki tekin þegar Kristinn var að leggja af stað til Madrídar. Hún er frá ferðalagi sem hann fór ásamt félögum sínum hringinn í kríngum Island og það á gúmmíbát. „Komprendoss, nó klámos“ ■ Halló, er það Kristinn Err sjálfur? Já bónas días, þetta er Helgarblað NT. Hvað segir þú gott Kristinn og hvað er helst í fréttum? Ég segi barasta allt hið besta, við vorum að skríða inn rétt í þessu, sátum hér úti í garði við blokkina sem við búum í og vorum að sötra bjór. „Við“ segir þú, ertu ekki maður einhleypur? Nei, nei blessaður vertu. Ég á hér barn og buru, harðgiftur og á eitt barn. Kona mín heitir Maria Soledad eða Soll eins og ég kalla hana og dóttir okkar sem er að verða eins árs heitir Alda. Hvar kynntust þið, þú og Solla, ég meina María? Það var nú suður í Barcelónu þar sem við vorum bæði við nám. Ég man eftir því að ég var ákaflega hátíðlegur og ávarpaði hana meira að segja á latínu, ég náði eiginlega í hana á latínu og sagði „alea iacta est“ Ha Elías hvað? Nei, nei þetta er latína og þýðir að teningn- um hafi verið kastað og hún féll fyrir þessu blessunin. Annars var þetta allt þeim að kenna þarna fyrir norðan, ég var latínuhestur í Menntaskólanum á Akureyri eða latínugráni eftir því hvað þú vilt kalla það. Það má kannski segja um mig eins og Sesar að ég fór yfir Rúbíkófljót, ég fór bara í öfuga átt við hann og í allt öðrum erindagjörðum. Hvað var það sem rak þig þarna suðureftir? Ja ég veit ekki hvað skal segja, ég var á vertíð í Eyjum og mig langaði til að breyta til og ég er búinn að vera hér með annan fótinn og jafnvel báða, í ein tíu ár. Ég skrifaði mig inn í eins konar útlend- ingaherdeild við háskólann í Barce- lónu og flentist. Ástin getur farið illa með menn. Hvaðsjáspænskarstúlkur við íslenska karlmenn? Hvernig lítur þú út Kristinn? Blessaður vertu ég er ekkert glæsimenni, bæði lítill og Ijótur með aumingjalegan geithafurstopp eða síðan kleinuhring. Svo er maður líka farinn að gildna svolítið yfir miðbikið, ég er kominn með smá björgunarbelti. Ég hef reyndar alltaf verið hálf pattaralegur, þó ekki feitur beint en svona heldur á þverveginn. Ég er samt ekkert skrímsli og á mína prófíla ef lengi er leitað. Hverra manna ertu og er það tilfellið að þú sért úr Eyjum? Já ég er borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum, sonur Ólafs Ástgeirssonar með téi, bátasmiðs og Guðrúnar Sigurðardótt- ur frá Gegnishólum í Flóa. Ég er því kominn af lundaveiðimönnum og bátasmiðum í föðurætt en móðurlegg- urinn er í Bergsætt. Ég er einnig hálfbróðir Ása í Bæ sem margir kannast við. En ertu ekki að verða meiri Spánverji en íslendingur á því að nautatast þetta þarna niður á Spáni? Nei blessaður vertu maður gleymir nú skerinu seint þó maður sé lengi í burtu. Annars tek ég eftir því að ég er farinn að hugsa á spænsku meira en ég gerði og blótsyrði hér- lendra eru mér orðin tamari en þau íslensku. Það er nú einu sinni þannig að Spánverjar blóta liðugra en Islend- ingar. Það má eiginlega segja að íslenskan eigi engin blótsyrði til alla vega ekkert í líkingu við það sem hér gengur og gerist. Þegar menn blóta hér eru notuð ákaflega krrrass- andi blótsyrði sem vafalaust væri litið á sem rrrammasta klám og guðlast á íslandi. Menn yrðu trúlega dæmdir fyrir slíkt á íslandi rétt eins og þeir Spegilsmenn forðum. Hvaðan kemur þeim þetta Ijóta orðbragð Spanjólun- um? Eru þeir enn að svekkja sig yfir því að Kólumbus fann ekki sjóleiðina til Indlands? Ja ég veit það ekki, það er alla vega þannig að orð eins og „helvíti" er eiginlega það ljótasta sem menn geta sagt á íslensku eða þá einhver álíka heimilisleg orð. Hér í landi skíta menn á alla skapaða hluti þegar þeir vilja tala Ijótt og sköp kvenna eru notuð í öðru hverju orði á hinn karlrembulegasta hátt. Já það má eiginlega segja að mér sé orðið tamara að blóta á spænsku en á tungu forfeðranna. - Ja hver djöfullinn. - Já hér var meira að segja gefið út heilt klámyrðasafn, orðabók sem er upp- flettirit í vondum orðum og það var einn þekktasti rithöfundur Spánverja, Camilo Cela, sem stóð að útgáfu þessa merka rits. Annars er rétt að fara ekki meira út í þessa sálma svona í fjölmiðlum, við gætum báðir misst vinnuna út á þetta. Sísí komprendoss nó klámos. Hvað starfar þú þarna neðra Kristinn? Ja ég er að bjástra við að kenna Spánverjum að tala og skrifa á enska tungu og veitir víst ekki af. Er þetta hugsjónastarf eða fyrst og fremst fjárhagslegt atriði?