NT - 30.04.1984, Blaðsíða 6

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 6
IU' Mánudagur 30. apríl 1984 Fjórir Patreksfirðingar: Ætla að bjarga grænlenska togaranum af 35 metra dýpi Á PatreksHrði stendur nú yfir undirbúningur að björgun grænlenska togarans Sermilik, sem sökk í mynni Patreksfjarðar fyrir um þrem árum, í sinni annarri veiðiferð eftir að honum var breytt í rækjuskip. Fjórir cinstaklingar á Patreksfirði keyptu skipið, þar sem það liggur á 35 metra dýpi fyrir lága upphæð. Þeir hafa nokkrum sinnum farið niður að skipinu til að skoða það og telja það heillegt, m.a. séu vélarnar hcilar. Eigendur togarans hyggjast annan frá Hafnarfirði og hinn reyna björgunaraðferðir í maí frá Reykjavíkurhöfn, tii að ná enþeirhafafengiðtvopramma, skipinu upp. Prammarnir eru með krana sem geta lyft 6-700 tonnum en skipaverkfræðingar álíta að skipið sé um 600 tonn í sjónum. Hugmyndin er að ná skipinu upp á yfirborðið og draga það á flóði upp á grynningar og láta þar flæða undan því. Þá verður að salthreinsa vélarnar á einum sólarhring- Áhætta við þessa björgun er töluverð þar sem kostnaður við björgunaraðgerðir munu skipta hundruðum þúsunda og árangur er ekki séður fyrir. Ef björgunin tekst er um mikil verðmæti að ræða. Eigendurnir eru hins veg- ar bjartsýnir um að björgunin takist því nú á að reyna að bjarga dýpkunarskipinu Gretti sem sökk á Faxaflóa á 70 metra dýpi fyrir nokkrum árum. Sermilik er 54 metra langt stálskip og var byggt árið 1950, ætlað til hvalveiða í Norður- höfurn. Það var endurnýjað árið 1960 og síðan var því breytt í rækjutogara árið 1980, og þá búið fullkomnustu til rækju- veiða. Tillaga um háþróaðan iðnað á íslandi: „Risastökk inn í framtíðina“ Konur sterkar á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins ■ Á næstu árum verður 500 milljónum króna varið til þró- unar, rannsókna og uppbygg- ingar í háþróuðum iðnaði svo Hjó ircidadaqur 1984 Góðir íslendingar Árlegur hjólreiðadagur S.L.F. verður 12. maí n.k. Við trúum því að málefni okkar komi þér við. Með þessu bréfi viljum við gefa þér tækifæri til að leggja okkur lið. Málefni sem við ætlum að koma í framkvæmd - DVALAR OG HVLÍLDARHEIMILI FATLAÐRA BARNA - Er það sem skiptir máli er að við leitum til þín. Sérþarfir fatlaðra barna eru margar og mismunandi. Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra gerir sitt ýtrasta til að leysa þessar margbrotnu þarfir m.a. með aðstoð þinni. Uppbygging dvalarheimilis fyrir fötluð börn að Reykjadal í Mosfellssveit, eins vel útbúnu og frekast er kostur, verður okkar viðfangsefni á næstu árum. Þar er mikið verk að vinna. Grunnskólanemar munu leita til þín um stuðning, þeir munu hjóla í þágu þeirra sem ekki geta hjólað. Við heitum á vinsemd og aðstoð þína. Verum minnug þess að með sameinuðu átaki hafa Islendingar gert krafta- verk. Um leið þökkum við þeim sem hafa veitt okkur aðstoö á liðnum árum. Með kveðju ST'i RKTA'RFÉLAG lí.l LAMAÐRA OG FATI.AÐRA KVENNADEILD sem rafeinda- og lífefnaiðnaöi, verði farið að vilja aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokks- ins, sem lauk á Akureyri í gær. Með tillögu þessari kemur fram áherslubreyting hvað framtíðarskipulag í iðnaði varðar, en hingað til hafa ís- lendingar lagt megináherslu á tillögur, sem ganga út á að byggja upp orkufrekan iðnað. Að sögn eins fulltrúa á aðal- fundinum gengur Framsóknar- flokkurinn þarna í fararbroddi hvað aðra iðnbyltinguna varðar. ■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins að flytja ræðu