NT - 30.04.1984, Blaðsíða 26

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 26
Offenbach sektað! ■ l'ýska Bundesligu- liðið, Kickers Offenbach var í vikunni dæmt í 80,000 marka sekt fyrir að grynnka ekki á skuldum sínuin í fyrra. Þýska knatt- spyrnusambandið fylgist grannt með fjárhag þýsku liðanna og refsar þeim griminilega ef þau aðhafast ekki eitthvað til að rétta af fjárhag sinn ef þess þarf. Topp- - erHSVvann Köln-ölltopp- liðin sigruðu - Frá Guðmundi Kurlssyni, íþróttafrétlamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Thomas Von Heesen sækir að marki Kölnar í leik HSV og Kölnar í Köln á laugardag. Það er Kölnarleikmaðurinn Frank Hartmann sem liggur á vellinum. HSV vann leikinn 4-1. Toppliðin í Búndeslígunni í knattspyrnu sigruðu öll um helgina.Bayern Munchen vann heimasigur í Frankfurt, Mönc- hengladbach vann heimasigur á Kaiserslautern, HSV vann frækinn útisigur í Köln, og Stuttgart vann stórsigur í Nurnberg. Köln-Hamborg 1-4 Hér í Köln var toppleikur, er meistararnir sjálfir komu í heimsókn. í fyrri hálfleik var leikurinn jafn, og staðan 2-0 í hálfleik fyrir Hamborg ekki sanngjörn. Köinarmenn óheppnir að skora ekki. I seinni hálfleik sýndu meistar- arnir betri leik, og því var 4-1 í lokin nokkuð sanngjarnt. Mörkin: 0-1 Kaltz 31. mín víti, 0-2 Schatzschneider 44. mín, 0-3 Schröder á 54. mín., 0-4 Rolff á 55. mín og 1-4 Allofs á 65. mín. Mönchengladbach- Kaiserslautern 3-2 Eftir þriggja mínútna leik skoraði Gladbach rnark en þrátt fyrir yfirburði var aðeins 1-0 í hálfleik, 2-0strax í byrjun seinni hálfleiks, og allt virtist ætla að ganga vel. Thomas Allols var ekki á sama máli, skoraði 1-2 á 68. mín, og 2-2 á 85. mín. En lukkan var með Gladbach og skoraði Front- zech á síðustu mínútu leiksins í gegnum klofið á Hellström markverði. Heppnissigur Gladbach. Bayern Múnchcn - Frankfurt 3-0 Það var slydda í Bayern á meðan á leiknum stóð, og því var hálfgerður rennubolti spil- aður. Eftir 12 mínútna leik skoraði Karl-Heinz Rummen- igge með viðstöðulausu skoti af stuttu færi. Á 34. mínútu brenndi Kúrbel af víti fyrir Frankfurt, skaut yfir. Á 40. mínútu skoraði Karl-Heinz Rummenigge aftur, og þar með sitt 23. mark á keppnis- tírnabilinu. Reinhardt Mathy skoraði síðan þriðja markið í byrjun síðari hálfleiks, og var það síðasta mark leiksins í frekar slökum leik. Offenbach-Dússeldorf 5-1 Eftir síðustu helgi sýndi Dússeldorf aftur lélegri hliðina á sér. Tap gegn næstneðsta liðinu, og það slíkt stórtap. Án 6 fastamanna náðu Atli og féiagar lítið að sýna, og var 5-1 í lokin þvf mjög sanngjarnt. Mörk: 1-0 Tapp á 24. mín, 2-0 Kutzop á 30 mín víti, 1-2 Fach á 55. mín. , 3-1 Klause á 72. mín, 4-1 Hofeditz á 75. mín, 5-1 Höfer á 81. mín. URSLIT: BayemFrankfuit... 3-0 Mannheim-Urdingen 1-4 Bochum-Dortmund . 2-2 Gladbach-Kaiserslautern 3-2 Köln-Hamborg 1-4 Braunschweig-Leverkusen 0-0 Nurnberg-Stuttgart . 0-6 Bremen-Bielefeld... 3-0 Offenbach-Diisseldorf 5-1 STAÐAN: Stuttgart . .. 30 17 9 4 70 28 43 Bayern ... .. 30 18 6 6 74 34 42 Hamborg . .. 30 17 9 4 70 28 43 Gladbach . .. 30 18 6 6 66 32 42 Breraen .. .. 30 16 7 7 65 37 39 Leverk. .. .. 30 13 8 9 48 43 34 Köln .. 30 13 5 12 55 49 31 Úrdigen .. .. 30 12 7 11 58 61 31 Diisseldorf .. 30 11 7 12 57 59 29 Bieleíeld . .. 30 10 8 12 36 45 28 Kaiserslaut .. 30 11 5 14 60 57 27 Brunschw. .. 30 11 5 14 47 65 27 Dortmund ..30 9 7 14 45 58 25 Mannheim .. 30 7 11 12 36 54 25 Bochum .. .. 30 7 8 15 47 65 22 Frankfurt .. 30 4 12 14 35 58 20 Offenbach ..30 7 5 18 42 86 19 Numb .. 30 30 6 2 22 34 70 14 Hatrðmm barátta tveggja liða í handboltanum:_ Alfreð & co eiga góða möguleika - eru meistarar vinni þeir um næstu helgi Frá GuAmnndi Karlssyni íþrótta- fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Alfreð Gíslason og félagar í Tusem Essen standa vel að vígi í Búndeslígunni i hand- bolta. Taugaspenna einkennir nú keppnina um þýska titilinn, tvö lið eru jöfn í efsta sæti, Essen og Grosswallstadt, en Essen hefur betra markahlut- fall, og þarf því einungis að ■ Alfreð Gíslason og félagar í Essen stefna nú á meistara- titilinn í Búndeslígunni í handbolta. vinna um næstu helgi til að verða