NT - 30.04.1984, Blaðsíða 10

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 10
Innflutningur hafinn á... Reynsluakstur AríAmssonstilarmbíla Mánudagur30. apríl 1984 1 0 PORSCHE TIL ÍSLANDS! ■ Það fór ekki framhjá þeim sem komu á sýninguna Auto ’84 að einhver bjartsýnismaður var þar með heila þrjá nýja Porsche sportbfla. Þessi maður, Jón S. Halldórsson, útgefandi bílablaðs, keppandi í ralli, mótókrossi, sjósporti og Porscheeigandi með meiru, hefur tekið að sér umboð fyrir Porsche-bílasmiðjurnar á ís- landi. Hann býður nú upp á ótrúlega góð kjör fyrir þá sem kannski hefur lengi dreymt um þessa vönduðustu sportbíla heims. Vegna þess hve eftir- spurn eftir þessum mikið til handsmíðuðu bílum hefur aukizt gífurlega, ekki sízt undanfarin ár, hafa verksmiðj- urnar neyðzt til að taka upp langa biðlista, en til kynningar er boðinn styttri afgreiðslu- frestur, úr þremur í tvo mán- uði, (924, 944) og úr 8 í 5 mánuði (911, 928), verulegur afsláttur af verði fram á sumar og hagstæð lán, allt aðeinu ári. Samkvæmt Jóni S. Halldórs- syni hafa hvprki meira né minna en 10 íslendingar fest kaup á bíl nú þegar þrátt fyrir verðið, sem byrjar þar sem verðlistar flestra annarrá bíla- umboða enda. Blaðamanni NT gafst nú á dögunum kostur á að kynna sér Porsche línuna og reynslu- aka einum þeirra, 928 S.. Eitt það fyrsta sem maður tekur eftir þegar sezt er undir stýri er hve vel bíllinn „passar" utanum ökumanninn. Sætið er stinnbólstrað (ekki þó eins hart og í Benz og BMW), frekar lágt og rafstillanlegt á alla vegu. Stýrishjólið er líka still- anlegt og fylgir aðalmælaborð- ið með, til þess að afstaða stýris og mæla raskist ekki. Strax og stórum lyklinum er snúið dettur vélin í gang og inn í bílinn berst dempað „átta- gata“ hljóð, aðallega frá púst- kerfinu. Hægagangur eru klettstöðugir 600 snúningar, þótt bílinn sé kaldur, en sé skiptistöngin sett í D og snert við gjöfinni, fer vélin strax upp um ca 1000 snúninga og bíllinn einna helzt svífur af stað. Strax vekur athygli hve vel allar ójöfnur hverfa undir bílinn, maður á von á því að svona sportbíll sé miklu stífari og harðari en þessi er. Mikilvægasti mælirinn í Porsche 928 S, ekki sízt sjálf- skiptum, er hraðamælirinn. Á örlítilli gjöf er mælirinn á svipstundu farinn að sýna þriggja stafa tölur þannig að nauðsynlegt er að fylgjast vel með honum. Botngjöf hins- vegar veldur þvi einu að bíllinn skýst áfram án hávaða eða spóls og án þess að lyftast að framan eða síga að aftan. Beygjur teknar hratt ná heldur ekki að raska þessu furðulega jafnvægi, jafnvel þótt holur og ójöfnur séu út um allt. Alltaf full stjórn, og það á miklu meiri hraða en maður hélt mögulegt. læsingu sem til er, stýrið ná- kvæmt og stillt í samræmi við fjöðrunina. Afturfjöðrunin er hönnuð til að forða yfirstýr- ingu í lengstu lög með einka- leyfisvernduðum útbúnaði spyrnanna (s.k. „Weissach- öxull“) Síðast en ekki sízt er allt stillt saman í eina heild til þess að ökumaðurinn hafi betri stjórn á bíl sínum á 80 km hraða/klst en hægt er að hafa á öðrum á mun minni hraða. Sé það ekki nóg er 928 S búinn sterkum stuðurum með glussa- dempurum undir mjúkum ytri hlífunum sem taka smæstu Petta er einn aðalkostur bíls- ins fyrir íbúa meginlands Evr- ópu, að skera vegalengdir niður við trog og gefa öku- manninum þá tilfinningu að vera á minni hraða en hann er. Porsche 928 S nær 255 km hraða á klst og getur haldið honum svo lengi sem vegurinn endist. Sumir kunna að spyrja til hvers öll þessi orka og fullkomnun er, hér er jú ekki leyfilegt að aka á meiri hraða en 80 km/klst? Berum þetta saman við kraftlyftingamann sem æfir þar til hann getur lyft óskaplegum þunga, þangað til hann hefur ekkert fyrir byrði sem venjulegu fólki er ofraun. Pað er óhætt að fullyrða að á 80 km hraða á klst er Porsche 928 S einn öruggasti bíll sem hægt er að ferðast um á vegna þess hve lítið hann hefur fyrir því. Þurfa öruggir bílar að líta út eins og skriðdrekar? Ekki aldeilis. Bezta ráðið til að forðast meiðsli í yfirvofandi árekstri er að forðast árekstur- inn og til þess hefur þessi bíll bezta útbúnað sem völ er á. Lágprófíl dekkin gefa mikið grip, bremsurnar hafa full- komnasta kerfi til að forða höggin án þess að á þeim sjái. En hvað með praktísk atriði, er óhætt að nota Porsche 928 S. við allar íslenzkar aðstæður, á malarvegum, í vetrarakstri, innanbæjarakstri o.s.fr.v.? Tökum fyrst hæð undir lægsta punkt, sem fyrir utan framsvuntuna (spoilerinn) er um 13 sm, rétt nægilegt fyrir sumar hraðahindranirnar hér í bæ. Mann hryllir við tilhugsun- inni um hve miklu tjóni sem til dæmis fullstór steinn á vegin- um getur valdið, á þessu tveggja og hjálfrar milljónar króna dýra bíl. Hæðin hefur líka áhrif í vetrarakstri, þegar breið hrað- akstursdekkin yrðu að víkja fyrir mjórri vetrardekkjum og felgum. Þá ætti hann líka að komast þokkalega vel áfram meðan snjór er ekki djúpur, með splittað drif og nákvæm- lega 50% af sínum 1500 kílóa þunga á drifhjólunum. í almennum akstri innan- bæjar eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga, eins og breiddin sem er mun meiri en flestra venjulegra bíla. Þess vegna þarf maður að passa sig Sunnlendingar Rangœingar Sumarhjólbarðar komnir — gerið verðsamanburð Dæmi um verð Fólksbílahjólbarðar (Sólaðir) Dráttarvélahjólbarðar 155x13 kr. 1.255,- 10x28 kr. 9.800,- 165x13 kr. 1.350,- 11x28 kr. 11.290,- 175x14 kr. 1.520.- 12x28 kr. 12.660.- 185x14 kr. 1.800,- 13x28 kr. 14.200,- 165x15 kr. 1.510,- 14x28 kr. 17.300,- GREIÐSLUKJÓR HJOLBARÐA & VERKSTÆÐI Björns Jóhannssonar, Lyngási 5, Rangárvallasýslu. Sími 5960 Opið kl. 8.00-22.00 sunnudaga kl. 13-18. Örugg þjónusta

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.