NT - 30.04.1984, Blaðsíða 11

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 11
Mánudagur 30. aprfl 1984 11 Ll að koma ekki of nálægt gang- stéttarköntum og slíku, ef 16 tommu álfelgurnar eiga að halda sínum djúpa glans. Ekki má framendinn heldur koma of nálægt köntum vegna plastsvuntunnar sem er langt fyrir framan framhjólin og, eins og áður er getið, mjög stutt yfir götu. Við að leggja í stæði kemur sér vel að útsýni úr bílnum er mjög gott, og alls ekki erfitt að gera sér grein fyrir mörkum bílsins. Pláss fyrir farangur tveggja manna er vel nægilegt, en ekki er ráðlegt að taka tengdamúttu með, því plássið fyrir aftursætisfarþega veltur á því hversu framarlega framsætis- farþegar sitja. Belti eru þó við öll fjögur sætin og vel hægt að sitja afturí fyrir börn a.m.k. stuttar vegalengdir. Milliaftur- sætanna, í sérhönnuðu hólfi, er komið fyrir sjúkrakassa (sem er skylda í Þýzkalandi að hafa í hverjum bíl) og aftast undir gófinu, við hliðina á risastórum rafgeymi er vara- dekkið. Sumum gæti dottið í hug að hér hefði Porsche klúðrað málum, því varadekkið er loft- laust. Með 928 S fylgir rafmagnsloftdæla til þess að blása samanbrjótanlegt vara- dekkið upp í eðlilega stærð, og líka hanzkar, svunta ög poki utanum sprungna dekkið. Hugsað fyrir öllu þar!. En það er fleira sem skilur Porsche frá öðrum bílategund- um. Pótt vörur Porsch A.G. kosti íbúðarverðfærfólk mikið fyrir aurana, samsetning t.d. fer að mjög miklu leyti fram í höndunum þótt dýrt sé. Allir Porschar eru zínkhúðaðir, og það vel svo að ber ómáluð skel af 911 sem staðið hefur á stalli fyrir utan aðalstöðvar Porsche í Zuffenhausen í mörg ár er enn ekki farin að ryðga. Vél- arnar eiga að endast 300.000 km með lágmarks viðhaldi og varahlutir furðu ódýrir að sögn innflytjanda- Látum síðustu orðin vera einkunnarorð Porsche; „Fahren in seiner schönsten form", sem útleggst í beinni þýðingu: „Akstur í sínu feg- ursta formi". Dodge Aries árg. 81. ekinn 40.000 km. 2ja dyra, silfurgrár, framhjóladrifinn, sjálfskiptur, vökvastýri. Dodge Aries árg. 81, ekinn 41.000 km. 2ja dyra, Ijósgrænn, framhjóladrifinn, sjálfsk. vökvastýri. Dodge Royal Monaco árg. 76 ekinn 52.000 km. silfurgrár., innfluttur nýr, 1980, sjálfsk. meö öllu. Dodge Ramcharger árg. 79, ekinn 30.000 km, brúnn og gulllitur, einn slæsilegasti jeppi landsins. Ford Bronco árg. 74, 6 cyl, beinskiptur. Krómfelgur, allur endursmíöaur, mjög góöur jeppi. Mazda 929 limited árg. 82 ekinn 20.000 km. Ljósblár, sjálfsk. vökvastýri, topplúga, raf- magn í öllu. Mazda 929 árg. 82, lítið ekinn, koparbrúnn. Mazda 323 árg. 77 ekinn 77.000 km. Orange litur, ný frambretti, góö kjör. Skoda 120 L árg. 78, ekinn 5.000 km. á vél, rauður, engin útborgun. Talbot Samba árg. 82, ekinn 35.000 km. rauður, vetrar og sumardekk, góö kjör. VW Golf, árg. 78, ekinn 129:000 km. rauður, útvarp, fæst á góðum kjörum. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 Kópavogi Sími 42600

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.