meistari. Þá er mögu- leiki, að THW Kiel, liðið sem Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfar, geti náð þriðja sæti í keppninni með því að sigra um næstu helgi. Um helgina var ein umferð í Búndeslígunni: Tusem Essen-Dankersen 14-7 Mikill varnarleikur og taugaspenna einkenndi fyrri hálfleikinn. Aðeins 5-4 í hálf- leik. í seinni hálfleik heldur frískari leikur hjá Essen, og endaði hann með öruggum sigri Alfreðs og félaga 14-7. Frábær varnarleikur og mark- varsla hjá Essen. Alfrcð með 3 mörk. Grosswallstadt-Húttenberg 24-16 Eftir þennan leik verður að bíða eftir úrslitum í lokaum- ferðinni, en þá eigast við fjögur efstu lið deildarinnar. Tusem Essen leikur gegn Schwabing, og Grosswallstadt gegn Gummersbach. Sem sagt hinn 5. maí falla úrslitin í þessari spennandi keppni. Önnur úrslit: THW Kiel-Göppingen . 33-24 Núrnberg-Hofweier . . . 30-20 Gummersb.-Schwabing . 20-19 Lemgo-Rheinfuchse ... 21-21 Bergkamen-Gunsburg . 22-22 Ef Tusem Essen og Gross- wallstadt vinna bæði andstæð- inga sína um næstu helgi, Schwabing og Gummersbach, verður Essen meistari, svo fremi sem munurinn hjá Grosswallstadt verður ekki 19 mörkum betri en hjá Essen. Þá á Kielarliðið möguleika á að ná þriðja sætinu, með því að sigra um næstu helgi nær liðið 3. sæti í markahlutfalli. Essen og Grosswallstadt eru jöfn að stigum með 38 stig, Essen hefur 99 mörk í +, en Grosswallstadt hefur 82 í +. Schwabing er í þriðja sæti með 32 stig, Gummersbach með 31 og THW Kiel hefur 30 stig. Mánudagur 30. apríl 1984 26 Stórleikur Ásgeirs: Skoraði tvö-lagði upp þrjú - Frá Guðmundi karlssyni íþróttafréltamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans í VFB Stuttgart unnu stórsigur á slöku Núrn- bergliði 6-0 í Búndeslígunni í knattspyrnu. Stærsti sigur Stuttgart á útivelli síðan árið 1963 undirstrikar stefnu liðs- ins á meistaratitilinn. Ásgeir Sigurvinsson átti stórleik, skoraði tvö mörk og lagði upp. Leikurinn byrjaði vand- ræðalega, en hægt og rólega kom styrkur Stuttgart í Ijós. Núrnberg átti ekkert svar við hinum sterku miðvallar- leikmönnum, Ásgeiri Sigur- vinssyni, Buchwald og All- göwer. Það var síðan Allgö- wer sem skoraði fyrsta mark- ið af stuttu færi á 10. mínútu. Allar sóknartilraunir Núrn- berg voru brotnar niður í fæðingu, og á 16. mínútu skoraði Ohlicher eftir góða sendingu Ásgeirs óverjandi fyrir Kargus markvörð. Næstu mínútur einkennd- ust af mikilli misnotkun færa hjá framherjum Stuttgart, Corneliusson og Reichert. Þeim virtist ómögulegt að hitta markið. Eftir eina af fáum sóknum Núrnberg á 40- mínútu, náði Corneliusson boltanum og brunaði fram með tvo á hælunum, og Ás- geir fylgdi á eftir. Er hann kom að teignum gaf hann á Ásgeir, sem tók boltann við- stöðulaust og þéttingsfast skot hans fór í markvörðinn og inn. Seinni hálfleikur var ívið jafnari en sá fyrri, þrátt fyrir yfirburði Stuttgart. Á 54. mín. skoraði Ásgeir Sigur- vinsson annað mark sitt í leiknum með hnitmiðuðu skoti frá vítateig í bláhornið niðri. Þetta var 9. mark Ás- geirs á keppnistímabilinu. Eftir magrar 19. mínútur skoraði Andrcas Múller með skalla eftir aukaspyrnu Ás- geirs. Skömmu síðar átti Trunk stórgott færi við Stutt- gartmarkið, en Armin Jáger varði glæsilega. Núrnberg sótti nú öllu meira, og á 84. mínútu varði Jáger aftur stórglæsilega, í þetta sinn frá Lottermann. Hann hefur nú spilað í 312 mínútur án þess að fá mark á sig, vara- markvörður sem kom í markið er Karl-Heins Rummeniggc slasaði Rol- eder á dögunum. Á síðustu mínútu leiksins fékk Ásgeir boltann á miðjum vallar- helmingi Stuttgart, og sendi þaðan 50 metra stungusend- ingu á Reichert, sem skaut yfir Kargus sem reyndi að hlaupa út. Asgeir lagði því upp þrjú mörk, og skoraði tvö. Sex núll var staðan þegar flautað var til leiksloka. Sex mikilvæg mörk í keppninni um meistaratitilinn, en hann gæti einmitt fallið til þess liðs sem besta markatöluna hefur. Stuttgart er nú einu stigi og tveimur mörkum á undan næsta liði, úr tríóinu HSV, Gladbach, Bayern Múnchen. ■ Ásgeir Sigurvinsson - stjórnaði Stuttgart til sigurs. ---------------------------------------- ------

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.