NT - 30.04.1984, Blaðsíða 21

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 21
01 Mánudagur30. apríl 1984 21 Aulabárður í hátignar Breska leyni' þjónust- an sætir enn harðri gagn- rýni Útlönd Norðmenn láta ar aba ekki segja sér fyrir verkum Bettaney: Ég er njósnari ■ Enn einum breskum leyni- þjónustumanni hefur verið stungið í tugthúsið fyrir landráð. Sá heitir Michael Bettaney og starfaði í gagnnjósnadeildinni. í síðustu viku var hann dæmdur í 23 ára fangelsi og voru kæru- atriðin í 10 liðum. Bettaney var handtekinn í september s.l., staðinn að því að reyna að selja Rússum upp- lýsingar, sem þeir reyndar fuss- uðu við. Bresku blöðin hafa gert harð- ar árásir á leyniþjónustuna fyrir að hafa svikara í sinni þjónustu. Bettane þessum tókst ekki að svíkja föðurlandið og gerast al- vörusvikari vegna aulaháttar. Pví spyrja blöðin hvernig í ósköpunum standi á því að sjálf öryggisþjónusta landsins skuli ráða annað eins endemis fífl, og telja að eitthvað meira en lítið sé að, ef svona menn geti talist gjaldgengir starfskraftar við að gæta öryggis og leyndardóma ríkisins. Þegar dómur var kveðinn upp yfir svikaranum þuldi lögmaður hans 19. aldar marxistaklisjur, sem ákærði taldi að væru honum til málsbóta. Þessi heimski gagnnjósnari, sem gegndi yfirmannsstöðu í MI5 deildinni var ekki einu sinni fær um að komast í sam- band við Rússa. í fyrra marg- reyndi hann að troða upplýsing- um upp á einn sendimann þeirra í London, Gouk að nafni. Hann vildi ekkert hafa með Bettaney að gera og enn síður upplýsing- arnar sem hann bauð. Bettaney var síðan handtekinn í septem- ber þegar hann var að leggja af stað til Vínarborgar, þar sem hann reiknaði með að komast í samband við einhvern rússnesk- an útsendara, sem væri fús til að taka við upplýsingum hans. Reiknað er með að öryggisþjón- ustan hafi komist á spor svika- hrappsins vegna þess að sovéska sendiráðið hafi hringt í breska utanríkisráðuneytið og kvartað yfir þessum vitlausa opinbera starfsmanni, sem þeir héldu að væri sendur út af örkinni til að koma Rússum í klípu. Gerður er samanburður á Bettaney og hinum hefðbundnu svikurum innan bresku leyni- þjónustunnar, sem eru yfirstétt- armenn, menntaðir í Cam- bridge og gerðir kommúnistar á unga aldri og þjónuðu síðan Sovétríkjunum þegar þeir kom- ust síðar í embætti. Bettaney er af lágstéttarfólki kominn og hlaut menntun í Oxford. Hann þjónaði föðurlandinu í flug- hernum og þótti upphefð að ganga í fínum fötum, gerðist um tíma trúaður úr hófi fram og drakk sig blindfullan. Síðan hneigðist pilturinn að nasisma, sem leiddi til þess að síðar gerðist hann sanntrúaður marx- isti. Bettaney varð stundum illa fullur og lögregluskýrslur sýna að hann hefur verið tekinn fast- ur fyrir drykkjuskap á götum úti. Við slíka handtöku hrópaði hann á lögregluþjón, sem stóð að aðgerðinni, að það mætti ekki handtaka sig, því hann væri hvorki meira né minna en njosnari. Von er að blöðin spyrj i hvern- ig í ósköpunum hægt sé að nota aulabárð af þessu sauðahúsi sem gagnnjósnara í þjónustu hennar hátignar. ■ Norski orkumálaráðherr- ann boðar lagaset ningu þar sem bannað verður að norsk fyrir- tæki sem viðskipti eiga við ar- abalönd skrifi undir loforð þess efnis að hafa engin viðskipti við Israel, því annars muni arabarn- ir ekki versla við þau. Ráðherr- ann segist hafa vitneskju um að mörg norsk fyrirtæki kunni þessu illa en séu undir þrýstingi frá aröbunum og verði því að skrifa undir samninga sem þess- ar greinar eru í. Fyrirtæki í Noregi hafa viður- kennt að hafa skrifað undir samninga