Ætli við höldum okkur ekki við hið síðar- nefnda. Ég er atvinnurekandi og jafn- framt eini starfsmaður fyrirtækisins. Ég ek á bíl mínum um alla borgina og fer heim til fólks þar sem ensku- kennslan fer fram. Svo reyni ég að hafa morgnana fyrir íslenska ríkisút- varpið, les blöð og fylgist með fréttum. Það má segja að ég sé eins konar rödd hrópandans í eyðimörk- inni, spænsku eyðimörkinni. Annars er ég hér aðeins á dvalarleyfi og var reyndar að sækja um framleng- ingu á því nú nýlega. Þar áður sótti ég um dvalarleyfi sem rithöfundur en í kringum þetta allt saman er mikil skriffinnska. Svo hef ég líka pappíra frá ríkisútvarpinu auk þess sem ég á hér fjölskyldu þannig að það er kannski erfitt að reka mig úr landi. Ég er heldur ekki á förum í bili og kann ágætlega við mig þó svo að maður sakni alltaf einhvers. Hvers saknar þú þá mest? Það eru náttúrlega vinir og vandamenn auk þess sem það kemur stundum yfir mig að blóðlanga í íslenskan mat og það eru jafnvel réttir sem mér þóttu ekkert sérstakir þegar ég bjó á íslandi. Hvað eruð þið hjónin með í matinn í kvöld? Það er nú bara snarl. Annars er spönsk matargerðar- list ákaflega fjölbreytileg og ég verð að segja að ég lifi hér við hinn besta kost. Hvað með tómstundir? Hvað ertu að bralla þegar brauðstritinu lýkur? Það er nú ýmislegt. Ég hef verið að fikta svolítið við þýðingar. Orð eru nú einu sinni lifibrauð mitt og jafnframt helsta áhugamál. Ég hef mjög gaman að því að fást við orða- smíðar. Ertu með eitthvað nýsmíðað? Já ég veit ekki og þó. Ég held að hægt væri að nota orðið „fjarrit“ yfir hið alþjóðlega orð „telex". Svo finnst mér að hægt væri að tala um „tví- málga“ mann þ.e.a.s. mann sem talar tvö tungumál, þrímálga o.s.frv. samanber ómálga. Ég vildi líka minna á orð sem ég heyrði einu sinni hjá Gísla Jónssyni en það var orðið „skyrja“ og þá notað yfir jógúrt. Síðast en ekki síst vildi ég minna á orðið „lauður" sem skýrt er í orðabók Menningarsjóð sem sápulöður eða froða. Lauður gæti að mínu áliti vel komið í staðinn fyrir orðið „sjampó“. Þannig mætti tala um eggjalauður, graslauður, lauður fyrir feitt hár o.s.frv. f sambandi við auglýsingar 'gæti maður ímyndað sér að hægt væri að segja: „Vorum að taka upp nýja sendingu af Sunnusilkislauðri". Svo var ég líka með vísu í þessu sambandi eða eins og konan sagði: Líf og sálu lauðri gný löst og hraka þvœ ég. Önnur verð ég aftur ný afturbata fœ ég. Hafðu kærar þakkir fyrír vísuna og spjallið Krístinn. Ha ertu með fleiri orð. Já ég vildi bara að lokum minna á orð sem reyndar kom fram í viðtali í gamla Tímanum. Það var hann Hermann Pálsson prófessor í Edin- borg sem stakk upp á því að nota orðið „brandreið" yfir grill. Ha „brrandrreið“? Nei nei bara eitt err í hvort skiptið. Menn geta því talað um útibrandreið og brandreiðarsteikur eftir því sem við á. Svo bið ég að heilsa og óska ykkur til hamingju með nýja blaðið. Sömuleiðis og hafðu grassías fyrir spjallið, adíósos am- míkós. GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ HF Laugavegi 170-172 Simar 21240-28082 Eigum íyrirliggjandi eftirtaldar stœrdir aí traktorsdekkjum á hagstœdu verdi. — GERIÐ VERÐSAMANBURÐ — 10,0/75x15 10 strigal. ki. 4500,- 11,5/80x15 10 strigal. ki. 6410,- llLxló lOstrigal. ki. 3.870,- 12,5Lxl6 12 strigal. ki. 8.990,- GO X § O 10 strigal. ki. 8.750,- 600x16 6 strigal. ki. 3.180,- 650x16 6 strigal. ki. 3.340,- 750x16 6 strigal. ki. 3.540,- 900x16 10 strigal. ki. 8.750,- 750x18 8 strigal. ki. 6.430,- 9,5/9x24 ó strigol. ki. 8.700. 18,4/15x26 lOstrigal. ki. 21.600. 23,1/18 x 26 10 strigal. ki. 34.200. '112/10x28 óstrigal. ki. 9.660. 12,4/11x28 6 strigal. ki. 11.300. 13,6/12 x 28 6 strigal. ki. 12.700. 14,9/13x28 6 strigal. ki. 14.200. 16,9/14 x 28 8 strigal. ki. 19.800. 16,9/14x30 6 strigal. ki. 20.450. Krrristinn Err Óiafsson í símanum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.