sína á aðalfundi miðstjórnar flokksins á Akureyri um helgina. Það var Þorsteinn Ólafsson úr Reykjavík, sem stóð að tillög- unni um háþróaðan iðnað á íslandi eða að „risastökkinu inn í framtíðina" eins og annar þingfulltrúi orðaði það á þing- inu um helgina. Það vakti athygli að hlutur kvenna í forystuliði Framsókn- arflokksins hefur stækkað, en fjórir af níu í framkvæmda- stjórninni eru nú konur. Fund- inn sóttu um 90 fulltrúar víðs vegar að af landinu og þar af voru um 30 konur. Aðalmál fundarins voru at- vinnu- og efnahagsmál. í sam- þykkt fundarins kemurfram, að flokkurinn stefnir að því að koma verðbólgunni niður í eins stafs tölu strax á næsta ári samhliða því að halda uppi fullri atvinnu og grynnka skuldir íslands við útlönd. „Fagna öll- um hug- myndumum aukið fé til rannsókna“ segir Víglundur Þorsteinsson ■ „Eg get ekki annað en fagnað öllum hugmyndum um aukið fé til rannsókna og þróunarstarfsemi í iðn- aði,“ sagði Víglundur Þor- steinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda, þeg- ar hann var spurður um þær tillögur aðalfundar miðstjórnar Framsóknar- flokksins um að veita 500 milljónum króna á næstu 5 árum til rannsókna, þró- unar og uppbyggingar á háþróuðum iðnaði, svo sem lífefna- og rafeinda- iönaði. Víglundur sagði, að ugglaust væru miklir möguleikar í þessari teg- und iðnaðar. „Hins vegar er mín skoðun sú, að fram- tíðin geti verið á mörgum sviðum iðnaðar, ekkert síður í ýmsum öðrum greinum en þessum. Frumatriðið er að öll iðn- þróun okkar í framtíðinni verður að byggjast á út- flutningsstarfsemi. Þareru vaxtarmöguleikarnir lang- mestir," sagði Víglundur. Hann sagði, að enn sem komið væri, ættum við nærtækari möguleika í raf- eindaiðnaði og með góðri og öflugri markaðsstarf- semi erlendis ætti að vera hægt að auka verulega út- flutning á ýmsum raf- eindatækjum. „Ég held, að lífefnaiðnaðurinn sé enn mjög skammt á veg kominn, en þar þarf tví- mælalaust rannsóknir,“ sagði Víglundur- Sippuðu 42 kíiómetra ■ Nokkrir krakkar frá félags- miðstöðinni í Bústaðhverfi sipp- uðu frá Hveragerði til Reykj- avíkur á laugardaginn. Til- gangurinn með þessu skemmti- iega uppátæki var að safna fé í ferðasjóð. Seldar voru auglýs- ingar á bíl þann er fylgdi hópn- um og gaf það um tíu þúsund krónur í aðra hönd. Halldór Jónsson leiðbeinandi hópsins, sagði í viðtali við NT, að með þessum peningum væri ferðasjóðurinn kominn upp í u.þ.b. fimmtán þúsund og væri ætlunin að leigja bíl og aka síðan eitthvað út í buskann, einhvern tíma í sumar. Frá Hveragerði var lagt upp kl. hálf tíu á laugardagsmorgun- inn og var áætlað að koma til Reykjavíkur milli kl. 4 og 5. Svo ntikill kraftur reyndist þó vera í sippurunum að þau voru komin til höfuðstaðarins kl. Iiálf fjögur og urðu þannig um klukkutíma á undan áætlun. Halldór sagði að þau hefðu meira að segja numið staðar einstöku sinnum og sippað á staðnum til að fara ekki allt of langt fram úr áætluninni. Sumir voru að vísu orðnir nokkuð lerkaðir við komuna til Reykjavíkur, sagði Halldór, en engu að síður voru allir eld- hressir eftir að hafa sippað þessa 42 kílómetra. fÉÉg5^;;.ý Eldhressir sipparar á leiðinni frá Hveragerði til Reykjavíkur NT-mynd: Svenni (gteplötubúdin Laugavegi 20 Sími 20181 r^íherecoídshoooe 0 3 ★ Fyrstir með nýjar plötur ★ Gott úrval af litlum ★ Gott úrval af 12” plötum ★ Gott úrval af nýjum stórum plötum Sérpöntum allar fáanlegar: Popp- Rock - Diskó og millimúsík plötur. Sendum í póstkröfu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.