NT - 30.04.1984, Blaðsíða 2

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 2
Kviknaði í íbúðarhúsinu að Holtsgötu 5: Húsið er ónýtt eftir brunann ■ Langafinn og dótturdótturdóttirin leika sér saman, Gísli Böðvarsson og íris Ósk, tæplega eins árs og með eina tönn. NT-mynd Róbert ■ íbúðarhúsið Holtsgata 5 eyðilagðist að heita mátti í eldi skömmu eftir hádegið í gær. Enginn var í húsinu þegar eldur- inn kom upp og eru eldsupptök ókunn. Slökkviliðið í Reykjavík fékk tilkynningu að reyk legði út úr húsinu lausteftirkl. 13.00 ígær. Þegar komið var á staðinn log- aði út úr anddvri oe vesturgafli hússins, og lagði mikinn reyk út úr glugga á fyrstu hæð. Tveir reykkafarar fóru inn í anddyri og slökktu þar fljótlega yfirborðseld sem farið hafði um alla íbúðina. Jafnframt leituðu þeir að fólki en enginn var inni. Töluverður eldur var þá kominn í einangrun milli þilja og þurfti að rífa klæðninguna niður. Allt innbú í íbúðinni er ónýtt. Eldur var að byrja að koma niður stiga í kjallara hússins en slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir það og bjarga innbúi út úr kjallaranum. ■ ■ Slökkviliðsmenn berjast við eldinn á Holtsgötu 5, sem er frekar lítið timburhús. Húsið er talið önýtt eftir brunann. NT-mynd Sverrir Mánudagur 30. apríl 1984 „Ekkert afrek“ Ákveðið að bjóða út veiðirétt í Vatnsdalsá: segir Gísli Böðvarsson, yngsti langafi heims ■ „Ætli það sé ekki einhver yngri en ég, það held ég að hljóti að vera. Þetta er ekkert afrek.“ Þetta sagði Gísli Böðvarsson, þegar NT bar það upp á hann, að hann væri líklega yngsti lang- afi í heimi. Gísli varð langafi í maí í fyrra, þá 51 árs. Fyrir u.þ.b. ári birtust fréttir af Spánverja nokkrum, sem náði þessu takmarki 55 ára og var hann þá talinn yngsti langafi Krónurnar lifa vel á Akureyri ■ Utanbæjarmenn tala oft um aðstöðumun hérlendis að heimsins. En Gísli sló hann út, og hann var spurður hvernig það væri að vera yngsti langafi heimsins. „Ég held, að það sé bara alveg stórfíntsagði hann, „þetta er myndarstelpa". Litla stúlkan heitir íris Ósk og býr suður í Njarðvík. Móðir hennar, dótturdóttir Gísla, heit- ir Gerður Sigurðardóttir og var hún 17 ára, þegar hún átti barnið. Guðbjörg, móðir Gerðar, var 18 ára, þegar henn- því er varðar landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið, og telja oftast á sig hallað.Nefnd hefur verið tryggari fyrirgreiðsla af ýmsu tagi í höfuðborginni, auk mikils dreifingakostnaðar á ýmsa vöru þegar hún er komin út á land. Eitt er þó það atriði þar sem Reykvíkingar standa ver en íbúar í höfuðstað norðurlands, þ.e. Akureyri. Þannig heyra Dropar að aðeins kosti eina krónu í stöðumæla fyrir norðan, á meðan höfuðborgar- búar megi hvort sem þeim líkar betur eða ver reiða af hendi fimm krónur fyrir sömu þjónustu. Á sama hátt mun krónupeningurinn vera í fullu gildi í símasjálfsölum nyrðra á meðan fimm krónu peningur- inn er aðalmyntin hér syðra. Safnast þegar saman kemur, þannig að óréttlætið er ekki allt á annan veginn. NT fer víða ■ Um það bil sem auglýsingaherferð NT brast á um páskana, fór einn íþrótta- fréttamanna NT Björn Leósson, þar sem hann stjórn- ar dóttir fæddist og sjálfur var Gísli 16 ára, þegar dóttir hans fæddist. - Kom það ekkert flatt upp á menn, þegar þú sagðir frá því er þú varðst langafi svona ungur? „Ég hef nú reyndar ekkert haldið því á lofti, en ég minnist þess ekki. Ég segi þó ekki, að kunningjarnir hafi ekki hlegið.