NT - 30.04.1984, Blaðsíða 28

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 28
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? HRINGDU ÞÁ í SÍMA 8-65-38 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krðnur ffyrir hverja ðbendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leíðir til bitastasðustu fróttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gœtt ■ Þórdís Gísladóttir og íris Grönfeldt sigrnðu báðar í sínum greinum á mótinu í Bandunkjun- un um heigina, þar sem Oddur setti ís. sitt. Þórdís var mjög skammt firá þvi að ná Ól* ympíuiágmarkinu, feildi 1,88 metra naumlega á hástökldnu íris Grönfeldt lengra frá lágmark mu. ■ Oddur Sigurðsson bætti sitt verulega á Tíminn sem 45,69, tryggir honum nær áreiðanlega far- seðil á Ólympíuleikana í Los Angeles, enda langt undir Olympíulágmarki. Oddur hefur æft geysilega vel í vetur, en hann er við nám í háskólanum í Austin í Texas. Ásgeir Sigurvinsson: Skoraði tvöog lagði upp þrjú (þróttir ð bls. 23,24, 25,26,27 og 28 Stuttgart Tveir erfiðir eftir - Frá Guömundi Karlssyni íþróttafréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Fjögur Uð berjast nú hat- rammri baráttu um Þýska- landsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu. ÖU eiga liðin eftir erfiða leiki, nema þá helst Borussia Mönchengladbach, sem einungis á eftir að leika við lið í neðri hluta deildarinn- ar. Erfiðustu leikina eiga HSV og Stuttgart, HSV á eftir úti- leiki við bæði Bayem Mönc- hen og Stuttgart, og Stuttgart á eftir heimaleikinn við HSV og útileik gegn Bremen. Liðin eiga eftir eftirtalda leiki: Stuttgart: Offenbach heima, Frankfurt heima, Bremen úti og Hamborg heima. Hamburger SV: Bayern Munc- hen heima, Nurnberg úti, Frankfurt heima og Stuttgart úti. Gladbach: Dortmund úti, Urdingen heima, Leverkusen úti, Bielefelde heima. Bayern Munchen: Hamborg úti, Kaiserslautern heima, Dortmund úti og Úrdingen heima. Um næstu helgi leika Ham- borg og Bayern, og er beðið með mikilli óþreyju eftir þeim leik. Mikið er rætt um það í V-Þýskalandi nú, að til hreins úrslitaleiks gæti komið milli Stuttgart og Hamborgar í síð- asta leik, og yrði það hreint frábært fyrir knattspyrnuunn- endur. Bandaríski körfuboltinn: Lakers óstöðvandi ■ Michel Platini,landsliðsfyrirUði Frakka og aðalmarkaskorari Juventus Tórínó á ítaliu segist helst vilja leika í Bandaríkjunum næst. ■ 16 liða úrslitum bandarísku atvinnumannadeildarínnar í körfuknattleik, NBA, er nú lokið. Eftirtalin lið komust á- fram í 8 liða úrslitin: Boston Celtics, New York Knicks, New Jersey Nets, Milwaukee Bucks, Los Angeles Lakers, Dallas Maverícks, Phoenix Suns og Utah Jazz. Þremur leikjum er nú lokið í 8 liða úrslitunum. Á laugar- dag léku Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks og sigraði Lakers með yfirburðum í leiknum, 134-91. „Við getum vart leikið betur en við gerðum í þessum leik, en munum nú samt reyna það“ sagði Pat Riley, þjálfari Lakers eftir leikinn. í gærkvöld léku síðan New Jersey Nets og Milwaukee' Bucks sinn fyrsta leik í úrslit- unum og sigraði New Jersey 106-100, eítir að Milwaukee var yfir nær allan leikinn. Hinn leikurinn í gærkvöld var á milli Utah Jazz og Phoen- ix Suns og lauk honum með sigri Utah Jazz 105-95. Fer Michel Platini til Bandaríkjanna? ■ „Ég hef mestan áhuga á því að fara til Bandaríkjanna og leika þar þegar samningur minn við Juventus rennur út eftir tvö ár“, sagði Michel Platini, fyrirliði franska lands- liðsins í knattspyrnu og mið- vallarleikmaður með ítalska liðinu Juventus, í útvarpsvið- tali á föstudag. „Reynsla mín af dvölinni hér á Ítalíu hefur verið stór- kostleg og þegar ég er laus frá Juventus þá langar mig til að öðlast slíka reynslu annars staðar,“ sagði Platini. „í Frakklandi þekki ég alla, í Bandaríkjunum fengi ég tækifæri á því að upplifa eitthv- að nýtt“. Platini sem fyrir skömmu var valinn knattspymumaður Evrópu, lét ekkert uppi um það til hvaða bandarísks félags hann vildi fara. Hann á nú góða möguleika á því að leiða landa sína til sigurs í Evrópukeppni lands- liða, sem háð verður í Frakk- landi bráðlega. Glæsimet Odds Setti íslandsmet í 400 metra hlaupi 45.69 sek., sem er vel undir Ólympíu- lágmarkinu ■ Oddur Sigurðsson sprett- hlauparí, sem nú dvelur í Bandaríkjunum við æfingar og keppni, setti nýtt og glæsilegt íslandsmet í 400 metra hlaupi á miklu frjálsíþróttamóti í Bandaríkjunum á laugardag. Oddur hljóp á 45.69 sekúndum en gamla metið átti hann sjálfur, 46,49 sekúndur. Þessi tími Ódds nú, er vel undir gildandi Ólympíulágmarki, sem er 46,30 sekúndur. Má því slá því föstu að Oddur verði meðal keppenda í Los Angeles í sumar, en áður höfðu þeir Einar Vilhjálmsson og Vé- steinn Hafsteinsson náð ár- angrí undir Ólympíulágmarki. Þá er Óskar Jakobsson einnig talinn líklegur til að tryggja sér farseðil til „Gullna ríkisins" í sumar. Heill hópur íslenskra frjálsíþróttamanna á einnig möguleika á að ná lágmarki, og keppa á OL. Árangur Odds á laugardag nægði honum til verðlaunasæt- is á mótinu, en Nígeríumaður að nafni Sandy Uti varð annar á 45.52 sekúndum. Banda- ríkjamaðurinn Clarence Danie varð fyrstur á 45.43 sekúndum. Þær Þórdís Gísladóttir og íris Grönfeldt kepptu einnig á mótinu og sigruðu þær báðar í sínum greinum. Þórdís stökk 1.84 metra í hástökki, en mis- tókst að stökkva 1.88 metra, þrátt fyrir góðar tilraunir. Vindur jókst nokkuð þegar á keppnina leið og missti Þórdís þá einbeitingu sína, að sögn Reuter fréttastofunnar. Hefði Þórdís komist yfir 1.88 metra hefði hún þar með náð Ólymp- íulágmarkinu. íris Grönfeldt sigraði í spjótkasti með því að kasta 48,80 metra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.