NT


NT - 30.04.1984, Blaðsíða 1

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 1
Mánuda§ur30.apríh984-101.tbl.69.árg. Stálfélagið selur allar brotajárnsbirgðirnar! „Þýðir ekki að við séum að gefast upp" ¦ Sindrastál hf., hefur keypt allar brotajárns- birgðir Stálfélagsins hf., utan nokkur skipsflök sem liggja á eiðinu milli Gufuness og Geldinga- ness. Hefur Sindrastál þegar unnið úr járninu 150 tonn af 1. flokks stáli, sem búið er að flytja úr landi, og á ennþá eftir að vinna úr rúmum þúsund tonnum. „Þetta þýðir alls ekki að við móti höfum við aldrei verið séum að gefast upp - þvert á bjartsýnni en einmitt núna," sagði Sigtryggur Hallgrímsson, starfsmaður Stálfélagsins, í samtali við NT í morgun. „Við höfum enn sem komið er ekki aðstöðu til að vinna járnið sjálfir. Og meðan svo er hefur verið stofnað til ákveðins sam- starfs við Sindra." - Er ekki skortur á brota- járni ykkar stærsta vandamál? „Alls ekki. Samkvæmt okk- ar skýrslum og rannsóknum eru svo miklar birgðir af járni í landinu að við náum ekki að nýta það sjálfír allt. Þetta ligg- ur um allt öllum til óþurftar." Sigtryggur sagði, að meðan fyrirtækið hefði ekki yfir að ráða eigin járnbræðslu yrði það væntanlega að flytja úr landi nokkurn hluta af því brotajárni sem safnaðist saman. Hann sagðist búast við, að það yrði búið að koma sér upp járnbræðslu eftir eitt til tvöár. * YNGSTI LANGAFI ¦ „Ég held, að það sé bara alveg stórfínt, þetta er myndar- stelpa," sagði Gísli Böðvarsson, þegar hann var spurður hvernig það væri að vera líklega yngsti langafi heims. Gísli var ekki nema 51 árs, þegar dótturdóttir hans eignað- ist dóttur fyrir tænu ári. Sú stutta heitir íris Ösk og býr suður í Njarðvík. l'að var ekki annað að sjá, en að hún væri líka afskaplega ánægð með lang- afa sinn, þegar NT-menn smelltu mynd af þeim í gær. NT-mynd Róbert Sjá nánar á bls. 2 HEIMSINS Kvótamarkaðurinn blómstrar: New York: Jafntefli hjá Helga ogJóhanni ¦ Helgi Ólafsson gerði tvö jafntefli á skákmótinu í New York um helgina og er nú með 3 vinninga af 5 mögulegum. Jóhann Hjart- arson tapaði annarriskák sinni en gerði jafntefli í hinni og er með 2 vinn- inga. Efstur á mótinu er Dzindzihavil með 4Ví. vinning. Stóí slasaður ¦ Ungur maður slasaðist alvarlega á höfði, þegar hann missti vald á torfæru- hjóli sínu í grennd við Korpúlfsstaði laust fyrir kl. hálf tíu í gærkvöldi. Maðurinn bar hjálm að sögn lögregiunnar en mun engu að síður hafa hlotið svo alvarlegan áverka að hann þarf að gangast undir uppskurð. Óveiddur þorskur seldur á fjórar krónur kílóið! ¦ Þorskurinn í sjónum gengur kaupum og söliun fyrir ótrúlega Iiáar upphæðir. Þess eru dæmi að útgerðarmönnum hafi verið boðnar fjórar krónur fyrir kílóið af óveiddum þorski. Þetta er næstum þriðjungur af því verði sem fæst fyrir þorskinn þegar búið er að draga hann upp úr sjónum. Gangverðið mun þó liggja nokkru neðar eða á bilinu 2-3 krónur. NT hafði um helgina tal af mörgum aðilum um allt land og spurðist fyrir um söluverð kvót- anna. Þetta mál er að vísu allviðkvæmt af ýmsum ástæðum og menn þar af Ieiðandi fæstir fúsir til að láta nafns síns getið í sambandi við upplýsingar um þessi mál, en engu að síður tókst blaðinu að fá nákvæmar upplýsingar um þetta efni sem byggja á traustum heimild- um. Flestir útgerðarmannanna viðurkenndu fúslega að þeir væru reiðubúnir að greiða 2-3 krónur fyrir kílóið. Hins vegar vildu fæstir þeirra viðurkenna að þeir hefðu þurft að greiða nokkuð fyrir aukakvótann fyrr en gengið hafði verið á þá. Kom þá í Ijós að flestir þeirra höfðu hugsað sér a.m.k. 20% af brúttóverðmæti aflans, eða nál- ægt 2.60 kr. á kílóið. Sigurjón Jóhannsson: ¦ Sigurjón Jóhannsson tók sig vel út með „píunum' í Þjóðleikfaúsinu, eftir að verðlaunaafhendingin haföi farið fram. Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir Fékk menningar verð laun Þjóðleikhússins - Sjá nánar viðtal við verðlaunahafann bls.4

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.