“ Gísli sagðist ekki vita til þess, að fleiri barnabarnabörn væru á leiðinni. „Það má guð almáttugur vita aði drengjaliði frá IR á miklu körfuboltamóti sem haldið var í Norrkjöping. Þeg-, ar Björn kom til Norrköping leit allt út fyrir að auglýsinga- herferð NT hefði náð þangað. Hvar sem auga á festi blasti við NT, í sjoppum, í spor- vögnum, utan á húsum og í strætisvögnum. Þegar Björn kom í íþróttahöllina Himmel- stalundshallen, þar sem Svíar léku landsleik við Norðmenn um svipað leyti, mátti sjá miðjuhring körfuboltavallar- hvað það er langt í það,“ sagði hann. Gísli starfar hjá JL-bygging- arvörum og hefur verið þar í rúmt ár. Næstu tvö ár á undan starfaði hann í matvörumarkaði JL. Til Reykjavíkur flutti hann 1981 frá Flateyri, þar sem hann hafði búið í 32 ár. Gísli er kvæntur Guðrúnu Oddsdóttur. ins albáan með storum hvitum stöfum í miðju NT. Þegar Björn fór að kanna málið kom í ljós, að helsta blað Norrköping er Norrköp- ings Tidningar, NT. I ferðinni hitti Björn einn íþróttafrétt- amanna NT í Norrköping, og fór vel á með þeim. Varð þeim sænska að orði, að ef eitthvað væri, væri íslenska NT sæn- skara en sænska NT, merki NT í Svíþjóð eru hvítir stafir á bláum grunni, en merki NT á íslandi eru gulir stafir á bláum grunni, en það eru fánalitir Svía. Að sjálfsögðu voru lögð drög að samvinnu NT í Svíþjóð og NT á íslandi um íþrótta- fréttir. Tveir aðilar vilja borga 4.5 milljónir fyrir veiðiréttinn ■ Ákveðið hefur verið að bjóða út veiðirétt í Vatnsdalsá fyrir árið 1985 en áin hefur undanfarin ár verið leigð sömu aðilunum. Ástæðan fyrir þessu er að tvö leigutilboð auk tilboðs föstu leigutakanna bárust í ána. Þessi tilboð hljóðuðu bæði upp á 4.5 milljónir og voru talsvert hærri en tilboð föstu leigutak- anna. Þar sem ekki var talið hægt að gera upp á milli tilboðanna ákvað stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár að bjóða út veiðileyfín. jónir. Til viðbótar var boðin hagstæð útborgun, allt að 1 milljón til útborgunar strax og 3,5 milljónir ári eftir undirskrift samnings. Niðurstaða aðalfundarins var sú að erfitt væri að gera upp á milli tilboðanna og því ákveðið að bjóða ána út og bjóða samhliða út silungs- veiðiréttinn. Ólafur Magnús- son formaður veiðifélags Vatnsdalsár, sagði í samtali við NT að ekki væri endan- lega búið að ganga frá út- boðsauglýsingunni en það yrði gert fljótlega. Öll áín verðurþálausfynránö 1 y»D, nema ákveðið svæði sem er í fastri leigu. Leigutakar þess hafa byggt laxastiga við Stekkjafoss sem verður tek- inn í notkun í sumar, en það er fyrsti stigi sem byggður er í ánni. Undanfarin ár hefur áin verið leigð þeim Lýð Björns- syni og Sverri Sigfússyni ásamt fleirum, og hefur venjulega verið gengið frá samningum við þá á aðal- fundi veiðifélagsins fyrir árið á eftir. Á síðasta aðalfundi, sem haldinn var fyrir skömmu, barst hinsvegar til- boð frá Árna Gestssyni, Hjalta Pálssyni, Val Arn- þórssyni og fleirum og sam- kvæmt heimildum NT hljóð- aði það upp á 4.3 milljónir króna auk 200 þúsunda vegna seiðakaupa. Þá var ákveðið að kanna málið nánar og var aðalfundi frestað. Á framhaldsaðal- fundi skömmu fyrir páska kom síðan fram þriðja til- boðið í ána, frá Stangveiði- félagi Reykjavíkur, sem einnig hljóðaði upp á 4.5. mill-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.