NT - 30.04.1984, Blaðsíða 20

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 20
Inr?l Petra Kelly um Græningjana: « fla 9> iþi rota og úrræðalaust kvennaveldi ■ Einn aösópsmesti Græningi í Vestur-Þýska- landi, Petra Kelly, var höf- uðtalsmaður flokksins þegar hann vann glæsilegan sigur í síöustu þingkosningum og hlaut 5.6% allra greiddra atkvæða. Hún vandar fé- lögum sínum ekki kveðjurn- ar eftir að hún var rekin úr röðum forystuliösins. Hún segir þá þreytta og kaldlynda og ófæra um að takast á við ■ Petra Kelly aðkallandi pólitísk vanda- mál. Petra Kelly heldur þing- sæti sínu þótt flokkur Græn- ingja hafi hafnað henni sem einum af þrem aðaltals- mönnum flokksins. í viðtali við vikublaðið Quick segir hún flokksmennina örmagna og óþolinmóða, og þeir rífist stöðugt innbyrðis og séu þeir hræddir og öryggislausir og gjörsamlega óhæfir til að sinna þeim málum sem þeir voru kjörnir til að berjast fyrir. Græningjarnir ná engum stefnumálum sínum fram og þeir hafa ekki getað komið í vcg fyrir að bandarískum eldflaugum sé komið fyrir í Evrópu, og innbyrðis erjur aukast stöðugt meðal Græn- ingja. Græningjarnir unnu sinn stóra kosningasigur í mars á síðasta ári. I febrúar sl. sauð upp úr í þingflokknum þegar Gert Bastian, fyrrum herfor- ingi skriðdrekasveita, sagði af sér þingmennsku vegna ósættis við flokksbræður sína. Hann var einn aðal- stuðningsmaður Petru Kelly. Hún tók undir gagnrýni hans á þingflokkinn og þá var ekki að sökum að spyrja. Kelly segir að skriffinnsku- æði Græningjanna sé svo magnað, að það sé jafnvel verra en hjá Efnahagsbanda- laginu. Mikil endurnýjun hefur farið fram á forystuliði flokksins og er val hinna nýju foringja næsta einhliða. Á toppinn komast engir nema konur. Kelly heldur því fram að notaðar séu mjög ósæmilegar aðfarir til að koma á þessu kvennaveldi og séu baráttuaðferðirnar því miður afskaplega karl- mannlegar. Mánudagur 30. apríl 1984 20 ■ Jóhannes Páll páfi annar. Hann hefur nú ákveðið að láta íbúa nokkurra Asiulanda njóta persónulegrar blessunar sinnar. Jóhannes Páll páfi: ■ Kaþólikar í Suður-Kóreu mótmæla. Þeim hefur fjölgað mikið á síðustu fimmtán árum og þeir eru nú sterkt þjóöfélagsafl í Suður-Kóreu en Suður-Kórca er eitt þeirra landa sem páfinn mun hcimsækja í Asíuferð sinni. heimsókn til Asíu ■ Samkvæmt fréttum frá Vatikaninu í Róm mun Jóhann- es Páll páfl annar fara í ellefu daga heimsókn til nokkurra As- íulanda í byrjun maí. Seul í Suður-Kóreu verður fyrsti viðkomustaður páfans, en þangað kemur hann þann þriðja maí næstkomandi. Þar á páfinn m.a. aðhittaforseta Suður-Kór- eu, Chun Doo -Hwan, að máli og hann mun taka 103 kóreska píslarvotta frá 18. og 19. öld í dýrðlingatölu, en á þeim tíma voru kristnir menn í Kóreu ofsóttir enda bönnuðu yfirvöld í Kóreu þá öll samskipti við útlendinga. Á síðari tímum hefur kaþólikum fjölgað mikið í Suður-Kóreu. Árið 1965 voru þeir, samkvæmt kirkjubókum, taldir vera 1983.666 en tíu árum síðar hafði þeim fjölgað upp í eina milljón manns og árið 1982 voru þeir orðnir 1.7 