NT - 11.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 2
Fðstudagur 11. maí 1984 2 þið vísvitandi? Hljóðtruflanir í sjónvarps- útsendingu í fyrrakvöld: Enginn veit hvað HAvAiet - segir Gísli Valdimars- son útsendingarstjóri ■ „Það er engin vitneskja til um það,“ sagði Gísli Valdimars- son einn útsendingarstjórasjón- varpsins aðspurður um það hvað hafi valdið þvi að hljóð féll út í upphafi fréttasendingar í fyrrakvöld. „t>að kom ekkert fram á mælitækjum okkar sem benti til þess að neitt væri að,“ sagði Gísli. „Við urðum bara varir við það að ekkert hljóð kom frá Vatnsendastöðinni. Einhvers staðar á leiðinni þangað hafa orðið einhverjar truflanir, sem við vitum ekkert um af hverju hafa stafað. og hljóðið kom sjálfkrafa inn á útsendinguna eftir u.þ.b. 35 sekúndur. Jón Skúlason Póst- og símamálastjóri: Bara Rannsóknarlögreglan verður kölluð til - komist truflanirn- ar á hærra stig ■ „Ég trúi ekki að rafeinda- fræðingar geri svona hluti, þetta er svo fráleitt og lögbrot þar að auki“ sagði Jón Skúlason póst og símamálstjóri í samtali við NT í gær. Að því hefur verið látið, liggja að truflanir sem orðið hafa á símakerfinu undanfarið, og einnig á útsendingu sjónvarps, séu af völdum sím- virkja sem með því séu að leggja áherslu á kröfur sínar en þeir standa nú í sérkjarasamn- ingum við ríkið. Ríkisútvarpið var m.a. látið vita af því á þriðjudagsmorgun að truflanir yrðu á örbylgjukerfi símans seinna um morguninn, sem síð- an varð raunin. „Ég seti allt í viðbragðsstöðu í gær, og kallaði alla yfirmenn saman á fund en það hefur ekkert upplýstst um þetta“ sagði Jón.„f>etta er ákaflega alvarlegt ef rétt er og ef þetta kemst á hærra stig verður rannsóknar- lögregla kölluð til. Og ef eitthv- að upplýsist í þessa veru hefur Jón Skúlason. það mjög alvarlegar afleiðing- ar“. „Því miður hefur þetta orðið til þess að eðlilegar truflanir eru tengdar við skemmdarstarf- semi. Það er verið að vinna við að umtengja símakerfið á dag vegna nýju stöðvarinnar sem á að koma á Eiðsgranda og þá varð smá rof sem fólk hefur tengt við þessar meintu skærur. Við höfum alltaf haft það trúverðuga menn að við getum treyst þeim og það hefur aldrei verið beitt svona hrotta aðferð- um áður, ef þetta er rétt. Það er ■ auðvitað langverst að þetta bitn- ar á saklausum almenningi. Það er ákaflega hættulegt ef svona lagað á sér stað og er engum til framdráttar í launabaráttu" sagði Jón Skúlason. bilanir í kerfinu ■ Eru símvirkjar vísvitandi að valda truflunum á síma og fjarskiptakerfinu til að leggja áherslu á kjarabaráttu? Jóhann L Sigurðsson vara- formaður Félags íslenskra símamanna. „Við vitum ekki neitt um neinar skærur og könnumst ekki við það, félagið sem slíkt og við trúm ekki á neitt þess háttar. Við teljum að það sem kallað hefur verið af einhver skærur, sé ekki annað en bilan- ir og truflanir í kerfinu. - Nú hefur það verið haft eftir símvirkjum í fjölmiðlum að þetta sé líklega tilfellið. „Það sem einn lætur sér um munn fara finnst öðrum fárán- legt. Þetta gengur bara ekki upp. Félag íslenskra síma- manna á eingan hlut í því sem gæti kallast skæruhermaður. Við vinnum eftir lögum og réttindum opinberra starts- manna, og það hvarflar ekki að forustumönnum félagsins að gera nei sem býður í bág við það. Við höfum hinsvegar okk- ar samningsrétt þegar þar að kemur og þá um leið verkfalls- rétt. - Væru þær truflanir sem látið er liggja að að séu skærur af völdum símvirkja, .fram- kvæmanlegar tæknilega? „Ég ímynda mér að svo sé þó ég ekki ánægjanlega kunn- ugur þeim málum. Auðvitað hljóta menn sem eru sér- fræðingar í einhverjum hlutum að hafa þekkingu til þess“. snmumMM SOLUBOÐ ...vöruverð í lágmarki Vandasamt að um- gangast kaupmenn ■ Grænmetisverslun landbúnaðar- ins boðaði blaðamenn til fundar í gær út af „kartöflumálinu" og bar þar ýmislegt á góma sem kartöflur varð- aði. Geymsluþol þessarar vöru var m.a. mjög til umræðu og sögðust forsvarsmenn grænmetisverslunar- innar hafa vitað þess dæmi að kaup- menn hefðu varðveitt kartöflubirgðir sínar upp viðmiðstöðvarofn. Slíkt væri náttúrlega ekki vel heppilegt, þar eð kartöflur væru kælivara. Þegar spurt var hvers vegna græn- metisverslunin gengi ekki harðareftir því við kaupmenn að kartöflur væru geymdar á köldum stað og hvort ekki mætti jafnvel prenta á umbúðirnar „kartöflur eru kælivara“ og taka þannig af öll tvímæli um þetta, þá gall við í einum forsvarsmanna: „Ertu frá þér, kaupmennirnir yrðu snarbrjálaðir!" Sérstakur hlaupasnati ■ í umræðum um þingsköp í upp- hafi fundar í Sameinuðu þingi í gær réðst Egill á Seljavöllum mjög að flokksbróður sínum og sessunaut Eyj- ólfi Konráð Jónssyni. Kvað hann framgöngu Eyjólfs á fundi landbún- aðarnefndar efri deildar þá um morg- uninn honum ekki til sóma og þætti honum hart að upplifa það að Eyjólf- ur Konráð væri orðinn „sérstakur hlaupasnati“ fyrir Alþýðuflokkinn. Eiður Guðnason taldi ummæli Egils um þingbróður og flokksbróður með WtOlHll því ódrengilegasta og ósmekklegasta sem hann hefði heyrt úr stól Alþingis. En hvað gerðiEykon á þessum fundi? JJann upplýsti það sjálfur að hann hefði ekkert ósæmilegt aðhafst og kallaði til vitnis um það samnefndar- menn sína þ.á.m. Sigríði Dúnu. „Ég flutti ósk um það að mál Eiðs Guðna- sonar (um að aflétta kartöflueinokun o.þ.h. - innsk. blm.) yrði tekið til umræðu. Annað gerði ég ekki“.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.