við arabalönd þar sem þau skuldbinda sig til að skipta ekki við ísrael. „Þótt þau geri þetta ekki með neinni ánægju verður svo að vera því ella óttast norsku forstjórarnir að fyrirtæki þeirra verði sett á svarta lista í arabaheiminum. Norsk yfirvöld hafa enga heirn- ild til að banna einkafyrirtækj- unt að skrifa undir santninga þar sem í eru greinar um að þau ætli ekki að versla við ísrael eða fjárfesta í því landi. Viðskiptaráðherrann er hlynntur því að bannað verði að norskum lögum að fyrirtæki skrifi undir samninga sent bindi hendur þeirra til að eiga eðlileg viðskipti við ísrael. Eflög verða sett um þetta í Noregi gerir það fyrirtækjunum auðveldara að neita að ganga að skilyrðuni arabfskra viðskiptavina sinna og geta bent á lögin og sagt þar með að það sé ekki af neinni ofurást á Israel sem kemur þeim til að neita að hafa klásúlur af þessu tagi í samningum sínum. Það er auðvitað vegna olíu- auðs Norðmanna sem þeir geta sett sig á háan hest gagnvart aröbunt. Þeir eru á engan hátt háðir olíukaupum frá araba- löndum og þurfa ekki að spyrja araba urn við hverja þeir megi eiga viðskipti og hverja ekki. Pólland Erlendum lánum skuldbreytt ■ Skuldbreytingar á gjald- föllnum skuldum Pólverja voru samþykktar á fundi pólskra og vestrænna bankamanna í Varsjá í gær. Þurfti að semja við 500 vestræna banka um þessar aðgerðir en áður hefur verið fundað um hvernig leysa mætti erfiðustu efnahagsmál Pólverja í Vín, París og London. Samið var um að 1.9 milljarða dollara skuldir sem ekki hefur verið hægt að standa skil á verði greiddar á 10 árum. Þá var samið um framlengingu lána sem gjaldfalla á næstu árum og þeim breytt þannig að greiðslu- byrðin verði viðráðanleg. Erlendar skuldir Pólverja nema rúmlega 28 milljörðum dollara. í grófum dráttum skulda Pólverjar erlendum ríkisstjórnum 17 millj. dollara, vestrænum bönkum 10 millj- arða og einn milljarð skulda Pólverjar Sovétríkjunum. Við samningagerðina fóru Pólverjar fram á að fá tiltölulcga lág skammtímalán á Vestur- löndum-,'en ekki er vitað hvern- ig bankastjórarnir tóku í þá málaleitan. Fá meira jarðgas en þörf erá París-Keuler ■ Frakkar fá nú meira gas um leiðsluna frá Síber- íu en þeir hafa þörf fyrir. Sovétmenn krefjast að þeir standi við að kaupa það magn sem samið var um, sem þýðir að Frakkar vcrða að geyma 1.5 mill- jarða kúbikmetra af jarð- gasi, og endast birgðirnar fram á árið 1986. Það er fyrirtæki í ríkis- eign sem samninginn gerði og segja þeir sem þar ráða að nægt geymslurými sé til og engin vandræði verði með að taka á móti samn- ingsbundnu magni. ^■■^mmmmmrnmmmmmmmmmmmmm •ff"w u rn 2-3 herb. ÖLDUSLÓÐ 79 m2 1480 þús. DALSEL 40 m2 1090 þús. FRAKKASTIGUR 50 m2 1090 þús. HAMRAHLÍÐ 50 m2 1250 þús. NJARÐARGATA 70 m21190 þús. SPfTALASTÍGUR 65 m2 1290 þús. HOLTSGATA HFN. 50 m2 1200 þús. HOLTSGATA HFN. 65 m2 1300 þús. MÁNASTÍGUR 85 m2 1390 þús. 3 herb. BLÖNDUBAKKI 97 m2 1750 þús. + aukaherb. í kjallara BÓLSTAÐAHLlÐ 97 m2 1500 þús. LEIRUBAKKI 90 m2 1700 þús. + aukaherb. í kjallara. LINDARHVAMMUR 80 m2 1450 þús. URÐARSTlGUR 80 m2 1500 þús. sérinng. 4 herb. DRÁPUHLÍÐ 100 m2 1950 þús. HOLTSGATA 120 m2 1900 þús. HRINGBRAUT HFN. 117 m2 2100 þús. í skiptum fyrir stærri eign. REYKJAVÍKURVEGUR HFN. 140 m2 2,8 millj. Einbýli Höfum stór einbýli í skiptum fyrir minni sérbýli. Sérhæðir GUNNARSSUND 110 m2 1550 þús. MIÐSTRÆTI 160 m2 2,5 millj. RAUÐALÆKUR 140 m2 + bílsk. 2,6 millj. Fjársterkir kaupendur á skrá Leitum að skrifstofu- húsnæði 100-200 m2. Góðir kaupendur. r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.