milljónir. Umtalsverður hluti íbúa Suður- Kóreu hefur þannig snúist til hinnar kaþólsku trúar. Fjöldi kristinna mótmælenda í Suður- Kóreu er samt ennþá meiri, en þeir eru taldir vera um 5.3 milljónir auk þess sem margir Kóreubúar teljast til ýmissa annarra kristinna safnaða. Lauslegá áætlað mun um 25% hinna 40 milljón íbúa Suður- Kóreu vera kristnir. Heimsókn páfans nú til Suður-Kóreu mun án efa styrkja stöðu kaþólika þar enn frekar. Suður-kóresk yfirvöld hafa gert víðtækar var- úðarráðstafanir til að tryggja öryggi páfans af ótta við að ofstækissinnar og andstæðingar stjórnvalda geri tilræði við hann. Suður-Kóreumenn hafa ■ Nasistar í Danmörku hafa stofnað stjórnmálaflokk, sem keppa mun að því að fá fulltrúa kjörna í sveitarstjórnir og á þjóðþingið. Formaður var kos- inn Paul Hendrich Riis- Knudsen, 34 ára gamall lektor, sem kennir þýsku og ensku. Hann kveður stefnu flokksins að laða til sín fólk, sem áhuga t.d. ekki ennþá birt ferðaáætlun páfans innan Kóreu í smá- atriðum. Auk þess að heimsækja Suður-Kóreu mun páfinn einnig leggja leið sína til Papua-Nýju- Gíneu, Solomon eyja og Tai- lands, þar sem liann ætlar m.a. að heimsækja flóttamannabúðir nálægt landamærum Tailands og Kambodíu. ' Páfinn mun einnig koma við í Alaska þar sem hann mun hafa stuttan fund með Ronald Reag- an, forseta Bandaríkjanna. (Byggt á Reuter og Far Eastem Economic Review) hefur á friðar- og umhverfismál- um, en þau verða með helstu baráttumálum nýja nasista- flokksins. Munu flokksfélagar ganga inn í þessar hreyfingar. Önnur stefnumál flokkisns eru að leggja þjóðþingið niður og á fámennisstjórn að taka við völdunum. Dauðarefsingum á Nasistaflokkur stofnaður í Laun hækka í Búlgaríu Belgrad-Reuter ■ Búlgörsk yfirvöld hafa ákveðið að hækka laun í landinu umtalsvert og hækka greiðslur úr al- mannatryggingum. Frá og með september á þessu ári munu laun verkamanna hækka um 10%, laun kennara hækka um 20% og laun annarra starfsstétta hækka einnig nokkuð. Á næsta ári eiga svo barnabætur að hækka mikið. Búlgörsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af því að á undanförnum árum hefur fæðingum fækkað mjög og þau hyggjast örva foreldra til að eignast fleiri börn með þessari hækkun barna- bóta. Stjórnvöld hafa líka lof- að að gera átak í húsnæð- ismálum á næstunni og stórbæta heilbrigðiskerfið- Bæjar- stjóri hengdur ■ Skæruliðar í Perú sem telja sig vera maoista og kalla samtök sín Hinn upplýsta veg, réðust á bæinn Huamanguilla ný- verið og hengdu bæjar- stjórann. Danmörku að koma á og losna þannig við þá sem ógna þjóðfélagsskipan- inni. Stjórnendur á að velja úr röðum hæfustu og gáfuðustu borgara landsins. Slíta á sam- bandi við Grænland og Græn- lendingum á að víkja frá Dan- mörku, svo og öðrum innflytj- endum, sem ekki eru af sama kynstofni og Danir. ÁN DRÁTTARVAXTA Iðgjald ábyrgðartrygginga biíreiða var á gjalddaga 1. mars. Við leggjum þó ekki dráttarvexti á ógreidd iðgjöld íyrr en á laugardaginn kemur. TKYGGING HF S’78

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.